Veltir fyrir sér hvort Southgate sé of trúr sínum uppáhalds mönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 13:31 Gareth Southgate huggar Harry Maguire. Simon Bruty/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti á fimmtudag hópinn sem mætir Úkraínu og Skotlandi síðar í þessum mánuði. Southgate er trúr sínum mönnum og velur leikmenn sem hafa lítið sem ekkert spilað sem og einn sem spilar nú í Sádi-Arabíu. Southgate er vanafastur með eindæmum og hefur síðan hann varð landsliðseinvaldur valið menn þó svo að þeir hafi lítið sem ekkert getað með félagsliðum eða hafi einfaldlega setið sem fastast á bekknum þar. Phil McNulty, íþróttablaðamaður á BBC, veltir fyrir sér hvort Southgate sé einfaldlega of trúr sínum mönnum og hvort það gæti bitið hann í rassinn þegar fram líða stundir. Hóp Southgate í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Harry Maguire er varamaður hjá Man United.Tim Clayton/Getty Images Hann telur það nokkuð skrítið að Harry Maguire, miðvörður Manchester United, sé í hópnum sem og Jordan Henderson, leikmaður Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. McNulty telur einnig nokkuð áhugavert að Eddie Nketiah, framherji Arsenal, sé meðal þeirra sem er valinn en Nketiah er langt því frá fyrsti kostur á blað hjá Mikel Arteta. Sömu sögu er að segja um Kalvin Phillips sem hefur varla spilað fyrir Manchester City síðan hann gekk í raðir félagsins. Jordan Henderson er farinn frá Liverpool til Sádi-Arabíu.Vísir/Getty McNulty bendir á að gæðin í Sádi-Arabíu séu engan veginn sambærileg við ensku úrvalsdeildina og veltir fyrir sér hvernig undirbúningur það sé fyrir Henderson að spila þar þegar honum er svo ætlað að spila á miðri miðju Englands í mikilvægum landsleikjum. Southgate hefur áður kvartað yfir skorti á miðjumönnum og hefur til að mynda spilað Trent Alexander-Arnold þar en Liverpool-maðurinn er þó byrjaður að færa sig inn á miðjuna úr bakverði með félagsliði sínu. Það er því líklegt að hann fái fleiri mínútur á miðjunni hjá Englandi en áður. Að Raheem Sterling eigi ekki upp á pallborðið hjá Southgate kemur McNulty verulega á óvart. Hann hafi sýnt allar sínar bestu hliðar þegar Chelsea lagði Luton Town 3-0 nýverið og sé farinn að minna á leikmanninn sem hrellti varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með Manchester City. Að endingu segist McNulty spenntur að sjá hvernig Levi Colwill, varnarmaður Chelsea, stendur sig en sá er talinn eitt mesta efni Englands. Að sama skapi er hann spenntur að sjá hvernig Nketiah stendur sig og hvort hann fái tækifæri. England mætir Úkraínu í Póllandi þann 9. september næstkomandi og Skotlandi í vináttuleik til að heiðra 150 ára afmæli skoska knattspyrnusambandsins þremur dögum síðar. England og Skotland mættust í því sem var fyrsti landsleikur beggja þjóða árið 1872. Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle) Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Southgate er vanafastur með eindæmum og hefur síðan hann varð landsliðseinvaldur valið menn þó svo að þeir hafi lítið sem ekkert getað með félagsliðum eða hafi einfaldlega setið sem fastast á bekknum þar. Phil McNulty, íþróttablaðamaður á BBC, veltir fyrir sér hvort Southgate sé einfaldlega of trúr sínum mönnum og hvort það gæti bitið hann í rassinn þegar fram líða stundir. Hóp Southgate í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Harry Maguire er varamaður hjá Man United.Tim Clayton/Getty Images Hann telur það nokkuð skrítið að Harry Maguire, miðvörður Manchester United, sé í hópnum sem og Jordan Henderson, leikmaður Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. McNulty telur einnig nokkuð áhugavert að Eddie Nketiah, framherji Arsenal, sé meðal þeirra sem er valinn en Nketiah er langt því frá fyrsti kostur á blað hjá Mikel Arteta. Sömu sögu er að segja um Kalvin Phillips sem hefur varla spilað fyrir Manchester City síðan hann gekk í raðir félagsins. Jordan Henderson er farinn frá Liverpool til Sádi-Arabíu.Vísir/Getty McNulty bendir á að gæðin í Sádi-Arabíu séu engan veginn sambærileg við ensku úrvalsdeildina og veltir fyrir sér hvernig undirbúningur það sé fyrir Henderson að spila þar þegar honum er svo ætlað að spila á miðri miðju Englands í mikilvægum landsleikjum. Southgate hefur áður kvartað yfir skorti á miðjumönnum og hefur til að mynda spilað Trent Alexander-Arnold þar en Liverpool-maðurinn er þó byrjaður að færa sig inn á miðjuna úr bakverði með félagsliði sínu. Það er því líklegt að hann fái fleiri mínútur á miðjunni hjá Englandi en áður. Að Raheem Sterling eigi ekki upp á pallborðið hjá Southgate kemur McNulty verulega á óvart. Hann hafi sýnt allar sínar bestu hliðar þegar Chelsea lagði Luton Town 3-0 nýverið og sé farinn að minna á leikmanninn sem hrellti varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með Manchester City. Að endingu segist McNulty spenntur að sjá hvernig Levi Colwill, varnarmaður Chelsea, stendur sig en sá er talinn eitt mesta efni Englands. Að sama skapi er hann spenntur að sjá hvernig Nketiah stendur sig og hvort hann fái tækifæri. England mætir Úkraínu í Póllandi þann 9. september næstkomandi og Skotlandi í vináttuleik til að heiðra 150 ára afmæli skoska knattspyrnusambandsins þremur dögum síðar. England og Skotland mættust í því sem var fyrsti landsleikur beggja þjóða árið 1872. Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle)
Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle)
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti