Lífið

Hjálpuðu Reyni að gera hina fullkomnu piparsveinaíbúð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Reynir Ómarsson var sannarlega ánægður með niðurstöðuna.
Reynir Ómarsson var sannarlega ánægður með niðurstöðuna.

Í síðustu viku hóf göngu sína ný þáttaröð af heimilis- og lífstílsþættinum Bætt um betur á Stöð 2.

Í þáttunum aðstoða innanhússarkitektarnir Ragnar Sigurðsson og Hanna aðstoða fólk sem langar að breyta til heima hjá sér og vantar góð ráð frá fagfólki.

Að þessu sinni var litið við hjá Reyni Ómarssyni sem býr í tveggja hæða smekklegri íbúð með miklum möguleikum.

Reynir hafði aftur á móti verið sjálfur í framkvæmdum og hvert óhappið á fætur öðru tafði verkefnið en ítrekað kom upp leki í eigninni og því varð að taka margt í gegn frá a-ö.

Markmið Ragnars og Hönnu var að aðstoða hann að gera hina fullkomnu piparsveinaíbúð sem átti í raun að líta út eins og hótelsvíta. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Hjálpuðu Reyni að gera hina fullkomnu piparsveinaíbúð





Fleiri fréttir

Sjá meira


×