Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. Í tilkynningu um málið kemur fram að tilgangur verkefnisins sé að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti.
Starfsmenn Hopp eru þrettán talsins. Velta fyrirtækisins jókst um 970 prósent á milli áranna 2021 og 2022, en þá fór veltan úr 72 milljónum króna í 770 milljónir króna.
Hopp er sprotafyrirtæki sem þróar hugbúnað sem gerir fólki kleift að opna Hopp útibú með sérleyfi á sínum heimaslóðum. Í dag eru virk sérleyfi Hopp í 56 bæjum í 12 löndum. Hopp á engar rafskútur en sjálfstæð fyrirtæki eru rekin undir heiti Hopp í hverju bæjarfélagi. Fyrirtækin gera samninga við Hopp um rekstur á hugbúnaði og þjónustu vegna hans. Hopp er nú þegar skráð vörumerki í fjölmörgum löndum og meirihluti tekna fyrirtækisins eru útflutningstekjur.
Fyrirtækin, Dohop og Lauf Forks, hlutu einnig viðurkenningar í gær.
Í dómnefnd voru Katrín Sif Oddgeirsdóttir fyrir Háskólann í Reykjavík, Svandís Unnur Sigurðardóttir fyrir Rannís, Kolbrún Hrafnkelsdóttir fyrir Samtök sprotafyrirtækja og Nanna Elísa Jakobsdóttir fyrir Samtök iðnaðarins