Veltir fyrir sér hvort Southgate sé of trúr sínum uppáhalds mönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 13:31 Gareth Southgate huggar Harry Maguire. Simon Bruty/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti á fimmtudag hópinn sem mætir Úkraínu og Skotlandi síðar í þessum mánuði. Southgate er trúr sínum mönnum og velur leikmenn sem hafa lítið sem ekkert spilað sem og einn sem spilar nú í Sádi-Arabíu. Southgate er vanafastur með eindæmum og hefur síðan hann varð landsliðseinvaldur valið menn þó svo að þeir hafi lítið sem ekkert getað með félagsliðum eða hafi einfaldlega setið sem fastast á bekknum þar. Phil McNulty, íþróttablaðamaður á BBC, veltir fyrir sér hvort Southgate sé einfaldlega of trúr sínum mönnum og hvort það gæti bitið hann í rassinn þegar fram líða stundir. Hóp Southgate í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Harry Maguire er varamaður hjá Man United.Tim Clayton/Getty Images Hann telur það nokkuð skrítið að Harry Maguire, miðvörður Manchester United, sé í hópnum sem og Jordan Henderson, leikmaður Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. McNulty telur einnig nokkuð áhugavert að Eddie Nketiah, framherji Arsenal, sé meðal þeirra sem er valinn en Nketiah er langt því frá fyrsti kostur á blað hjá Mikel Arteta. Sömu sögu er að segja um Kalvin Phillips sem hefur varla spilað fyrir Manchester City síðan hann gekk í raðir félagsins. Jordan Henderson er farinn frá Liverpool til Sádi-Arabíu.Vísir/Getty McNulty bendir á að gæðin í Sádi-Arabíu séu engan veginn sambærileg við ensku úrvalsdeildina og veltir fyrir sér hvernig undirbúningur það sé fyrir Henderson að spila þar þegar honum er svo ætlað að spila á miðri miðju Englands í mikilvægum landsleikjum. Southgate hefur áður kvartað yfir skorti á miðjumönnum og hefur til að mynda spilað Trent Alexander-Arnold þar en Liverpool-maðurinn er þó byrjaður að færa sig inn á miðjuna úr bakverði með félagsliði sínu. Það er því líklegt að hann fái fleiri mínútur á miðjunni hjá Englandi en áður. Að Raheem Sterling eigi ekki upp á pallborðið hjá Southgate kemur McNulty verulega á óvart. Hann hafi sýnt allar sínar bestu hliðar þegar Chelsea lagði Luton Town 3-0 nýverið og sé farinn að minna á leikmanninn sem hrellti varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með Manchester City. Að endingu segist McNulty spenntur að sjá hvernig Levi Colwill, varnarmaður Chelsea, stendur sig en sá er talinn eitt mesta efni Englands. Að sama skapi er hann spenntur að sjá hvernig Nketiah stendur sig og hvort hann fái tækifæri. England mætir Úkraínu í Póllandi þann 9. september næstkomandi og Skotlandi í vináttuleik til að heiðra 150 ára afmæli skoska knattspyrnusambandsins þremur dögum síðar. England og Skotland mættust í því sem var fyrsti landsleikur beggja þjóða árið 1872. Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle) Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
Southgate er vanafastur með eindæmum og hefur síðan hann varð landsliðseinvaldur valið menn þó svo að þeir hafi lítið sem ekkert getað með félagsliðum eða hafi einfaldlega setið sem fastast á bekknum þar. Phil McNulty, íþróttablaðamaður á BBC, veltir fyrir sér hvort Southgate sé einfaldlega of trúr sínum mönnum og hvort það gæti bitið hann í rassinn þegar fram líða stundir. Hóp Southgate í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Harry Maguire er varamaður hjá Man United.Tim Clayton/Getty Images Hann telur það nokkuð skrítið að Harry Maguire, miðvörður Manchester United, sé í hópnum sem og Jordan Henderson, leikmaður Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. McNulty telur einnig nokkuð áhugavert að Eddie Nketiah, framherji Arsenal, sé meðal þeirra sem er valinn en Nketiah er langt því frá fyrsti kostur á blað hjá Mikel Arteta. Sömu sögu er að segja um Kalvin Phillips sem hefur varla spilað fyrir Manchester City síðan hann gekk í raðir félagsins. Jordan Henderson er farinn frá Liverpool til Sádi-Arabíu.Vísir/Getty McNulty bendir á að gæðin í Sádi-Arabíu séu engan veginn sambærileg við ensku úrvalsdeildina og veltir fyrir sér hvernig undirbúningur það sé fyrir Henderson að spila þar þegar honum er svo ætlað að spila á miðri miðju Englands í mikilvægum landsleikjum. Southgate hefur áður kvartað yfir skorti á miðjumönnum og hefur til að mynda spilað Trent Alexander-Arnold þar en Liverpool-maðurinn er þó byrjaður að færa sig inn á miðjuna úr bakverði með félagsliði sínu. Það er því líklegt að hann fái fleiri mínútur á miðjunni hjá Englandi en áður. Að Raheem Sterling eigi ekki upp á pallborðið hjá Southgate kemur McNulty verulega á óvart. Hann hafi sýnt allar sínar bestu hliðar þegar Chelsea lagði Luton Town 3-0 nýverið og sé farinn að minna á leikmanninn sem hrellti varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með Manchester City. Að endingu segist McNulty spenntur að sjá hvernig Levi Colwill, varnarmaður Chelsea, stendur sig en sá er talinn eitt mesta efni Englands. Að sama skapi er hann spenntur að sjá hvernig Nketiah stendur sig og hvort hann fái tækifæri. England mætir Úkraínu í Póllandi þann 9. september næstkomandi og Skotlandi í vináttuleik til að heiðra 150 ára afmæli skoska knattspyrnusambandsins þremur dögum síðar. England og Skotland mættust í því sem var fyrsti landsleikur beggja þjóða árið 1872. Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle)
Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle)
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira