Sandra lítið spilað en er valin í landsliðið: „Stend og fell með þessari ákvörðun“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 13:45 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður Vísir/Samsett mynd Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska landsliðið í fótbolta, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild UEFA, eftir að hafa tekið markmannshanskana af hillunni og gefið kost á sér í landsliðið á ný. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist standa og falla með ákvörðuninni að taka Söndru inn í landsliðið á nýjan leik þrátt fyrir að hún hafi spilað fáa leiki undanfarið. Þorsteinn sat fyrir svörum á blaðmannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en framundan eru fyrstu tveir leikir liðsins í Þjóðadeild UEFA og var landsliðshópur Íslands fyrir þá leiki opinberaður í dag. „Mesta umræðan verður væntanlega um endurkomu Söndru,“ sagði Þorsteinn í formála áður en kom að spurningum blaðamanna á fundi dagsins og átti þar við endurkomu markvarðarins reynda, Söndru Sigurðardóttur. „Hún kemur aftur inn þrátt fyrir að vera ekki búin að spila mikið undanfarið. Síðan að ég tók við liðinu hef ég verið að reyna fjölga möguleikum okkar í markvarðarstöðunni. Cecilía hefur verið að spila stórt hlutverk hjá okkur í undankeppninni og við höfum verið að undirbúa það að hún taki við keflinu. Að sama skapi höfum við verið að undirbúa Thelmu (Ívarsdóttur, markvörð Breiðabliks) í að vera með Cecilíu í þessu. Svo meiðist Cecilía og þá stöndum við eftir með markmann með fjóra landsleiki.“ Þorsteinn segist vilja hafa Söndru með í þessu verkefni vegna reynslu hennar, þetta sé ekki lausn til framtíðar. „Ég taldi að vera betra fyrir markmennina að þeir fengju stuðning frá henni og hún væri partur af þessu. Ef við erum að fara inn í krefjandi leiki og eitthvað kemur upp á þá erum við kannski með markmenn sem eiga enga landsleiki. Það er engin draumastaða þó svo að það gæti alveg gengið. Ég vildi þó eiga þennan varnagla.“ Aðspurður enn frekar um þessa ákvörðun hafði Þorsteinn þetta að segja: „Ég vil fara inn í verkefnið með ákveðna reynslu, mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli. Þegar að maður er þjálfari þá þarf maður að taka erfiðar ákvarðanir, ég stend og fell með þessari ákvörðun. Ég hef rætt þetta við marga í kringum mig, það hefur engin sagt við mig að þetta sé röng ákvörðun hjá mér. Sandra hefur spilað þrjá leiki á yfirstandandi tímabili frá því að hún tók markmannshanskana af hillunni. Tvo með Grindavík í Lengjudeildinni og einn með Val í Bestu deild kvenna. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Þorsteinn sat fyrir svörum á blaðmannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en framundan eru fyrstu tveir leikir liðsins í Þjóðadeild UEFA og var landsliðshópur Íslands fyrir þá leiki opinberaður í dag. „Mesta umræðan verður væntanlega um endurkomu Söndru,“ sagði Þorsteinn í formála áður en kom að spurningum blaðamanna á fundi dagsins og átti þar við endurkomu markvarðarins reynda, Söndru Sigurðardóttur. „Hún kemur aftur inn þrátt fyrir að vera ekki búin að spila mikið undanfarið. Síðan að ég tók við liðinu hef ég verið að reyna fjölga möguleikum okkar í markvarðarstöðunni. Cecilía hefur verið að spila stórt hlutverk hjá okkur í undankeppninni og við höfum verið að undirbúa það að hún taki við keflinu. Að sama skapi höfum við verið að undirbúa Thelmu (Ívarsdóttur, markvörð Breiðabliks) í að vera með Cecilíu í þessu. Svo meiðist Cecilía og þá stöndum við eftir með markmann með fjóra landsleiki.“ Þorsteinn segist vilja hafa Söndru með í þessu verkefni vegna reynslu hennar, þetta sé ekki lausn til framtíðar. „Ég taldi að vera betra fyrir markmennina að þeir fengju stuðning frá henni og hún væri partur af þessu. Ef við erum að fara inn í krefjandi leiki og eitthvað kemur upp á þá erum við kannski með markmenn sem eiga enga landsleiki. Það er engin draumastaða þó svo að það gæti alveg gengið. Ég vildi þó eiga þennan varnagla.“ Aðspurður enn frekar um þessa ákvörðun hafði Þorsteinn þetta að segja: „Ég vil fara inn í verkefnið með ákveðna reynslu, mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli. Þegar að maður er þjálfari þá þarf maður að taka erfiðar ákvarðanir, ég stend og fell með þessari ákvörðun. Ég hef rætt þetta við marga í kringum mig, það hefur engin sagt við mig að þetta sé röng ákvörðun hjá mér. Sandra hefur spilað þrjá leiki á yfirstandandi tímabili frá því að hún tók markmannshanskana af hillunni. Tvo með Grindavík í Lengjudeildinni og einn með Val í Bestu deild kvenna.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti