Tugir borgara féllu í árás hryðjuverkamanna í Malí Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2023 10:57 Friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna hefur verið gert að yfirgefa Malí. AP/Moulaye Sayah Herforingjastjórn Malí segir að 49 borgarar og fimmtán hermenn hafi fallið í árásum hryðjuverkamanna í norðurhluta landsins í gær. Hryðjuverkamenn sem tengjast al-Qaeda eru sagðir hafa ráðist á ferju nærri Timbuktu og á varðstöð í Gao-héraði. Þetta kom fram í ávarpi í ríkissjónvarpi Malí, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en þar segir að herinn haldi því fram að um fimmtíu hryðjuverkamenn hafi verið felldir. Í frétt France24 segir að minnst þremur sprengjum hafi verið skotið að ferjunni, sem var á hefðbundinni leið á Níger-á. Heimildarmaður miðilsins segir herinn hafa unnið að því að ferja fólk úr ferjunni eftir árásina. Herforingjastjórnin lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg sem hófst í morgun og er henni ætlað að heiðra fólkið sem dó í árásunum. Í frétt AP segir að á minna en ári hafi hryðjuverkamenn sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu nærri því tvöfaldað yfirráðasvæði sitt í Malí, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Óttast um friðarsamkomulag Ástandið í Malí hefur verið slæmt um árabil en árið 2012 hófst uppreisn í norðurhluta landsins sem stóð yfir þrjú ár. Þá var gert friðarsamkomulag en hryðjuverkahópar hafa notað ástandið til að stækka og hafa þeir gert fjölmargar árásir á svæðinu. Eftir valdarán hersins árið 2020 myndaðist mikil spenna aftur milli hersins og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins en hún hefur aukist aftur á undanförnum vikum, samhliða því að herforingjastjórnin hefur skipað friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna að yfirgefa landið. Friðargæsluliðar hafa yfirgefið tvær herstöðvar í norðurhluta landsins, sem her Malí hefur tekið yfir. Þar hefur komið til átaka við hryðjuverkamenn og deilna milli hermanna og fyrrverandi uppreisnarmanna. Samkvæmt frétt France24 er óttast að friðarsamkomulagið frá 2015 muni ekki halda. Ítrekuð valdarán Malí er á Sahel svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Þó nokkur valdarán hafa einnig verið gerð á svæðinu á undanförnum árum. Þau hafa verið gerð í Malí, Búrkína Fasó og í Níger en það eru ríki þar sem áðurnefndir hryðjuverkamenn hafa verið hvað virkastir. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Í nýlegri grein New York Times segir að tugir þúsunda hafi fallið í þessum átökum í ríkjunum þremur á síðustu tíu árum og 3,3 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum verulega í Malí og í Búrkína Fasó. Í Malí dóu fimm þúsund manns í átökum við hryðjuverkamenn og í árásum þeirra, sem er tvöfalt meira en ári áður. Í Búrkína Fasó fjölgaði dauðsföllum um áttatíu prósent milli ára og voru þau um fjögur þúsund í fyrra. Malí Hernaður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Þetta kom fram í ávarpi í ríkissjónvarpi Malí, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en þar segir að herinn haldi því fram að um fimmtíu hryðjuverkamenn hafi verið felldir. Í frétt France24 segir að minnst þremur sprengjum hafi verið skotið að ferjunni, sem var á hefðbundinni leið á Níger-á. Heimildarmaður miðilsins segir herinn hafa unnið að því að ferja fólk úr ferjunni eftir árásina. Herforingjastjórnin lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg sem hófst í morgun og er henni ætlað að heiðra fólkið sem dó í árásunum. Í frétt AP segir að á minna en ári hafi hryðjuverkamenn sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu nærri því tvöfaldað yfirráðasvæði sitt í Malí, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Óttast um friðarsamkomulag Ástandið í Malí hefur verið slæmt um árabil en árið 2012 hófst uppreisn í norðurhluta landsins sem stóð yfir þrjú ár. Þá var gert friðarsamkomulag en hryðjuverkahópar hafa notað ástandið til að stækka og hafa þeir gert fjölmargar árásir á svæðinu. Eftir valdarán hersins árið 2020 myndaðist mikil spenna aftur milli hersins og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins en hún hefur aukist aftur á undanförnum vikum, samhliða því að herforingjastjórnin hefur skipað friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna að yfirgefa landið. Friðargæsluliðar hafa yfirgefið tvær herstöðvar í norðurhluta landsins, sem her Malí hefur tekið yfir. Þar hefur komið til átaka við hryðjuverkamenn og deilna milli hermanna og fyrrverandi uppreisnarmanna. Samkvæmt frétt France24 er óttast að friðarsamkomulagið frá 2015 muni ekki halda. Ítrekuð valdarán Malí er á Sahel svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Þó nokkur valdarán hafa einnig verið gerð á svæðinu á undanförnum árum. Þau hafa verið gerð í Malí, Búrkína Fasó og í Níger en það eru ríki þar sem áðurnefndir hryðjuverkamenn hafa verið hvað virkastir. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Í nýlegri grein New York Times segir að tugir þúsunda hafi fallið í þessum átökum í ríkjunum þremur á síðustu tíu árum og 3,3 milljónir hafi þurft að flýja heimili sín. Á síðasta ári fjölgaði dauðsföllum verulega í Malí og í Búrkína Fasó. Í Malí dóu fimm þúsund manns í átökum við hryðjuverkamenn og í árásum þeirra, sem er tvöfalt meira en ári áður. Í Búrkína Fasó fjölgaði dauðsföllum um áttatíu prósent milli ára og voru þau um fjögur þúsund í fyrra.
Malí Hernaður Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira