Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 10:01 Gylfi Þór er mættur til Lyngby. Lyngby Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan í maí árið 2021 en síðar sama ár var hann handtekinn af lögreglunni í Englandi vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Málið var fellt niður fyrr á árinu og á fimmtudag var hann kynntur til leiks hjá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Birt var viðtal við Gylfa Þór á heimasíðu félagsins en þar segist hann spenntur fyrir því að snúa aftur á völlinn. Er þetta fyrsta opinbera viðtalið sem Gylfi Þór fer í síðan hann var handtekinn í maí 2021. Í viðtalinu nefnir hinn 33 ára gamli Gylfi Þór einnig tengsl sín við Lyngby en hann starfaði með Frey Alexanderssyni, þjálfara liðsins, þegar sá síðarnefndi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þá spurði hann Alfreð Finnbogason út í félagið en Alfreð gekk nýverið í raðir Eupen í Belgíu frá Lyngby. Segja má að félagaskipti Gylfa Þórs til Lyngby hafi vakið töluvert meiri athygli en vanalega þegar félagið fær til sín leikmann. The Athletic fjallar um skiptin en segir óvíst hvenær Gylfi Þór mun spila með liðinu þar sem hann er að glíma við lítilsháttar meiðsli í hásin. Miðillinn nefnir jafnframt að Gylfi Þór hafi verið orðaður við D.C. United sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í júní. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá vistaskiptunum og nefnir tölfræði Gylfa Þórs í ensku úrvalsdeildinni; 67 mörk í 318 leikjum fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur og Everton. Þar kemur fram að hann hafi skrifað undir eins árs samning í Kaupmannahöfn. Former Iceland midfielder Gylfi Sigurdsson has returned to football on a one-year contract with Danish top-flight side Lyngby Boldklub.— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2023 The Sun greinir frá óvæntum félagaskiptum Gylfa Þórs tveimur árum eftir að spilaði síðast fyrir Everton. The Mirror tók í sama streng og benti á að langt væri síðan Gylfi Þór spilaði síðast. Dönsku miðlarnir Bold, Jyllands-Posten, Tipsbladet, B.T., Ekstra Bladet, DR og TV2 greindu eðlilega allir frá skiptunum. Allir nema Bold og Tipsbladet greindu frá kærunni sem hefur nú verið felld niður. VG í Noregi greinir einnig frá sem og fjölmiðlar frá Portúgal og Bandaríkjunum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Gylfi Þór hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan í maí árið 2021 en síðar sama ár var hann handtekinn af lögreglunni í Englandi vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Málið var fellt niður fyrr á árinu og á fimmtudag var hann kynntur til leiks hjá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Birt var viðtal við Gylfa Þór á heimasíðu félagsins en þar segist hann spenntur fyrir því að snúa aftur á völlinn. Er þetta fyrsta opinbera viðtalið sem Gylfi Þór fer í síðan hann var handtekinn í maí 2021. Í viðtalinu nefnir hinn 33 ára gamli Gylfi Þór einnig tengsl sín við Lyngby en hann starfaði með Frey Alexanderssyni, þjálfara liðsins, þegar sá síðarnefndi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þá spurði hann Alfreð Finnbogason út í félagið en Alfreð gekk nýverið í raðir Eupen í Belgíu frá Lyngby. Segja má að félagaskipti Gylfa Þórs til Lyngby hafi vakið töluvert meiri athygli en vanalega þegar félagið fær til sín leikmann. The Athletic fjallar um skiptin en segir óvíst hvenær Gylfi Þór mun spila með liðinu þar sem hann er að glíma við lítilsháttar meiðsli í hásin. Miðillinn nefnir jafnframt að Gylfi Þór hafi verið orðaður við D.C. United sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í júní. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá vistaskiptunum og nefnir tölfræði Gylfa Þórs í ensku úrvalsdeildinni; 67 mörk í 318 leikjum fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur og Everton. Þar kemur fram að hann hafi skrifað undir eins árs samning í Kaupmannahöfn. Former Iceland midfielder Gylfi Sigurdsson has returned to football on a one-year contract with Danish top-flight side Lyngby Boldklub.— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2023 The Sun greinir frá óvæntum félagaskiptum Gylfa Þórs tveimur árum eftir að spilaði síðast fyrir Everton. The Mirror tók í sama streng og benti á að langt væri síðan Gylfi Þór spilaði síðast. Dönsku miðlarnir Bold, Jyllands-Posten, Tipsbladet, B.T., Ekstra Bladet, DR og TV2 greindu eðlilega allir frá skiptunum. Allir nema Bold og Tipsbladet greindu frá kærunni sem hefur nú verið felld niður. VG í Noregi greinir einnig frá sem og fjölmiðlar frá Portúgal og Bandaríkjunum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira