Ökumaður Ferrari þakklátur lögreglu eftir óhugnanlega reynslu Aron Guðmundsson skrifar 5. september 2023 10:31 Carlos Sainz tryggði sér sæti á verðlaunapalli í Monza kappakstrinum um nýliðna helgi. Vísir/EPA Carlos Sainz, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari er þakklátur lögreglunni í Mílanó á Ítalíu fyrir skjót viðbrögð er þjófar gerðu tilraun til þess að stela úri ökumannsins. Greint er frá málinu á vef BBC en þar segir að Sainz, ásamt lífverði hans, hafi elt uppi þjófana sem höfðu í fórum sínum úr Spánverjans sem er verðmetið á að minnsta kosti 300 þúsund evrur, því sem jafngildir rúmum 43 milljónum íslenskra króna. Skjót viðbrögð lögreglu borgarinnar sáu til þess að það tókst að hafa upp á þjófunum og hefur úrið nú skilað sér aftur til Sainz sem hefur heldur betur átt viðburðaríka daga undanfarið. Á laugardaginn síðastliðinn vann hann sér inn rásspól í Monza kappakstrinum, á heimavelli Ferrari á Ítalíu, með því að setja hraðasta hring í tímatökum. Í keppninni sjálfri endaði hann svo á verðlaunapalli, kom í mark á eftir Red Bull Racing ökumönnunum Max Verstappen og Sergio Perez eftir mikla baráttu við liðsfélaga sinn hjá Ferrari, Charles Leclerc. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Greint er frá málinu á vef BBC en þar segir að Sainz, ásamt lífverði hans, hafi elt uppi þjófana sem höfðu í fórum sínum úr Spánverjans sem er verðmetið á að minnsta kosti 300 þúsund evrur, því sem jafngildir rúmum 43 milljónum íslenskra króna. Skjót viðbrögð lögreglu borgarinnar sáu til þess að það tókst að hafa upp á þjófunum og hefur úrið nú skilað sér aftur til Sainz sem hefur heldur betur átt viðburðaríka daga undanfarið. Á laugardaginn síðastliðinn vann hann sér inn rásspól í Monza kappakstrinum, á heimavelli Ferrari á Ítalíu, með því að setja hraðasta hring í tímatökum. Í keppninni sjálfri endaði hann svo á verðlaunapalli, kom í mark á eftir Red Bull Racing ökumönnunum Max Verstappen og Sergio Perez eftir mikla baráttu við liðsfélaga sinn hjá Ferrari, Charles Leclerc.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira