„Erum ekkert í þessu bara til að taka þátt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2023 19:45 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, segir að sínir menn ætli sér ekki að vera túristar í Sambandsdeildinni. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, segir að liðið sé ekki mætt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu til þess eins að taka þátt. Liðið ætli sér að sýna góða frammistöðu og með því komi oft góð niðurstaða. Breiðablik dróst í B-riðil Sambandsdeildarinnar þar sem liðið mun mæta Gent frá Belgíu, Maccabi Tel Aviv frá Ísrael og Zorya Luhansk frá Úkraínu. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Þetta eru þrjú gríðarlega öflug lið og lið sem verður gaman að mæla sig við,“ sagði Óskar eftir dráttinn. „Við vitum að Gent og Maccabi Tel Aviv eru gríðarlega öflug lið, en ég átta mig ekki alveg á styrkleika úkraínska liðsins. En ég geri ráð fyrir að þeir séu öflugir. Þeir eru kannski á skrýtnum stað að spila heimaleikina í Póllandi og svona rót á þeim en það getur vel verið að við verðum í sömu stöðu þegar kemur að heimaleikjunum.“ Klippa: Óskar hrafn eftir Sambandsdeildardráttinn Þá segir Óskar að Blikar séu ekki mættir til þess eins að taka þátt. „Við verðum að passa okkur á því að mæta ekki til leiks eins og einhverjir túristar,“ sagði Óskar. „Við erum ekki að koma til að reyna að sækja einhverja stemningu eða upplifun. Við erum komnir þarna til að spila fótbolta. Við verðum að passa okkur á því.“ „Við erum ekkert í þessu bara til að taka þátt. Við viljum reyna að gera eins vel og við getum og ná í úrslit og ná góðum frammistöðum. Oft er það þannig að með góðri frammistöðu kemur góð niðurstaða og það er það sem við stefnum að.“ Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
Breiðablik dróst í B-riðil Sambandsdeildarinnar þar sem liðið mun mæta Gent frá Belgíu, Maccabi Tel Aviv frá Ísrael og Zorya Luhansk frá Úkraínu. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Þetta eru þrjú gríðarlega öflug lið og lið sem verður gaman að mæla sig við,“ sagði Óskar eftir dráttinn. „Við vitum að Gent og Maccabi Tel Aviv eru gríðarlega öflug lið, en ég átta mig ekki alveg á styrkleika úkraínska liðsins. En ég geri ráð fyrir að þeir séu öflugir. Þeir eru kannski á skrýtnum stað að spila heimaleikina í Póllandi og svona rót á þeim en það getur vel verið að við verðum í sömu stöðu þegar kemur að heimaleikjunum.“ Klippa: Óskar hrafn eftir Sambandsdeildardráttinn Þá segir Óskar að Blikar séu ekki mættir til þess eins að taka þátt. „Við verðum að passa okkur á því að mæta ekki til leiks eins og einhverjir túristar,“ sagði Óskar. „Við erum ekki að koma til að reyna að sækja einhverja stemningu eða upplifun. Við erum komnir þarna til að spila fótbolta. Við verðum að passa okkur á því.“ „Við erum ekkert í þessu bara til að taka þátt. Við viljum reyna að gera eins vel og við getum og ná í úrslit og ná góðum frammistöðum. Oft er það þannig að með góðri frammistöðu kemur góð niðurstaða og það er það sem við stefnum að.“ Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira