Vonaðist til að verða ekki spurð hvernig faðir sinn hefði dáið Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2023 23:31 Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, segir fordóma um sjálfsvíg enn vera til staðar. Bylgjan Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, ræddi um sjálfsvíg föður síns í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann féll frá árið 2001 þegar Arna var einungis sextán ára gömul. Tilefni viðtalsins er átakið gulur september, en markmið þess er að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. „Það er nógu og erfitt fyrir unglingsstúlku að segja að pabbi hennar hafi dáið. Það eitt er mjög erfitt eitt og sér, en það sem fylgdi alltaf á eftir þegar maður er umvafinn sextán ára krökkum: „Hvernig dó hann?“ Sú spurning var alltaf erfiðari,“ segir Arna sem bætir við að hún hafi alltaf vonast til að hún þyrfti ekki að svara umræddri spurningu. Hún segir jafnframt að skiptar skoðanir hafi verið innan fjölskyldunnar um það hvernig skyldi ræða andlátið. Sumir hafi hreinlega viljað ræða um það sem slys, því sjálfsvíg væri svo neikvætt. „Þetta var ekki eins og andlát eftir veikindi, sem sjálfsvíg er. Heldur var þetta eitthvað sem átti að skammast sín fyrir. Og þegar staðan er sú, að einhver eigi að skammast sín þá verður niðurstaðan sú að einhver beri ábyrgð á því.“ Arna var hins vegar á annari skoðun. Henni fannst mikilvægt að það væri ekki leyndarmál hvernig faðir hennar dó. Þegar hún ritaði um hann minningargrein sextán ára gömul, þá lagði hún sig fram við að taka dánarorsökina fram. Að sögn Örnu hefur mjög margt breyst á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá andlátinu. Fólk sé tilbúnara að ræða um sjálfsvíg í dag. Henni þykir mikilvægt að sú þróun haldi áfram og að umræðan verði eðlileg. Að þessu leiti líkir hún sjálfsvígsandlátum við andlát af völdum krabbameins. Til séu alls konar tegundir af krabbameini sem beri að með mismundandi hætti. Það sama megi segja um sjálfsvíg. „En það er eitthvað við sjálfsvíg sem fær fólk til að geta í einhverjar eyður og það fer að spyrja: „Nú ég hélt að það hefði verið allt í lagi þarna?“ Geðheilbrigðismál eru þannig að fólk fer að greina og hafa einhverja skoðun, en geðheilbrigðismál eru bara heilbrigðismál,“ segir Arna, sem tekur fram að fordómar um sjálfsvíg séu enn til staðar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Það er nógu og erfitt fyrir unglingsstúlku að segja að pabbi hennar hafi dáið. Það eitt er mjög erfitt eitt og sér, en það sem fylgdi alltaf á eftir þegar maður er umvafinn sextán ára krökkum: „Hvernig dó hann?“ Sú spurning var alltaf erfiðari,“ segir Arna sem bætir við að hún hafi alltaf vonast til að hún þyrfti ekki að svara umræddri spurningu. Hún segir jafnframt að skiptar skoðanir hafi verið innan fjölskyldunnar um það hvernig skyldi ræða andlátið. Sumir hafi hreinlega viljað ræða um það sem slys, því sjálfsvíg væri svo neikvætt. „Þetta var ekki eins og andlát eftir veikindi, sem sjálfsvíg er. Heldur var þetta eitthvað sem átti að skammast sín fyrir. Og þegar staðan er sú, að einhver eigi að skammast sín þá verður niðurstaðan sú að einhver beri ábyrgð á því.“ Arna var hins vegar á annari skoðun. Henni fannst mikilvægt að það væri ekki leyndarmál hvernig faðir hennar dó. Þegar hún ritaði um hann minningargrein sextán ára gömul, þá lagði hún sig fram við að taka dánarorsökina fram. Að sögn Örnu hefur mjög margt breyst á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá andlátinu. Fólk sé tilbúnara að ræða um sjálfsvíg í dag. Henni þykir mikilvægt að sú þróun haldi áfram og að umræðan verði eðlileg. Að þessu leiti líkir hún sjálfsvígsandlátum við andlát af völdum krabbameins. Til séu alls konar tegundir af krabbameini sem beri að með mismundandi hætti. Það sama megi segja um sjálfsvíg. „En það er eitthvað við sjálfsvíg sem fær fólk til að geta í einhverjar eyður og það fer að spyrja: „Nú ég hélt að það hefði verið allt í lagi þarna?“ Geðheilbrigðismál eru þannig að fólk fer að greina og hafa einhverja skoðun, en geðheilbrigðismál eru bara heilbrigðismál,“ segir Arna, sem tekur fram að fordómar um sjálfsvíg séu enn til staðar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira