Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2023 18:57 Úr Þorskafirði í dag, Klæðningarflokkur Borgarverks leggur bundið slitlag á fyrsta kaflann. Borgarverk/Einar Örn Arnarson Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Þessi ellefu kílómetra kafli á leiðinni milli Þórisstaða og Hallsteinsness er einn margra áfanga í endurbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, milli Skálaness og Bjarkalundar. Verktakinn Borgarverk hófst handa við þennan verkáfanga í lok maímánaðar í fyrra, fyrir fimmtán mánuðum, eftir að nærri tuttugu ára deilum lauk um vegstæðið. Tjaran lögð út. Fjær fyrir miðri mynd má sjá hin tignarlegu Vaðalfjöll.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Kaflinn sem byrjað var að klæða í dag er 2,3 kílómetra langur, að sögn Einars Arnar Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningar hjá Borgarverki. Þessi fyrsti kafli liggur frá slitlagsenda núverandi vegar við rætur Hjallaháls og að eyðibýlinu Gröf. Enn á eftir að búa kaflann milli Grafar og Hallsteinsness undir slitlag en stefnt er að því að ljúka klæðningunni og opna veginn eigi síðar en 30. október næstkomandi. Þar með verður hægt að leggja af 336 metra háan fjallveg um Hjallaháls. Nýi vegurinn um Teigsskóg telst láglendisvegur. Fjær til vinstri glittir í nýju Þorskafjarðarbrúna.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Klæðningarflokkurinn mun einnig leggja bundið slitlag á nýjan veg um austanverðan Djúpafjörð, sex kílómetra kafla milli Hallsteinsness og Djúpadals. Hann mun tímabundið gegna hlutverki Vestfjarðavegar, eða þar til lokið verður síðustu verkþáttunum í endurnýjun þjóðvegarins um Gufudalsveit; þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Óvíst er hvenær það verður en á meðan þurfa vegfarendur að aka áfram um Ódrjúgsháls. Stefnt er að því að vegfarendur geti ekið nýja veginn um mánaðamótin október-nóvember.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Ráðamenn Vegagerðarinnar höfðu vonast til að vegagerðinni um Gufudalssveit lyki á árinu 2024, eða á næsta ári. Núgildandi samgönguáætlun reyndist hins vegar vanfjármögnuð. Drög að nýrri samgönguáætlun, sem innviðaráðherra kynnti í vor, miða við að verklokum seinki um þrjú ár og að þau verði á árinu 2027. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar af framvindu verksins: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í maí í fyrra af upphafi verksins: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. 18. júlí 2023 23:33 Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. 31. maí 2022 22:30 Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira
Þessi ellefu kílómetra kafli á leiðinni milli Þórisstaða og Hallsteinsness er einn margra áfanga í endurbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, milli Skálaness og Bjarkalundar. Verktakinn Borgarverk hófst handa við þennan verkáfanga í lok maímánaðar í fyrra, fyrir fimmtán mánuðum, eftir að nærri tuttugu ára deilum lauk um vegstæðið. Tjaran lögð út. Fjær fyrir miðri mynd má sjá hin tignarlegu Vaðalfjöll.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Kaflinn sem byrjað var að klæða í dag er 2,3 kílómetra langur, að sögn Einars Arnar Arnarsonar, sviðsstjóra klæðningar hjá Borgarverki. Þessi fyrsti kafli liggur frá slitlagsenda núverandi vegar við rætur Hjallaháls og að eyðibýlinu Gröf. Enn á eftir að búa kaflann milli Grafar og Hallsteinsness undir slitlag en stefnt er að því að ljúka klæðningunni og opna veginn eigi síðar en 30. október næstkomandi. Þar með verður hægt að leggja af 336 metra háan fjallveg um Hjallaháls. Nýi vegurinn um Teigsskóg telst láglendisvegur. Fjær til vinstri glittir í nýju Þorskafjarðarbrúna.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Klæðningarflokkurinn mun einnig leggja bundið slitlag á nýjan veg um austanverðan Djúpafjörð, sex kílómetra kafla milli Hallsteinsness og Djúpadals. Hann mun tímabundið gegna hlutverki Vestfjarðavegar, eða þar til lokið verður síðustu verkþáttunum í endurnýjun þjóðvegarins um Gufudalsveit; þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Óvíst er hvenær það verður en á meðan þurfa vegfarendur að aka áfram um Ódrjúgsháls. Stefnt er að því að vegfarendur geti ekið nýja veginn um mánaðamótin október-nóvember.Borgarverk/Einar Örn Arnarson Ráðamenn Vegagerðarinnar höfðu vonast til að vegagerðinni um Gufudalssveit lyki á árinu 2024, eða á næsta ári. Núgildandi samgönguáætlun reyndist hins vegar vanfjármögnuð. Drög að nýrri samgönguáætlun, sem innviðaráðherra kynnti í vor, miða við að verklokum seinki um þrjú ár og að þau verði á árinu 2027. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar af framvindu verksins: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í maí í fyrra af upphafi verksins:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. 18. júlí 2023 23:33 Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. 31. maí 2022 22:30 Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira
Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. 18. júlí 2023 23:33
Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11
Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41
Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. 31. maí 2022 22:30
Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. 30. maí 2022 23:23