Tugir borgara féllu í árás hryðjuverkamanna í Malí Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2023 10:57 Friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna hefur verið gert að yfirgefa Malí. AP/Moulaye Sayah Herforingjastjórn Malí segir að 49 borgarar og fimmtán hermenn hafi fallið í árásum hryðjuverkamanna í norðurhluta landsins í gær. Hryðjuverkamenn sem tengjast al-Qaeda eru sagðir hafa ráðist á ferju nærri Timbuktu og á varðstöð í Gao-héraði. Þetta kom fram í ávarpi í ríkissjónvarpi Malí, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en þar segir að herinn haldi því fram að um fimmtíu hryðjuverkamenn hafi verið felldir. Í frétt France24 segir að minnst þremur sprengjum hafi verið skotið að ferjunni, sem var á hefðbundinni leið á Níger-á. Heimildarmaður miðilsins segir herinn hafa unnið að því að ferja fólk úr ferjunni eftir árásina. Herforingjastjórnin lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg sem hófst í morgun og er henni ætlað að heiðra fólkið sem dó í árásunum. Í frétt AP segir að á minna en ári hafi hryðjuverkamenn sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu nærri því tvöfaldað yfirráðasvæði sitt í Malí, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Óttast um friðarsamkomulag Ástandið í Malí hefur verið slæmt um árabil en árið 2012 hófst uppreisn í norðurhluta landsins sem stóð yfir þrjú ár. Þá var gert friðarsamkomulag en hryðjuverkahópar hafa notað ástandið til að stækka og hafa þeir gert fjölmargar árásir á svæðinu. Eftir valdarán hersins árið 2020 myndaðist mikil spenna aftur milli hersins og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins en hún hefur aukist aftur á undanförnum vikum, samhliða því að herforingjastjórnin hefur skipað friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna að yfirgefa landið. Friðargæsluliðar hafa yfirgefið tvær herstöðvar í norðurhluta landsins, sem her Malí hefur tekið yfir. Þar hefur komið til átaka við hryðjuverkamenn og deilna milli hermanna og fyrrverandi uppreisnarmanna. Samkvæmt frétt France24 er óttast að friðarsamkomulagið frá 2015 muni ekki halda. Ítrekuð valdarán Malí er á Sahel svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Þó nokkur valdarán hafa einnig verið gerð á svæðinu á undanförnum árum. Þau hafa verið gerð í Malí, Búrkína Fasó og í Níger en það eru ríki þar sem áðurnefndir hryðjuverkamenn hafa verið hvað virkastir. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Í nýlegri grein New York Times segir að tugir þúsunda hafi fallið í þessum átökum í ríkjunum þremur á síðustu tíu árum og 3,3 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum verulega í Malí og í Búrkína Fasó. Í Malí dóu fimm þúsund manns í átökum við hryðjuverkamenn og í árásum þeirra, sem er tvöfalt meira en ári áður. Í Búrkína Fasó fjölgaði dauðsföllum um áttatíu prósent milli ára og voru þau um fjögur þúsund í fyrra. Malí Hernaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Þetta kom fram í ávarpi í ríkissjónvarpi Malí, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en þar segir að herinn haldi því fram að um fimmtíu hryðjuverkamenn hafi verið felldir. Í frétt France24 segir að minnst þremur sprengjum hafi verið skotið að ferjunni, sem var á hefðbundinni leið á Níger-á. Heimildarmaður miðilsins segir herinn hafa unnið að því að ferja fólk úr ferjunni eftir árásina. Herforingjastjórnin lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg sem hófst í morgun og er henni ætlað að heiðra fólkið sem dó í árásunum. Í frétt AP segir að á minna en ári hafi hryðjuverkamenn sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu nærri því tvöfaldað yfirráðasvæði sitt í Malí, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Óttast um friðarsamkomulag Ástandið í Malí hefur verið slæmt um árabil en árið 2012 hófst uppreisn í norðurhluta landsins sem stóð yfir þrjú ár. Þá var gert friðarsamkomulag en hryðjuverkahópar hafa notað ástandið til að stækka og hafa þeir gert fjölmargar árásir á svæðinu. Eftir valdarán hersins árið 2020 myndaðist mikil spenna aftur milli hersins og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins en hún hefur aukist aftur á undanförnum vikum, samhliða því að herforingjastjórnin hefur skipað friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna að yfirgefa landið. Friðargæsluliðar hafa yfirgefið tvær herstöðvar í norðurhluta landsins, sem her Malí hefur tekið yfir. Þar hefur komið til átaka við hryðjuverkamenn og deilna milli hermanna og fyrrverandi uppreisnarmanna. Samkvæmt frétt France24 er óttast að friðarsamkomulagið frá 2015 muni ekki halda. Ítrekuð valdarán Malí er á Sahel svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Þó nokkur valdarán hafa einnig verið gerð á svæðinu á undanförnum árum. Þau hafa verið gerð í Malí, Búrkína Fasó og í Níger en það eru ríki þar sem áðurnefndir hryðjuverkamenn hafa verið hvað virkastir. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Í nýlegri grein New York Times segir að tugir þúsunda hafi fallið í þessum átökum í ríkjunum þremur á síðustu tíu árum og 3,3 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum verulega í Malí og í Búrkína Fasó. Í Malí dóu fimm þúsund manns í átökum við hryðjuverkamenn og í árásum þeirra, sem er tvöfalt meira en ári áður. Í Búrkína Fasó fjölgaði dauðsföllum um áttatíu prósent milli ára og voru þau um fjögur þúsund í fyrra.
Malí Hernaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira