Boðar nýja ákæru á hendur syni Biden Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2023 08:50 Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta. Hann var ákærður fyrir að standa ekki skil á 100.000 dollara í skatt og að eiga skotvopn þegar hann var í virkri fíkniefnaneyslu. AP/Julio Cortez Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins segist stefna að því að gefa út nýja ákæru á hendur Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fyrir lok þessa mánaðar. Biden hafði áður samþykkt að játa sig sekan um skatta- og skotvopnalagabrot en sáttinni var spillt í sumar. Sáttin sem Hunter Biden gerði við alríkissaksóknara í sumar snerist um vangoldna skatta og að hann hafi átt skotvopn á sama tíma og hann var í virkri neyslu fíkniefna. Allt fór hins vegar í háa loft þegar málið var á lokametrunum þegar í ljós kom að saksóknarar og verjendur Biden lögðu ekki sama skilning í hvers konar friðhelgi hann fengi frá frekari saksókn í júlí. David Weiss, saksóknarinn sem dómsmálaráðuneytið skipaði sérstakan rannsakanda í málinu, sagði í greinargerð til dómara sem var lögð fram í gær að hann ætlaði sér að fá ákærudómstól til þess að samþykkja nýja ákæru fyrir 29. september. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað standi til að ákæra. Lögmenn Biden telja að samkomulagið sem hann gerði fyrr á þessu ári bindi hendur saksóknaranna varðandi skotvopnalagabrotið. Biden hafi heiðrað þær skyldur sem voru lagðar á herðar honum. Saksóknararnir segja það samkomulag hins vegar dautt og grafið. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa lengi reynt að nota Hunter Biden og vandræðagang hans til þess að koma höggi á föður hans, Joe Biden. Þeir standa nú fyrir rannsóknum í fulltrúadeild þingsins þar sem þeir saka forsetann um að hafa hagnast á spilltum viðskiptasamningum sonar síns. Jafnvel er rætt um að repúblikanar kæri Biden fyrir embættisbrot vegna þess. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökunum repúblikana umfram að Hunter Biden hafi sjálfur reynt að hagnast á frægð og stöðu föður síns. Ekkert hefur komið fram um að Joe Biden hafi þekkt til viðskipta sonar síns, hvað þá að hann hafi verið þátttakandi í þeim. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Sáttin sem Hunter Biden gerði við alríkissaksóknara í sumar snerist um vangoldna skatta og að hann hafi átt skotvopn á sama tíma og hann var í virkri neyslu fíkniefna. Allt fór hins vegar í háa loft þegar málið var á lokametrunum þegar í ljós kom að saksóknarar og verjendur Biden lögðu ekki sama skilning í hvers konar friðhelgi hann fengi frá frekari saksókn í júlí. David Weiss, saksóknarinn sem dómsmálaráðuneytið skipaði sérstakan rannsakanda í málinu, sagði í greinargerð til dómara sem var lögð fram í gær að hann ætlaði sér að fá ákærudómstól til þess að samþykkja nýja ákæru fyrir 29. september. AP-fréttastofan segir ekki ljóst fyrir hvað standi til að ákæra. Lögmenn Biden telja að samkomulagið sem hann gerði fyrr á þessu ári bindi hendur saksóknaranna varðandi skotvopnalagabrotið. Biden hafi heiðrað þær skyldur sem voru lagðar á herðar honum. Saksóknararnir segja það samkomulag hins vegar dautt og grafið. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa lengi reynt að nota Hunter Biden og vandræðagang hans til þess að koma höggi á föður hans, Joe Biden. Þeir standa nú fyrir rannsóknum í fulltrúadeild þingsins þar sem þeir saka forsetann um að hafa hagnast á spilltum viðskiptasamningum sonar síns. Jafnvel er rætt um að repúblikanar kæri Biden fyrir embættisbrot vegna þess. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökunum repúblikana umfram að Hunter Biden hafi sjálfur reynt að hagnast á frægð og stöðu föður síns. Ekkert hefur komið fram um að Joe Biden hafi þekkt til viðskipta sonar síns, hvað þá að hann hafi verið þátttakandi í þeim.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46
Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna