Vonaðist til að verða ekki spurð hvernig faðir sinn hefði dáið Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2023 23:31 Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, segir fordóma um sjálfsvíg enn vera til staðar. Bylgjan Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, ræddi um sjálfsvíg föður síns í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann féll frá árið 2001 þegar Arna var einungis sextán ára gömul. Tilefni viðtalsins er átakið gulur september, en markmið þess er að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. „Það er nógu og erfitt fyrir unglingsstúlku að segja að pabbi hennar hafi dáið. Það eitt er mjög erfitt eitt og sér, en það sem fylgdi alltaf á eftir þegar maður er umvafinn sextán ára krökkum: „Hvernig dó hann?“ Sú spurning var alltaf erfiðari,“ segir Arna sem bætir við að hún hafi alltaf vonast til að hún þyrfti ekki að svara umræddri spurningu. Hún segir jafnframt að skiptar skoðanir hafi verið innan fjölskyldunnar um það hvernig skyldi ræða andlátið. Sumir hafi hreinlega viljað ræða um það sem slys, því sjálfsvíg væri svo neikvætt. „Þetta var ekki eins og andlát eftir veikindi, sem sjálfsvíg er. Heldur var þetta eitthvað sem átti að skammast sín fyrir. Og þegar staðan er sú, að einhver eigi að skammast sín þá verður niðurstaðan sú að einhver beri ábyrgð á því.“ Arna var hins vegar á annari skoðun. Henni fannst mikilvægt að það væri ekki leyndarmál hvernig faðir hennar dó. Þegar hún ritaði um hann minningargrein sextán ára gömul, þá lagði hún sig fram við að taka dánarorsökina fram. Að sögn Örnu hefur mjög margt breyst á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá andlátinu. Fólk sé tilbúnara að ræða um sjálfsvíg í dag. Henni þykir mikilvægt að sú þróun haldi áfram og að umræðan verði eðlileg. Að þessu leiti líkir hún sjálfsvígsandlátum við andlát af völdum krabbameins. Til séu alls konar tegundir af krabbameini sem beri að með mismundandi hætti. Það sama megi segja um sjálfsvíg. „En það er eitthvað við sjálfsvíg sem fær fólk til að geta í einhverjar eyður og það fer að spyrja: „Nú ég hélt að það hefði verið allt í lagi þarna?“ Geðheilbrigðismál eru þannig að fólk fer að greina og hafa einhverja skoðun, en geðheilbrigðismál eru bara heilbrigðismál,“ segir Arna, sem tekur fram að fordómar um sjálfsvíg séu enn til staðar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
„Það er nógu og erfitt fyrir unglingsstúlku að segja að pabbi hennar hafi dáið. Það eitt er mjög erfitt eitt og sér, en það sem fylgdi alltaf á eftir þegar maður er umvafinn sextán ára krökkum: „Hvernig dó hann?“ Sú spurning var alltaf erfiðari,“ segir Arna sem bætir við að hún hafi alltaf vonast til að hún þyrfti ekki að svara umræddri spurningu. Hún segir jafnframt að skiptar skoðanir hafi verið innan fjölskyldunnar um það hvernig skyldi ræða andlátið. Sumir hafi hreinlega viljað ræða um það sem slys, því sjálfsvíg væri svo neikvætt. „Þetta var ekki eins og andlát eftir veikindi, sem sjálfsvíg er. Heldur var þetta eitthvað sem átti að skammast sín fyrir. Og þegar staðan er sú, að einhver eigi að skammast sín þá verður niðurstaðan sú að einhver beri ábyrgð á því.“ Arna var hins vegar á annari skoðun. Henni fannst mikilvægt að það væri ekki leyndarmál hvernig faðir hennar dó. Þegar hún ritaði um hann minningargrein sextán ára gömul, þá lagði hún sig fram við að taka dánarorsökina fram. Að sögn Örnu hefur mjög margt breyst á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá andlátinu. Fólk sé tilbúnara að ræða um sjálfsvíg í dag. Henni þykir mikilvægt að sú þróun haldi áfram og að umræðan verði eðlileg. Að þessu leiti líkir hún sjálfsvígsandlátum við andlát af völdum krabbameins. Til séu alls konar tegundir af krabbameini sem beri að með mismundandi hætti. Það sama megi segja um sjálfsvíg. „En það er eitthvað við sjálfsvíg sem fær fólk til að geta í einhverjar eyður og það fer að spyrja: „Nú ég hélt að það hefði verið allt í lagi þarna?“ Geðheilbrigðismál eru þannig að fólk fer að greina og hafa einhverja skoðun, en geðheilbrigðismál eru bara heilbrigðismál,“ segir Arna, sem tekur fram að fordómar um sjálfsvíg séu enn til staðar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira