Handbolti

Góðir sigrar hjá Ís­lendinga­liðunum í Dan­mörku

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Ásgeirsson og félagar unnu frábæran sigur.
Elvar Ásgeirsson og félagar unnu frábæran sigur. Ribe-Esbjerg

Dagurinn var góður fyrir Íslendingaliðin í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Fredericia og Ribe-Esbjerg unnu bæði sína leiki.

Ribe-Esbjerg gerði sér lítið fyrir og vann GOG á útivelli með þriggja marka mun, lokatölur 26-29. Ágúst Elí Björgvinsson varði eitt skot af fimm í markinu og þá skoraði Elvar Ásgeirsson eitt mark úr fjórum skotum.

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia unnu góðan fjögurra marka sigur á Bjerringbro-Silkeborg, lokatölur 30-26. Einar Þorsteinn Ólafsson var ekki í leikmannahóp Fredericia.

Um var að ræða fyrstu umferð deildarinnar og því öll lið með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×