Björk gefur út ævintýralegt myndband Íris Hauksdóttir skrifar 6. september 2023 13:44 Björk Guðmundsdóttir gaf út ævintýralegt tónlistarmyndband. Getty Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon. Myndbandið þróar áfram heiminn sem Björk skapaði í kringum plötuna Fossora. Í Victimhood skoðar Björk sjálfsvorkunn, fórnir og mæðraveldisumhyggju með hliðsjón af erkitýpum Jungs í melankólískri stemmningu sem breiðir smátt og smátt úr sér í gegnum skörðótt rafhljóð, þokulúðralegar klarínettur og marglaga raddanir. Töfrandi persónur með djúpa merkingu „Það má segja að ég búi yfir einhverskonar tálsýnis hugmynd af sjálfri mér sem bjartsýnismanneskju,“ segir Björk og bætir við að mikilvægt sé þó að vera trú raunveruleikanum. Þrátt fyrir ævintýralegt útlit myndbandsins segir Björk það mikilvægt að vera trú raunveruleikanum. Santiago Felipe „Það er flóknara að ná í skottið á sjálfsvorkun ef þú ert bjartsýn. Stundum verður það hlutverk kvenna, að takast á við tilfinningalega vinnu og að hreinsa geðið, og ef það eru dimmir skuggar eða öfl umbreytum við þeim í góða orku fyrir aðra fjölskyldumeðlimi svo þeir þurfi ekki að takast á við það, við sjáum um það. En það er líka undarlegur fórnarlambs hattur, þú ákveður að gera þessa vinnu en enginn bað þig um það. Kannski er það einmitt þar sem húmorinn kemur inn. Það er mjög áhugavert. Ég bara elska þetta málverk svo mikið. Þessar persónur eru svo töfrandi, þær hafa svo djúpa, djúpa merkingu fyrir mig.“ View this post on Instagram A post shared by Assoc of Independent Music (@aim_uk) Gat ekki gleymt þessu lagi Gabríela, annar leikstjóri myndbandsins, segist sömuleiðis vera hugfangna af laginu. „Ég gat ekki gleymt því, mig meira að segja dreymdi það. Frá fyrstu hlustun fann ég fyrir sterkri tengingu við lagið sem horfist í augu við þætti sem ég velti oft fyrir mér. Björk segir erfiðara að ná í skottið á sjálfsvorkun verandi bjartsýnn.Santiago Felipe Það fjallar um sjálfsvorkunn og hversu fáránleg þú varst eða fyndin þú varst í ákveðnum kringumstæðum, eða á skrítnum stað þar sem þú áttir í erfiðleikum, og síðan horfistu í augu við sjálfið. Í stað þess að benda alltaf á einhvern annan. Það er svo gott að enduruppgötva sjálfa sig. Að brjótast í gegnum steypta grímu af ákveðinni tilfinningu frá ákveðnum tíma. Ég held að það fyrir finnist einhvers konar ljóð um mannlegar kringum stæður í textanum sem býður alla velkomna. Ég held að allir geti sett sig í þau spor.“ Lagið er sem fyrr segir að finna á síðustu breiðskífu Bjarkar, Fossora. Platan hlaut tilnefningu til Grammy verðlaunanna og er nefnd ein af bestu plötum ársins af The New York Times og Pitchfork. Myndbandið má finna hér fyrir neðan. Tónlist Björk Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira
Myndbandið þróar áfram heiminn sem Björk skapaði í kringum plötuna Fossora. Í Victimhood skoðar Björk sjálfsvorkunn, fórnir og mæðraveldisumhyggju með hliðsjón af erkitýpum Jungs í melankólískri stemmningu sem breiðir smátt og smátt úr sér í gegnum skörðótt rafhljóð, þokulúðralegar klarínettur og marglaga raddanir. Töfrandi persónur með djúpa merkingu „Það má segja að ég búi yfir einhverskonar tálsýnis hugmynd af sjálfri mér sem bjartsýnismanneskju,“ segir Björk og bætir við að mikilvægt sé þó að vera trú raunveruleikanum. Þrátt fyrir ævintýralegt útlit myndbandsins segir Björk það mikilvægt að vera trú raunveruleikanum. Santiago Felipe „Það er flóknara að ná í skottið á sjálfsvorkun ef þú ert bjartsýn. Stundum verður það hlutverk kvenna, að takast á við tilfinningalega vinnu og að hreinsa geðið, og ef það eru dimmir skuggar eða öfl umbreytum við þeim í góða orku fyrir aðra fjölskyldumeðlimi svo þeir þurfi ekki að takast á við það, við sjáum um það. En það er líka undarlegur fórnarlambs hattur, þú ákveður að gera þessa vinnu en enginn bað þig um það. Kannski er það einmitt þar sem húmorinn kemur inn. Það er mjög áhugavert. Ég bara elska þetta málverk svo mikið. Þessar persónur eru svo töfrandi, þær hafa svo djúpa, djúpa merkingu fyrir mig.“ View this post on Instagram A post shared by Assoc of Independent Music (@aim_uk) Gat ekki gleymt þessu lagi Gabríela, annar leikstjóri myndbandsins, segist sömuleiðis vera hugfangna af laginu. „Ég gat ekki gleymt því, mig meira að segja dreymdi það. Frá fyrstu hlustun fann ég fyrir sterkri tengingu við lagið sem horfist í augu við þætti sem ég velti oft fyrir mér. Björk segir erfiðara að ná í skottið á sjálfsvorkun verandi bjartsýnn.Santiago Felipe Það fjallar um sjálfsvorkunn og hversu fáránleg þú varst eða fyndin þú varst í ákveðnum kringumstæðum, eða á skrítnum stað þar sem þú áttir í erfiðleikum, og síðan horfistu í augu við sjálfið. Í stað þess að benda alltaf á einhvern annan. Það er svo gott að enduruppgötva sjálfa sig. Að brjótast í gegnum steypta grímu af ákveðinni tilfinningu frá ákveðnum tíma. Ég held að það fyrir finnist einhvers konar ljóð um mannlegar kringum stæður í textanum sem býður alla velkomna. Ég held að allir geti sett sig í þau spor.“ Lagið er sem fyrr segir að finna á síðustu breiðskífu Bjarkar, Fossora. Platan hlaut tilnefningu til Grammy verðlaunanna og er nefnd ein af bestu plötum ársins af The New York Times og Pitchfork. Myndbandið má finna hér fyrir neðan.
Tónlist Björk Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjá meira