Hlutabréf í Apple falla vegna fregna af iPhone-banni í Kína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2023 08:46 Opinberir starfsmenn í Kína mega ekki lengur nota iPhone í vinnunni né í tengslum við vinnuna. epa/Wu Hao Hlutabréf í Apple hafa fallið um sex prósent, næstum 200 milljarða dala, á aðeins tveimur dögum. Ástæðan eru fregnir af því að stjórnvöld í Kína hafi bannað opinberum starfsmönnum að nota iPhone. Kína er þriðji stærsti markaður Apple og taldi 18 prósent af heildartekjum fyrirtækisins í fyrra. Þá eru flestar vörur Apple framleiddar í Kína, af fyrirtækinu Foxconn. Wall Street Journal greindi frá því á miðvikudag að opinberum starfsmönnum í Kína hefði verið bannað að nota iPhone í vinnunni og í tengslum við vinnuna. Þá sagði Bloomberg News frá því í gær að bannið næði líklega einnig til starfsmanna fyrirtækja í ríkiseigu og ríkisfjármagnaðra stofnana. Nýir iPhone, iPhone 15 og iPhone 15 Pro, verða kynntir til sögunnar 12. september næstkomandi. Kínverjar hafa ekki sent frá sér neinar tilkynningar vegna fregnanna né hefur Apple svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Samkvæmt BBC hafa hlutabréf nokkurra fyrirtækja sem sjá Apple fyrir íhlutum einnig lækkað nokkuð. Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjamanna virðist vera að stigmagnast en stjórnvöld í Washington, og einni Japan og Hollandi, hafa takmarkað aðgengi Kínverja að nýrri örflögutækni. Kína brást við með því að takmarka útflutning á tveimur lykilhráefnum við framleiðslu hálfleiðara. Kína Apple Tækni Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kína er þriðji stærsti markaður Apple og taldi 18 prósent af heildartekjum fyrirtækisins í fyrra. Þá eru flestar vörur Apple framleiddar í Kína, af fyrirtækinu Foxconn. Wall Street Journal greindi frá því á miðvikudag að opinberum starfsmönnum í Kína hefði verið bannað að nota iPhone í vinnunni og í tengslum við vinnuna. Þá sagði Bloomberg News frá því í gær að bannið næði líklega einnig til starfsmanna fyrirtækja í ríkiseigu og ríkisfjármagnaðra stofnana. Nýir iPhone, iPhone 15 og iPhone 15 Pro, verða kynntir til sögunnar 12. september næstkomandi. Kínverjar hafa ekki sent frá sér neinar tilkynningar vegna fregnanna né hefur Apple svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Samkvæmt BBC hafa hlutabréf nokkurra fyrirtækja sem sjá Apple fyrir íhlutum einnig lækkað nokkuð. Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjamanna virðist vera að stigmagnast en stjórnvöld í Washington, og einni Japan og Hollandi, hafa takmarkað aðgengi Kínverja að nýrri örflögutækni. Kína brást við með því að takmarka útflutning á tveimur lykilhráefnum við framleiðslu hálfleiðara.
Kína Apple Tækni Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent