Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2023 08:49 Carles Puigdemont (t.v.) og Yolanda Díaz, starfandi varaforsætisráðherra Spánar, (t.h.) þegar þau hittust í Brussel á mánudag. Hann vildi ekki útiloka að Katalónar gripu aftur til einhliða aðgerða í sjálfstæðisbaráttu sinni. Vísir/EPA Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. Pattstaða ríkis í spænskum stjórnmálum eftir þingkosningar í júlí. Hvorki hægri né vinstri blokkin náði að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi og því hafa þreyfingar um framhald á minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins og kosningabandalags vinstriflokka átt sér stað. Skili þær ekki árangri blasa við nýja kosningar, þær sjöttu frá 2015. Til þess að eiga möguleika á að endurnýja minnihlutastjórnina þurfa flokkarnir sem að henni standa að tryggja sér stuðning Saman fyrir Katalóníu, róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna. Leiðtogi hans er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem fór í útlegð eftir að hann stóð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll Spánar hefði sagt hana ólöglega árið 2017. Landsstjórnin, þá undir stjórn íhaldsmanna, tók yfir stjórn Katalóníu eftir atkvæðagreiðsluna. Fjöldi sjálfstæðissinna var í kjölfarið sóttur til saka fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hlutu sumir leiðtogar þeirra þunga fangelsisdóma. Stjórn Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, hefur veitt sumum þeirra sakaruppgjöf til þess að reyna að lægja öldurnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla ekki skilyrði fyrir viðræðum Ljóst var að Puigdemont ætlar að selja sig dýrt þegar hann hitti Yolöndu Díaz, leiðtoga vinstribandalagsins Sumar, í Brussel, þar sem hann er í útlegð, á mánudag. Skilyrði hans fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina er að öll dómsmál á hendur katalónskra sjálfstæðissinna verði felld niður og þeim veitt sakaruppgjöf. Þó að Puigdemont segði að það væri löglegt og lýðræðislegt að láta greiða atkvæði um sjálfstæði Katalóníu og það eina sem skorti væri pólitískur vilji gerði hann það ekki að skilyrði fyrir því að ræða við fulltrúa minnihlutastjórnarinnar. „Verið tilbúin fyrir kosningar en einnig fyrir samningaviðræður sem gætu endað með sögulegu samkomulag. Við höfum ekki haldið út öll þessi ár til þess eins að bjarga þinginu,“ sagði Puigdemont á blaðamannafundi í gær. Þrátt fyrir umleitanirnar í Brussel verður það Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi stærsta hægriflokksins Lýðflokksins, sem gerir fyrstu atlögu að því að mynda stjórn í atkvæðagreiðslu í þinginu 27. september. Möguleikar hans á því eru þó hverfandi þar sem Lýðflokkurinn vekur ekki máls á neinum málamiðlunum við aðskilnaðarsinna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Pattstaða ríkis í spænskum stjórnmálum eftir þingkosningar í júlí. Hvorki hægri né vinstri blokkin náði að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi og því hafa þreyfingar um framhald á minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins og kosningabandalags vinstriflokka átt sér stað. Skili þær ekki árangri blasa við nýja kosningar, þær sjöttu frá 2015. Til þess að eiga möguleika á að endurnýja minnihlutastjórnina þurfa flokkarnir sem að henni standa að tryggja sér stuðning Saman fyrir Katalóníu, róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna. Leiðtogi hans er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem fór í útlegð eftir að hann stóð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll Spánar hefði sagt hana ólöglega árið 2017. Landsstjórnin, þá undir stjórn íhaldsmanna, tók yfir stjórn Katalóníu eftir atkvæðagreiðsluna. Fjöldi sjálfstæðissinna var í kjölfarið sóttur til saka fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og hlutu sumir leiðtogar þeirra þunga fangelsisdóma. Stjórn Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, hefur veitt sumum þeirra sakaruppgjöf til þess að reyna að lægja öldurnar. Þjóðaratkvæðagreiðsla ekki skilyrði fyrir viðræðum Ljóst var að Puigdemont ætlar að selja sig dýrt þegar hann hitti Yolöndu Díaz, leiðtoga vinstribandalagsins Sumar, í Brussel, þar sem hann er í útlegð, á mánudag. Skilyrði hans fyrir stuðningi við minnihlutastjórnina er að öll dómsmál á hendur katalónskra sjálfstæðissinna verði felld niður og þeim veitt sakaruppgjöf. Þó að Puigdemont segði að það væri löglegt og lýðræðislegt að láta greiða atkvæði um sjálfstæði Katalóníu og það eina sem skorti væri pólitískur vilji gerði hann það ekki að skilyrði fyrir því að ræða við fulltrúa minnihlutastjórnarinnar. „Verið tilbúin fyrir kosningar en einnig fyrir samningaviðræður sem gætu endað með sögulegu samkomulag. Við höfum ekki haldið út öll þessi ár til þess eins að bjarga þinginu,“ sagði Puigdemont á blaðamannafundi í gær. Þrátt fyrir umleitanirnar í Brussel verður það Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi stærsta hægriflokksins Lýðflokksins, sem gerir fyrstu atlögu að því að mynda stjórn í atkvæðagreiðslu í þinginu 27. september. Möguleikar hans á því eru þó hverfandi þar sem Lýðflokkurinn vekur ekki máls á neinum málamiðlunum við aðskilnaðarsinna, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent