Blikar hefja leik í Ísrael og enda í Póllandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2023 11:01 Breiðablik hefur leik í Sambandsdeildinni í Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti leikur Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu fer fram í Tel Aviv í Ísrael er liðið heimsækir Maccabi Tel Aviv síðar í þessum mánuði. Dregið var í riðla Sambandsdeildarinnar í gær og þá varð ljóst að Breiðablik mun leika í B-riðli með Gent frá Belgíu og Zorya Luhansk frá Úkraínu ásamt Maccabi Tel Aviv. Zorya Luhansk leikur heimaleiki sína að öllum líkindum í Lublin í Póllandi. Riðlakeppnin hefst þann 21. september næstkomandi og verður svo leikið annan til þriðja hvern fimmtudag þar til riðlakeppninni líkur þann 14. desember. Ljóst er að Breiðabliks bíða nóg af ferðalögum á næstu mánuðum, sérstaklega ef liðið þarf að leika heimaleiki sína erlendis. Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem getur talist löglegur í Sambandsdeild Evrópu og alls óvíst hvernig ástandi hann verður í þegar jólin fara að nálgast. Ekki náðist í Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóra Breiðabliks, við vinnslu fréttarinnar. Blikar þurftu að vera komnir með leikstað á hreint í gær og bíðum við enn eftir fréttum af því hvar liðið mun leika heimaleiki sína. Fyrsti leikur Breiðabliks í riðlakeppninni er gegn Maccabi Tel Aviv í Ísrael þann 21. september eins og áður segir, áður en liðið tekur á móti Zorya Luhansk í sínum fyrsta heimaleik þann 5. október, hvar svo sem það verður. Liðið ferðast svo til Belgíu þann 26. október þar sem liðið mætir Gent, en síðasti útileikurinn er gegn Zorya Luhansk þann 14. desember. Leikjaniðurröðunina má sjá hér fyrir neðan. 21. september: Maccabi Tel Aviv - Breiðablik 5. október: Breiðablik - Zorya Luhansk 26. október: Gent - Breiðablik 9. nóvember: Breiðablik - Gent 30. nóvember: Breiðablik - Maccabi Tel Aviv 14. desember: Zorya Luhansk - Breiðablik Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Dregið var í riðla Sambandsdeildarinnar í gær og þá varð ljóst að Breiðablik mun leika í B-riðli með Gent frá Belgíu og Zorya Luhansk frá Úkraínu ásamt Maccabi Tel Aviv. Zorya Luhansk leikur heimaleiki sína að öllum líkindum í Lublin í Póllandi. Riðlakeppnin hefst þann 21. september næstkomandi og verður svo leikið annan til þriðja hvern fimmtudag þar til riðlakeppninni líkur þann 14. desember. Ljóst er að Breiðabliks bíða nóg af ferðalögum á næstu mánuðum, sérstaklega ef liðið þarf að leika heimaleiki sína erlendis. Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem getur talist löglegur í Sambandsdeild Evrópu og alls óvíst hvernig ástandi hann verður í þegar jólin fara að nálgast. Ekki náðist í Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóra Breiðabliks, við vinnslu fréttarinnar. Blikar þurftu að vera komnir með leikstað á hreint í gær og bíðum við enn eftir fréttum af því hvar liðið mun leika heimaleiki sína. Fyrsti leikur Breiðabliks í riðlakeppninni er gegn Maccabi Tel Aviv í Ísrael þann 21. september eins og áður segir, áður en liðið tekur á móti Zorya Luhansk í sínum fyrsta heimaleik þann 5. október, hvar svo sem það verður. Liðið ferðast svo til Belgíu þann 26. október þar sem liðið mætir Gent, en síðasti útileikurinn er gegn Zorya Luhansk þann 14. desember. Leikjaniðurröðunina má sjá hér fyrir neðan. 21. september: Maccabi Tel Aviv - Breiðablik 5. október: Breiðablik - Zorya Luhansk 26. október: Gent - Breiðablik 9. nóvember: Breiðablik - Gent 30. nóvember: Breiðablik - Maccabi Tel Aviv 14. desember: Zorya Luhansk - Breiðablik
21. september: Maccabi Tel Aviv - Breiðablik 5. október: Breiðablik - Zorya Luhansk 26. október: Gent - Breiðablik 9. nóvember: Breiðablik - Gent 30. nóvember: Breiðablik - Maccabi Tel Aviv 14. desember: Zorya Luhansk - Breiðablik
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira