Egypski auðkýfingurinn Al Fayed látinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. september 2023 21:57 Mohammed al-Fayed. visir Egypski auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed, sem var meðal annars eigandi Harrods verslunarinnar og enska knattspyrnuliðslins Fulham FC, er látinn 94 ára að aldri. Al Fayed lætur lífið rétt rúmlega 26 árum eftir að sonur hans Dodi Fayed og Díana prinsessa fórust í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. Fayed hélt því fram að dauði þeirra hafi verið skipulagður af bresku leyniþjónustunni. Fayed fæddist í Alexandríu árið 1929 og stofnaði ungur flutningafyrirtæki áður en hann tók að sér ráðgjöf fyrir soldán Brúnei. Á áttunda áratugnum flutti hann til Bretlands þar sem hann náði eftirtektaverðum árangri í viðskiptalífi Lundúna. Árið 1985 eignaðist hann deildaverslunina Harrods sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópuálfu. Eignarhaldinu hélt hann til ársins 2010 þegar eignarhaldsfélag á vegum katarska ríkisins keypti Harrods fyrir 1,5 milljarða punda eða sem svarar til rúmlega 280 milljarða króna. Þá eignaðist hann ásamt bróður sínum Ritz hótelið árið 1979. Árið 1997 keypti Fayed enska knattspyrnuliðið Fulham FC fyrir 6,25 milljónir sterlingspunda og bauð poppgoðsögninni Michael Jackson á leik á heimavelli liðsins Craven Cottage tveimur árum síðar. Heimsóknin vakti mikla athygli og í kjölfar andláts Jackson árið 2010 lét Fayed reisa styttu af goðsögninni fyrir utan heimavöll liðsins. Styttan vakti ekki beint lukku meðal stuðningsmanna og var tekin niður þegar milljarðaræringurinn Shahid Khan keypti félagið af Fayed árið 2013. Fayed hefur lengi verið áberandi í viðskiptalífi Bretlands en ævi hans var ekki laus við hneykslismál. Árið 1994 komst upp um mútugreiðslur Fayeds til breskra þingmanna sem höfðu þegið mútur gegn því að spyrja ákveðinna spurninga á breska þinginu. Leiddi hneykslismálið til afsagnar tveggja þingmanna. Eins og áður segir var Fayed faðir Dodi Fayed sem átti í ástarsambandi við Díönu prinsessu í nokkra mánuði áður en þau fórust bæði í bílslysinu fræga í París árið 1997. Fayed hélt því staðfastlega fram í kjölfar slyssins að það hafi átt sér stað með atbeina bresku leyniþjónustunnar. Því hefur verið hafnað af frönskum lögregluyfirvöldum. Hann dró sig úr sviðsljósinu síðustu ár ævi sinnar. „Hann naut sín í ellinni innan um ástvini sína. Fjölskyldan óskar þess að friðhelgi einkalífs þeirra sé virt,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Bretland Andlát Egyptaland Enski boltinn Tengdar fréttir Al Fayed: Hodgson notfærði sér félagið Mohamed Al Fayed, eigandi Fulham, segir að Roy Hodgson hafi nýtt sér félagið til að koma sér áfram í knattspyrnuheiminum. 4. ágúst 2010 10:15 Aldarfjórðungur frá dauða Díönu Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í frönsku höfuðborginni París, þá 36 ára gömul. Bresku prinsarnir Vilhjálmur og Harry munu verja deginum sitt í hvoru lagi, en þeir hafa vanalega komið saman á þessum degi til að minnast móður sinnar. 31. ágúst 2022 09:28 Harrods rauf milljarðs punda múrinn í fyrra Hin þekkta stórverslun Harrods í London rauf milljarðs punda múrinn á síðasta ári. Veltan í versluninni fór yfir milljarð punda eða 187 milljarða kr. Þetta er mesta veltan hjá stakri verslun í Bretlandi í sögunni. 24. janúar 2011 10:13 Dauði Díönu var manndráp af gáleysi Kviðdómur í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði hennar hafi verið morð af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri paparazzi ljósmyndara og einkabílstjóra hennar. 7. apríl 2008 15:50 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Dónatal í desember Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira
