Björk gefur út ævintýralegt myndband Íris Hauksdóttir skrifar 6. september 2023 13:44 Björk Guðmundsdóttir gaf út ævintýralegt tónlistarmyndband. Getty Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon. Myndbandið þróar áfram heiminn sem Björk skapaði í kringum plötuna Fossora. Í Victimhood skoðar Björk sjálfsvorkunn, fórnir og mæðraveldisumhyggju með hliðsjón af erkitýpum Jungs í melankólískri stemmningu sem breiðir smátt og smátt úr sér í gegnum skörðótt rafhljóð, þokulúðralegar klarínettur og marglaga raddanir. Töfrandi persónur með djúpa merkingu „Það má segja að ég búi yfir einhverskonar tálsýnis hugmynd af sjálfri mér sem bjartsýnismanneskju,“ segir Björk og bætir við að mikilvægt sé þó að vera trú raunveruleikanum. Þrátt fyrir ævintýralegt útlit myndbandsins segir Björk það mikilvægt að vera trú raunveruleikanum. Santiago Felipe „Það er flóknara að ná í skottið á sjálfsvorkun ef þú ert bjartsýn. Stundum verður það hlutverk kvenna, að takast á við tilfinningalega vinnu og að hreinsa geðið, og ef það eru dimmir skuggar eða öfl umbreytum við þeim í góða orku fyrir aðra fjölskyldumeðlimi svo þeir þurfi ekki að takast á við það, við sjáum um það. En það er líka undarlegur fórnarlambs hattur, þú ákveður að gera þessa vinnu en enginn bað þig um það. Kannski er það einmitt þar sem húmorinn kemur inn. Það er mjög áhugavert. Ég bara elska þetta málverk svo mikið. Þessar persónur eru svo töfrandi, þær hafa svo djúpa, djúpa merkingu fyrir mig.“ View this post on Instagram A post shared by Assoc of Independent Music (@aim_uk) Gat ekki gleymt þessu lagi Gabríela, annar leikstjóri myndbandsins, segist sömuleiðis vera hugfangna af laginu. „Ég gat ekki gleymt því, mig meira að segja dreymdi það. Frá fyrstu hlustun fann ég fyrir sterkri tengingu við lagið sem horfist í augu við þætti sem ég velti oft fyrir mér. Björk segir erfiðara að ná í skottið á sjálfsvorkun verandi bjartsýnn.Santiago Felipe Það fjallar um sjálfsvorkunn og hversu fáránleg þú varst eða fyndin þú varst í ákveðnum kringumstæðum, eða á skrítnum stað þar sem þú áttir í erfiðleikum, og síðan horfistu í augu við sjálfið. Í stað þess að benda alltaf á einhvern annan. Það er svo gott að enduruppgötva sjálfa sig. Að brjótast í gegnum steypta grímu af ákveðinni tilfinningu frá ákveðnum tíma. Ég held að það fyrir finnist einhvers konar ljóð um mannlegar kringum stæður í textanum sem býður alla velkomna. Ég held að allir geti sett sig í þau spor.“ Lagið er sem fyrr segir að finna á síðustu breiðskífu Bjarkar, Fossora. Platan hlaut tilnefningu til Grammy verðlaunanna og er nefnd ein af bestu plötum ársins af The New York Times og Pitchfork. Myndbandið má finna hér fyrir neðan. Tónlist Björk Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Sjá meira
Myndbandið þróar áfram heiminn sem Björk skapaði í kringum plötuna Fossora. Í Victimhood skoðar Björk sjálfsvorkunn, fórnir og mæðraveldisumhyggju með hliðsjón af erkitýpum Jungs í melankólískri stemmningu sem breiðir smátt og smátt úr sér í gegnum skörðótt rafhljóð, þokulúðralegar klarínettur og marglaga raddanir. Töfrandi persónur með djúpa merkingu „Það má segja að ég búi yfir einhverskonar tálsýnis hugmynd af sjálfri mér sem bjartsýnismanneskju,“ segir Björk og bætir við að mikilvægt sé þó að vera trú raunveruleikanum. Þrátt fyrir ævintýralegt útlit myndbandsins segir Björk það mikilvægt að vera trú raunveruleikanum. Santiago Felipe „Það er flóknara að ná í skottið á sjálfsvorkun ef þú ert bjartsýn. Stundum verður það hlutverk kvenna, að takast á við tilfinningalega vinnu og að hreinsa geðið, og ef það eru dimmir skuggar eða öfl umbreytum við þeim í góða orku fyrir aðra fjölskyldumeðlimi svo þeir þurfi ekki að takast á við það, við sjáum um það. En það er líka undarlegur fórnarlambs hattur, þú ákveður að gera þessa vinnu en enginn bað þig um það. Kannski er það einmitt þar sem húmorinn kemur inn. Það er mjög áhugavert. Ég bara elska þetta málverk svo mikið. Þessar persónur eru svo töfrandi, þær hafa svo djúpa, djúpa merkingu fyrir mig.“ View this post on Instagram A post shared by Assoc of Independent Music (@aim_uk) Gat ekki gleymt þessu lagi Gabríela, annar leikstjóri myndbandsins, segist sömuleiðis vera hugfangna af laginu. „Ég gat ekki gleymt því, mig meira að segja dreymdi það. Frá fyrstu hlustun fann ég fyrir sterkri tengingu við lagið sem horfist í augu við þætti sem ég velti oft fyrir mér. Björk segir erfiðara að ná í skottið á sjálfsvorkun verandi bjartsýnn.Santiago Felipe Það fjallar um sjálfsvorkunn og hversu fáránleg þú varst eða fyndin þú varst í ákveðnum kringumstæðum, eða á skrítnum stað þar sem þú áttir í erfiðleikum, og síðan horfistu í augu við sjálfið. Í stað þess að benda alltaf á einhvern annan. Það er svo gott að enduruppgötva sjálfa sig. Að brjótast í gegnum steypta grímu af ákveðinni tilfinningu frá ákveðnum tíma. Ég held að það fyrir finnist einhvers konar ljóð um mannlegar kringum stæður í textanum sem býður alla velkomna. Ég held að allir geti sett sig í þau spor.“ Lagið er sem fyrr segir að finna á síðustu breiðskífu Bjarkar, Fossora. Platan hlaut tilnefningu til Grammy verðlaunanna og er nefnd ein af bestu plötum ársins af The New York Times og Pitchfork. Myndbandið má finna hér fyrir neðan.
Tónlist Björk Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Sjá meira