Ójafn leikur í samkeppni við innflutning Anton Kristinn Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 18:01 Um þessar mundir eru bændur að fara að sækja fé sitt af fjalli og skila inn til slátrunar. Heilnæmari fæðu er vart að finna í heiminum en íslenskt lambakjöt. Íslenska sauðféð býr við aðstæður sem eru einstakar og þekkjast ekki víðast hvar. Villibráðin sem lifir úti í náttúrunni og drekkur íslenska lindarvatnið. Í landbúnaði hérlendis eru sýklalyf og eiturefni ekki mælanleg. Í vor fékk íslenskt lambakjöt upprunavottun frá Evrópusambandinu. Um er að ræða vottun með tilvísun til uppruna eða „Protected Designation Of Origin“ (PDO), og fær íslenskt lambakjöt nú að bera merki vottunarinnar í markaðssetningu. Það á að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Innflutningur á lambakjöti hefur færst í vöxt á undanförnum árum og er það bæði selt í matvöruverslunum hérlendis og einnig á veitingamarkaði, meðal annars mötuneytum og veitingahúsum. Færst hefur í vöxt að minni kjötvinnslur kaupi slíkar afurðir og endurselji á veitingamarkaði, þíði kjötið sem kemur frosið til landsins, leggi í kryddlög og selji svo til stóreldhúsa og matvöruverslana. Slíkt athæfi getur verið afar villandi fyrir neytendur, þar sem pakkningar sem erlenda lambakjötið eru í eru oft á tíðum með íslenskum fánaröndum eða allavega íslenskt nafn á kjötvinnslunni. Þú, sem neytandi, getur ekki verið þess fullviss þegar þú borðar á veitingahúsi eða í mötuneyti á þínum vinnustað að lambakjötið sé frá Íslandi. Þetta er sá veruleiki sem við búum við í dag. Fjögur fyrirtæki skiptu með sér tollkvóta fyrir innflutning á 345.000 kg af kinda- eða geitakjöti á tímabilinu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Meðalverð tollkvótans var ein króna. Stjörnugrís ehf. fékk úthlutað 280.929 kg, Ekran ehf. fékk 40.000 kg, Innnes ehf. 20.000 kg og Samkaup 4.071 kg. Á tímabilinu frá júlí 2022 til og með febrúar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geitakjöti verið flutt hingað til lands, langmest, eða 14.209 kg, frá Spáni. Hækka þarf tafarlaust tolla á innflutt lambakjöt til þess að verja íslenska bændur sem eru að berjast fyrir tilvist sinni á markaðnum þar sem innflytjendur vinna markvisst að því að undirbjóða íslenska bændur. Með því að setja skorður á innflutninginn og hækka verndartolla stuðlum við sem þjóð að betri starfsskilyrðum bænda og vinnum markvisst að því að tryggja sjálfbærni og um leið fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Anton Guðmundsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru bændur að fara að sækja fé sitt af fjalli og skila inn til slátrunar. Heilnæmari fæðu er vart að finna í heiminum en íslenskt lambakjöt. Íslenska sauðféð býr við aðstæður sem eru einstakar og þekkjast ekki víðast hvar. Villibráðin sem lifir úti í náttúrunni og drekkur íslenska lindarvatnið. Í landbúnaði hérlendis eru sýklalyf og eiturefni ekki mælanleg. Í vor fékk íslenskt lambakjöt upprunavottun frá Evrópusambandinu. Um er að ræða vottun með tilvísun til uppruna eða „Protected Designation Of Origin“ (PDO), og fær íslenskt lambakjöt nú að bera merki vottunarinnar í markaðssetningu. Það á að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Innflutningur á lambakjöti hefur færst í vöxt á undanförnum árum og er það bæði selt í matvöruverslunum hérlendis og einnig á veitingamarkaði, meðal annars mötuneytum og veitingahúsum. Færst hefur í vöxt að minni kjötvinnslur kaupi slíkar afurðir og endurselji á veitingamarkaði, þíði kjötið sem kemur frosið til landsins, leggi í kryddlög og selji svo til stóreldhúsa og matvöruverslana. Slíkt athæfi getur verið afar villandi fyrir neytendur, þar sem pakkningar sem erlenda lambakjötið eru í eru oft á tíðum með íslenskum fánaröndum eða allavega íslenskt nafn á kjötvinnslunni. Þú, sem neytandi, getur ekki verið þess fullviss þegar þú borðar á veitingahúsi eða í mötuneyti á þínum vinnustað að lambakjötið sé frá Íslandi. Þetta er sá veruleiki sem við búum við í dag. Fjögur fyrirtæki skiptu með sér tollkvóta fyrir innflutning á 345.000 kg af kinda- eða geitakjöti á tímabilinu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Meðalverð tollkvótans var ein króna. Stjörnugrís ehf. fékk úthlutað 280.929 kg, Ekran ehf. fékk 40.000 kg, Innnes ehf. 20.000 kg og Samkaup 4.071 kg. Á tímabilinu frá júlí 2022 til og með febrúar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geitakjöti verið flutt hingað til lands, langmest, eða 14.209 kg, frá Spáni. Hækka þarf tafarlaust tolla á innflutt lambakjöt til þess að verja íslenska bændur sem eru að berjast fyrir tilvist sinni á markaðnum þar sem innflytjendur vinna markvisst að því að undirbjóða íslenska bændur. Með því að setja skorður á innflutninginn og hækka verndartolla stuðlum við sem þjóð að betri starfsskilyrðum bænda og vinnum markvisst að því að tryggja sjálfbærni og um leið fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar