Segir það skrípaleik að halda fram að hvalveiðar fari fram með hertum skilyrðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 09:39 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata gefur lítið fyrir hert skilyrði Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hvalveiðar. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Pírata segir fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum. Reglugerð með hertum skilyrðum taki ekki gildi fyrr en 18. september, sem sé til marks um pólitískan skrípaleik Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hert skilyrði fyrir hvalveiðum tekur gildi 18. september en veiðitímabilið hófst í gær. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 liggja nú við bryggju í Reykjavík en samkvæmt áætlun Faxaflóahafna sigla skipin úr höfn á hádegi á morgun. Þingflokksformaður Pírata segir reglugerðina ekki taka gildi nógu snemma. „Frásögn Svandísar um að hún sé að heimila hvalveiðar aftur með skilyrðum er ekki allskostar rétt að því leytinu til að meira en helmingurinn af þessu tímabili sem Hvalur á eftir til að veiða verður án skilyrða. Þetta er einhvers konar skrípaleikur að halda því fram að það sé verið að herða skilyrði þegar það á ekki við megnið af tímanum sem Hvalur getur verið að veiða,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þing hefst aftur eftir tvær vikur og telja Píratar fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman, ekki bara vegna hvalveiðimálsins. „Við teljum fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman og höfum raunar kallað eftir því áður. Ekki bara útaf ástandi vegna hvalveiða heldur líka stöðunni í efnahagsmálum, framkomu við flóttafólk og ýmislegt annað sem þingið þarf að ræða sem allra fyrst.“ Stjórnarandstaðan fór fram á það í sumar að þing yrði kallað saman vegna ýmissa mála sem hún taldi þurfa að ræða á þeim vettvangi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varð ekki við þeirri kröfu en annað hvort þarf forsætisráðherra að kalla þingið saman eða meirihluti þess að krefjast þingfundar. „Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á því að kalla þing saman. Það er alveg skýrt að þau vilja komast hjá því eins lengi og mögulegt er. Þannig að ég tel mjög litlar líkur á að það beri árangur.“ Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Sjávarútvegur Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00 Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hert skilyrði fyrir hvalveiðum tekur gildi 18. september en veiðitímabilið hófst í gær. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 liggja nú við bryggju í Reykjavík en samkvæmt áætlun Faxaflóahafna sigla skipin úr höfn á hádegi á morgun. Þingflokksformaður Pírata segir reglugerðina ekki taka gildi nógu snemma. „Frásögn Svandísar um að hún sé að heimila hvalveiðar aftur með skilyrðum er ekki allskostar rétt að því leytinu til að meira en helmingurinn af þessu tímabili sem Hvalur á eftir til að veiða verður án skilyrða. Þetta er einhvers konar skrípaleikur að halda því fram að það sé verið að herða skilyrði þegar það á ekki við megnið af tímanum sem Hvalur getur verið að veiða,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þing hefst aftur eftir tvær vikur og telja Píratar fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman, ekki bara vegna hvalveiðimálsins. „Við teljum fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman og höfum raunar kallað eftir því áður. Ekki bara útaf ástandi vegna hvalveiða heldur líka stöðunni í efnahagsmálum, framkomu við flóttafólk og ýmislegt annað sem þingið þarf að ræða sem allra fyrst.“ Stjórnarandstaðan fór fram á það í sumar að þing yrði kallað saman vegna ýmissa mála sem hún taldi þurfa að ræða á þeim vettvangi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varð ekki við þeirri kröfu en annað hvort þarf forsætisráðherra að kalla þingið saman eða meirihluti þess að krefjast þingfundar. „Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á því að kalla þing saman. Það er alveg skýrt að þau vilja komast hjá því eins lengi og mögulegt er. Þannig að ég tel mjög litlar líkur á að það beri árangur.“
Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Sjávarútvegur Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00 Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58
Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00
Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08