Ætla að keyra yfir Struga: „Ekki þekktir fyrir að reyna að halda einhverju jafntefli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2023 14:01 Damir Muminovic og félagar í Breiðabliki ætla sér í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hulda Margrét Breiðablik tekur á móti FK Struga frá Norður-Makedóníu í seinni leik liðanna í úrslitarimmu um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag. Blikar fara með eins marks forskot inn í leikinn og má segja að um mikilvægasta leik liðsins frá upphafi sé að ræða. Breiðablik vann 1-0 sigur á útivelli gegn Struga fyrir viku síðan og liðið er því í góðri stöðu fyrir leikinn á Kópavogsvelli í dag. Blikum dugar því jafntefli til að koma sér í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þrátt fyrir mikilvægi leiksins virðist Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, nokkuð rólegur í aðdragandanum. „Mér líður bara virkilega vel. Þetta er sennilega stærsti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli og ég held að það séu allir bara spenntir og hlakka mikið til,“ sagði Damir í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi ekki verið öðruvísi en fyrir aðra leiki, enda sé mikilvægt að halda rútínuni. „Ég er bara búinn að vera í golfi undanfarið og undirbúningurinn hefur verið eins og fyrir hvern annan leik.“ „Persónulega finnst mér það mikilvægt að undirbúa mig bara eins og ég sé að fara að spila hvern annan leik í Bestu-deildinni.“ Ætla ekki að reyna að hanga á jafnteflinu Þrátt fyrir að jafntefli dugi Blikum til að komast í riðlakeppnina segir Damir að planið sé frekar að reyna að sækja til sigurs. „Ég held að við séum ekki þekktir fyrir það að reyna að halda einhverju jafntefli. Ég held að við förum bara all-in og reynum að keyra yfir þá. Eins og við gerum sennilega við flestalla sem koma hingað.“ Þá segir Damir einnig að Blikar hafi í raun lítið lært um andstæðingana af fyrri leiknum þar sem veðrið hafi sett mikið strik í reikninginn. „Þetta var sennilega einhver skrýtnasti leikur sem ég hef spilað. Það voru þrumur og eldingar og brjálaður vindur. Þannig það er kannski lítið hægt að taka út úr þeim leik. Við vorum góðir varnarlega, allt liðið. En þetta var bara barningur.“ Klippa: Damir um leik Breiðabliks og Struga „Persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir“ Eins og gefur að skilja hafa margir velt fyrir sér þeim peningum sem eru í spilinu ef Breiðablik tryggir sér sæti í riðlakeppninni. Um hálfur milljarður króna er í boði fyrir félagið en Damir segist lítið vera að velta einhverjum bónusum fyrir sér. „Nei, það er ekki það sem við erum að hugsa um. Við viljum bara vinna leikinn og komast í riðlakeppnina. Mér er persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir. Það eina sem ég er að hugsa um er að vinna leikinn.“ „Mér finnst skrýtið að það sé verið að tala meira um peninga en leikinn sjálfan. Þetta kemur allavega ekki frá okkur,“ sagði Damir að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Breiðablik vann 1-0 sigur á útivelli gegn Struga fyrir viku síðan og liðið er því í góðri stöðu fyrir leikinn á Kópavogsvelli í dag. Blikum dugar því jafntefli til að koma sér í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þrátt fyrir mikilvægi leiksins virðist Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, nokkuð rólegur í aðdragandanum. „Mér líður bara virkilega vel. Þetta er sennilega stærsti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli og ég held að það séu allir bara spenntir og hlakka mikið til,“ sagði Damir í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi ekki verið öðruvísi en fyrir aðra leiki, enda sé mikilvægt að halda rútínuni. „Ég er bara búinn að vera í golfi undanfarið og undirbúningurinn hefur verið eins og fyrir hvern annan leik.“ „Persónulega finnst mér það mikilvægt að undirbúa mig bara eins og ég sé að fara að spila hvern annan leik í Bestu-deildinni.“ Ætla ekki að reyna að hanga á jafnteflinu Þrátt fyrir að jafntefli dugi Blikum til að komast í riðlakeppnina segir Damir að planið sé frekar að reyna að sækja til sigurs. „Ég held að við séum ekki þekktir fyrir það að reyna að halda einhverju jafntefli. Ég held að við förum bara all-in og reynum að keyra yfir þá. Eins og við gerum sennilega við flestalla sem koma hingað.“ Þá segir Damir einnig að Blikar hafi í raun lítið lært um andstæðingana af fyrri leiknum þar sem veðrið hafi sett mikið strik í reikninginn. „Þetta var sennilega einhver skrýtnasti leikur sem ég hef spilað. Það voru þrumur og eldingar og brjálaður vindur. Þannig það er kannski lítið hægt að taka út úr þeim leik. Við vorum góðir varnarlega, allt liðið. En þetta var bara barningur.“ Klippa: Damir um leik Breiðabliks og Struga „Persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir“ Eins og gefur að skilja hafa margir velt fyrir sér þeim peningum sem eru í spilinu ef Breiðablik tryggir sér sæti í riðlakeppninni. Um hálfur milljarður króna er í boði fyrir félagið en Damir segist lítið vera að velta einhverjum bónusum fyrir sér. „Nei, það er ekki það sem við erum að hugsa um. Við viljum bara vinna leikinn og komast í riðlakeppnina. Mér er persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir. Það eina sem ég er að hugsa um er að vinna leikinn.“ „Mér finnst skrýtið að það sé verið að tala meira um peninga en leikinn sjálfan. Þetta kemur allavega ekki frá okkur,“ sagði Damir að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira