Handtökur á Kúbu vegna mansals til Rússlands Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2023 09:15 Frá Havana, höfuðborg Kúbu. Vísir/EPA Yfirvöld á Kúbu segjast hafa handtekið sautján manns sem tengjast mansalshring sem er sakaður um að tæla unga Kúbverja til þess að berjast fyrir hönd Rússlands í Úkraínu. Þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma eða jafnvel dauðarefsingu. Mansalshringurinn var sagður starfa bæði á Kúbu og í Rússlandi þegar kúbversk yfirvöld greindu fyrst frá því að þau hefðu afhjúpað hann fyrr í vikunni. Fulltrúi innanríkisráðuneytisins greindi frá handtökunum í kúbverska sjónvarpinu í gærkvöldi. Skipuleggjendur starfseminnar væru á meðal þeirra handteknu, að því er kemur fram í frétt Reuters. Forsprakkar hringsins eru sagðir hafa reitt sig á tvo menn á Kúbu til þess að lokka unga menn til þess að taka þátt í innrásinni í Úkraínu. José Luis Reyes, saksóknari á Kúbu, segir að þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi, lífstíðardóm eða jafnvel dauðarefsingu allt eftir eðli og alvarleika brota þeirra. Þau geti verið mansal, málaliðastörf eða árás á erlent ríki. Samband kúbverskra og rússneskra stjórnvalda hefur verið náið um áratuga skeið. Fjöldi efnahagslegra flóttamanna fer frá Kúbu til Rússlands í leit að betra lífi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði fyrir um að erlendis ríkisborgarar sem skráðu sig til herþjónustu gætu fengið flýtimeðferð að ríkisborgararétti. Stjórnvöld á Kúbu segjast ekki þátttakendur í innrásinni í Úkraínu og að þau vilji ekki að borgarar sínir berjist þar sem málaliðar. Kúba Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segja Kúbverja selda mansali og látna berjast í Úkraínu Kommúnistastjórnin á Kúbu segist hafa afhjúpað mansalshring sem hafi neytt kúbverska borgara til þess að berjast með Rússum í innrás þeirra í Úkraínu. Hringurinn hafi starfað bæði á Kúbu og í Rússlandi. 5. september 2023 14:58 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Mansalshringurinn var sagður starfa bæði á Kúbu og í Rússlandi þegar kúbversk yfirvöld greindu fyrst frá því að þau hefðu afhjúpað hann fyrr í vikunni. Fulltrúi innanríkisráðuneytisins greindi frá handtökunum í kúbverska sjónvarpinu í gærkvöldi. Skipuleggjendur starfseminnar væru á meðal þeirra handteknu, að því er kemur fram í frétt Reuters. Forsprakkar hringsins eru sagðir hafa reitt sig á tvo menn á Kúbu til þess að lokka unga menn til þess að taka þátt í innrásinni í Úkraínu. José Luis Reyes, saksóknari á Kúbu, segir að þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi, lífstíðardóm eða jafnvel dauðarefsingu allt eftir eðli og alvarleika brota þeirra. Þau geti verið mansal, málaliðastörf eða árás á erlent ríki. Samband kúbverskra og rússneskra stjórnvalda hefur verið náið um áratuga skeið. Fjöldi efnahagslegra flóttamanna fer frá Kúbu til Rússlands í leit að betra lífi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði fyrir um að erlendis ríkisborgarar sem skráðu sig til herþjónustu gætu fengið flýtimeðferð að ríkisborgararétti. Stjórnvöld á Kúbu segjast ekki þátttakendur í innrásinni í Úkraínu og að þau vilji ekki að borgarar sínir berjist þar sem málaliðar.
Kúba Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segja Kúbverja selda mansali og látna berjast í Úkraínu Kommúnistastjórnin á Kúbu segist hafa afhjúpað mansalshring sem hafi neytt kúbverska borgara til þess að berjast með Rússum í innrás þeirra í Úkraínu. Hringurinn hafi starfað bæði á Kúbu og í Rússlandi. 5. september 2023 14:58 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Segja Kúbverja selda mansali og látna berjast í Úkraínu Kommúnistastjórnin á Kúbu segist hafa afhjúpað mansalshring sem hafi neytt kúbverska borgara til þess að berjast með Rússum í innrás þeirra í Úkraínu. Hringurinn hafi starfað bæði á Kúbu og í Rússlandi. 5. september 2023 14:58