Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2023 16:19 Andrew Tate, bróðir hans og tveir aðrir hafa verið ákærðir í Rúmeníu. EPA/ROBERT GHEMENT Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans. Samskiptin sem um ræðir ná frá mars 2019 til apríl 2020 og þykir því líklegt að raunverulegur fjöldi mögulegra fórnarlamba þeirra sé mun hærri. Andrew Tate og bróðir hans Tristan voru handteknir í Rúmeníu í lok síðasta árs, ásamt þeim Georgianu Naghel og Luana Radu. Þau eru sökuð um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu þar sem þeir neyddu þær að framleiða klámefni, bönnuðu þeim að fara úr húsi og héldu þeim sem þrælum, samkvæmt saksóknurum. Þeir voru ákærðir í júní en var nýverið sleppt úr stofufangelsi. Þau neita öll sök. BBC sagði áður frá því að Tate og bróðir hans Tristan hafi talað sín á milli um að „hneppa tíkur í þrældóm“ og að þeir hafi stungið tekjum kvennanna í eigin vasa. Umfjöllun miðilsins byggir á afriti af umfangsmiklum samskiptum bræðranna og annarra manna sem saman mynduðu hóp á samfélagsmiðlinum Telegram. Þennan hóp kölluðu þeir „Stríðsherbergið“. Aðgangur að þessum hópi kostaði átta þúsund dali á ári og fengu áskrifendur þá aðgang að bræðrunum og þeirra helstu samstarfsmönnum. Helstu aðstoðarmenn bræðranna voru kallaðir herforingjar innan þessa hóps. Í yfirlýsingu sem talsmaður Tate sendi á BBC segir að stríðsherbergið hafi verið vettvangur fyrir uppbyggingu aga, sjálfstrausts þar sem áskrifendur hafi aðgang að þúsundum atvinnumanna frá heiminum öllum sem hvetja til sjálfsábyrgðar og slíks. Samskipti manna innan þessa „Stríðsherbergis“ benda þó frekar til þess, samkvæmt blaðamönnum BBC, að fólki hafi verið kennt það hvernig tæla ætti konur til kynlífsstarfa. Hvernig hægt sé að táldraga konur og einangra þær frá fjölskyldum þeirra, með því markmiði að fá þær til að taka upp klámefni og hafa af þeim peningana fyrir það. Kennsla þessi var kölluð PhD, sem í flestum tilfellum stendur fyrir Doctor of Philosophy. Þarna stóð það hins vegar fyrir „Pimpin‘ Hoes Degree“. Blaðamenn BBC fundu tvær konur sem voru tældar til klámframleiðslu af tveimur meðlimum „Stríðsherbergisins“ og var rætt við þær. Frásagnir þeirra bentu sterklega til þess að mennirnir sem brutu á þeim hafi fylgt sömu formúlunni, þó önnur þeirra hafi búið í Argentínu og hin í Bandaríkjunum. Þær segjast hafa verið einangraðar frá vinum og ættingjum og þá hafi þær einnig verið beittar líkamlegu ofbeldi. Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Samskiptin sem um ræðir ná frá mars 2019 til apríl 2020 og þykir því líklegt að raunverulegur fjöldi mögulegra fórnarlamba þeirra sé mun hærri. Andrew Tate og bróðir hans Tristan voru handteknir í Rúmeníu í lok síðasta árs, ásamt þeim Georgianu Naghel og Luana Radu. Þau eru sökuð um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu þar sem þeir neyddu þær að framleiða klámefni, bönnuðu þeim að fara úr húsi og héldu þeim sem þrælum, samkvæmt saksóknurum. Þeir voru ákærðir í júní en var nýverið sleppt úr stofufangelsi. Þau neita öll sök. BBC sagði áður frá því að Tate og bróðir hans Tristan hafi talað sín á milli um að „hneppa tíkur í þrældóm“ og að þeir hafi stungið tekjum kvennanna í eigin vasa. Umfjöllun miðilsins byggir á afriti af umfangsmiklum samskiptum bræðranna og annarra manna sem saman mynduðu hóp á samfélagsmiðlinum Telegram. Þennan hóp kölluðu þeir „Stríðsherbergið“. Aðgangur að þessum hópi kostaði átta þúsund dali á ári og fengu áskrifendur þá aðgang að bræðrunum og þeirra helstu samstarfsmönnum. Helstu aðstoðarmenn bræðranna voru kallaðir herforingjar innan þessa hóps. Í yfirlýsingu sem talsmaður Tate sendi á BBC segir að stríðsherbergið hafi verið vettvangur fyrir uppbyggingu aga, sjálfstrausts þar sem áskrifendur hafi aðgang að þúsundum atvinnumanna frá heiminum öllum sem hvetja til sjálfsábyrgðar og slíks. Samskipti manna innan þessa „Stríðsherbergis“ benda þó frekar til þess, samkvæmt blaðamönnum BBC, að fólki hafi verið kennt það hvernig tæla ætti konur til kynlífsstarfa. Hvernig hægt sé að táldraga konur og einangra þær frá fjölskyldum þeirra, með því markmiði að fá þær til að taka upp klámefni og hafa af þeim peningana fyrir það. Kennsla þessi var kölluð PhD, sem í flestum tilfellum stendur fyrir Doctor of Philosophy. Þarna stóð það hins vegar fyrir „Pimpin‘ Hoes Degree“. Blaðamenn BBC fundu tvær konur sem voru tældar til klámframleiðslu af tveimur meðlimum „Stríðsherbergisins“ og var rætt við þær. Frásagnir þeirra bentu sterklega til þess að mennirnir sem brutu á þeim hafi fylgt sömu formúlunni, þó önnur þeirra hafi búið í Argentínu og hin í Bandaríkjunum. Þær segjast hafa verið einangraðar frá vinum og ættingjum og þá hafi þær einnig verið beittar líkamlegu ofbeldi.
Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03