De La Fuente segir að það hafi verið „óafsakanleg mannleg mistök“ að klappa fyrir ræðunni, en bætti einnig við að hann ætlaði sér ekki að segja af sér sem þjálfari spænska landsliðsins.
🚨🚨| Spain men's head coach Luis de la Fuente has asked for "forgiveness" for applauding Spanish football federation president Luis Rubiales during a speech last Friday.pic.twitter.com/2iqzCssAgD
— CentreGoals. (@centregoals) September 1, 2023
De La Fuente og starfsbróðir hans hjá spænska kvennalandsliðinu, Jorge Vilda, sáust báðir klappa fyrir ræðunni sem flutt var á neyðarfundi spænska knattspyrnusambandsins. Þeir hafa þó báðir fordæmt hegðun Rubiales í kjölfarið.
„Við hjá spænska knattspyrnusambandinu bjuggumst öll við að við værum að fara að fylgjast með forsetanum segja af sér, en fengum eitthvað allt annað. Það var ekki auðvelt að meðtaka það sem var að gerast,“ sagði De La Fuente á blaðamannafundi í dag.
„Ég þarf ekki að segja af mér. Ég þarf að biðjast fyrirgefningar. Ég gerði mistök, óafsaknleg mannleg mistök. Ef ég gæti ferðast aftur í tímann myndi ég ekki gera þetta aftur,“ bætti De La Fuente við.