Fayed fæddist í Alexandríu árið 1929 og stofnaði ungur flutningafyrirtæki áður en hann tók að sér ráðgjöf fyrir soldán Brúnei. Á áttunda áratugnum flutti hann til Bretlands þar sem hann náði eftirtektaverðum árangri í viðskiptalífi Lundúna. Árið 1985 eignaðist hann deildaverslunina Harrods sem er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópuálfu. Eignarhaldinu hélt hann til ársins 2010 þegar eignarhaldsfélag á vegum katarska ríkisins keypti Harrods fyrir 1,5 milljarða punda eða sem svarar til rúmlega 280 milljarða króna. Þá eignaðist hann ásamt bróður sínum Ritz hótelið árið 1979. Árið 1997 keypti Fayed enska knattspyrnuliðið Fulham FC fyrir 6,25 milljónir sterlingspunda og bauð poppgoðsögninni Michael Jackson á leik á heimavelli liðsins Craven Cottage tveimur árum síðar. Heimsóknin vakti mikla athygli og í kjölfar andláts Jackson árið 2010 lét Fayed reisa styttu af goðsögninni fyrir utan heimavöll liðsins. Styttan vakti ekki beint lukku meðal stuðningsmanna og var tekin niður þegar milljarðaræringurinn Shahid Khan keypti félagið af Fayed árið 2013. Fayed hefur lengi verið áberandi í viðskiptalífi Bretlands en ævi hans var ekki laus við hneykslismál. Árið 1994 komst upp um mútugreiðslur Fayeds til breskra þingmanna sem höfðu þegið mútur gegn því að spyrja ákveðinna spurninga á breska þinginu. Leiddi hneykslismálið til afsagnar tveggja þingmanna. Eins og áður segir var Fayed faðir Dodi Fayed sem átti í ástarsambandi við Díönu prinsessu í nokkra mánuði áður en þau fórust bæði í bílslysinu fræga í París árið 1997. Fayed hélt því staðfastlega fram í kjölfar slyssins að það hafi átt sér stað með atbeina bresku leyniþjónustunnar. Því hefur verið hafnað af frönskum lögregluyfirvöldum. Hann dró sig úr sviðsljósinu síðustu ár ævi sinnar. „Hann naut sín í ellinni innan um ástvini sína. Fjölskyldan óskar þess að friðhelgi einkalífs þeirra sé virt,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar.
Bretland Andlát Egyptaland Enski boltinn Tengdar fréttir Al Fayed: Hodgson notfærði sér félagið Mohamed Al Fayed, eigandi Fulham, segir að Roy Hodgson hafi nýtt sér félagið til að koma sér áfram í knattspyrnuheiminum. 4. ágúst 2010 10:15 Aldarfjórðungur frá dauða Díönu Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í frönsku höfuðborginni París, þá 36 ára gömul. Bresku prinsarnir Vilhjálmur og Harry munu verja deginum sitt í hvoru lagi, en þeir hafa vanalega komið saman á þessum degi til að minnast móður sinnar. 31. ágúst 2022 09:28 Harrods rauf milljarðs punda múrinn í fyrra Hin þekkta stórverslun Harrods í London rauf milljarðs punda múrinn á síðasta ári. Veltan í versluninni fór yfir milljarð punda eða 187 milljarða kr. Þetta er mesta veltan hjá stakri verslun í Bretlandi í sögunni. 24. janúar 2011 10:13 Dauði Díönu var manndráp af gáleysi Kviðdómur í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði hennar hafi verið morð af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri paparazzi ljósmyndara og einkabílstjóra hennar. 7. apríl 2008 15:50 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Dónatal í desember Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira
Al Fayed: Hodgson notfærði sér félagið Mohamed Al Fayed, eigandi Fulham, segir að Roy Hodgson hafi nýtt sér félagið til að koma sér áfram í knattspyrnuheiminum. 4. ágúst 2010 10:15
Aldarfjórðungur frá dauða Díönu Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í frönsku höfuðborginni París, þá 36 ára gömul. Bresku prinsarnir Vilhjálmur og Harry munu verja deginum sitt í hvoru lagi, en þeir hafa vanalega komið saman á þessum degi til að minnast móður sinnar. 31. ágúst 2022 09:28
Harrods rauf milljarðs punda múrinn í fyrra Hin þekkta stórverslun Harrods í London rauf milljarðs punda múrinn á síðasta ári. Veltan í versluninni fór yfir milljarð punda eða 187 milljarða kr. Þetta er mesta veltan hjá stakri verslun í Bretlandi í sögunni. 24. janúar 2011 10:13
Dauði Díönu var manndráp af gáleysi Kviðdómur í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði hennar hafi verið morð af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri paparazzi ljósmyndara og einkabílstjóra hennar. 7. apríl 2008 15:50