„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Helena Rós Sturludóttir og Máni Snær Þorláksson skrifa 30. ágúst 2023 20:56 Gunnar Örn Petersen er framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Hann segir að staðan sé alvarleg. Landssamband veiðifélaga Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. Veiðimenn og veiðiréttareigendur hafa verið beðnir um að vera vakandi yfir hugsanlegum strokulöxum og Hafrannsóknarstofnun birti í dag leiðbeiningar til þess að bera megi kennsl á þá. Tíu dagar eru síðan tvö göt fundust á kví hjá Arctic Sefarm í Patreksfirði. Nokkrir þeirra fundust í Ósá í Patreksfirði nokkrum dögum síðar en samkvæmt Matvælastofnun gætu um 3.400 laxar hafa sloppið. Málið er til rannsóknar hjá stofnuninni. „Við höfum fengið núna átta staðfest tilvik af norðvesturhorninu þar sem fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða fimm ár í Húnavatnssýslu, tvær í Breiðafirði og eina á Vestfjörðum. „Svo geri ég náttúrulega ráð fyrir því að í litlu ánum á Vestfjörðum sé eldislax að ganga af krafti.“ Gunnar segir að lengi hafi verið varað við því að þetta geti gerst. „Áhyggjurnar eru fyrst og fremst af erfðablöndun. Það sem gerist er að eldislaxinn gengur upp árnar og tekur þátt í hrigningunni með villta laxinum.“ Þetta geti ekki verið viðvarandi í langan tíma án þess að erfðablöndun eigi sér stað. Slíkt dragi verulega úr hæfni villta laxins. „Það er í rauninni það sem við höfum áhyggjur af.“ Er skaðinn skeður núna? „Þetta er náttúrulega mjög alvarleg staða og þessi skaði er vissulega skeður. En villti stofninn þolir kannski smávægilegan ágang í smá tíma en svona viðvarandi ágang, hann þolir það ekki.“ Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Landeldi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Veiðimenn og veiðiréttareigendur hafa verið beðnir um að vera vakandi yfir hugsanlegum strokulöxum og Hafrannsóknarstofnun birti í dag leiðbeiningar til þess að bera megi kennsl á þá. Tíu dagar eru síðan tvö göt fundust á kví hjá Arctic Sefarm í Patreksfirði. Nokkrir þeirra fundust í Ósá í Patreksfirði nokkrum dögum síðar en samkvæmt Matvælastofnun gætu um 3.400 laxar hafa sloppið. Málið er til rannsóknar hjá stofnuninni. „Við höfum fengið núna átta staðfest tilvik af norðvesturhorninu þar sem fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða fimm ár í Húnavatnssýslu, tvær í Breiðafirði og eina á Vestfjörðum. „Svo geri ég náttúrulega ráð fyrir því að í litlu ánum á Vestfjörðum sé eldislax að ganga af krafti.“ Gunnar segir að lengi hafi verið varað við því að þetta geti gerst. „Áhyggjurnar eru fyrst og fremst af erfðablöndun. Það sem gerist er að eldislaxinn gengur upp árnar og tekur þátt í hrigningunni með villta laxinum.“ Þetta geti ekki verið viðvarandi í langan tíma án þess að erfðablöndun eigi sér stað. Slíkt dragi verulega úr hæfni villta laxins. „Það er í rauninni það sem við höfum áhyggjur af.“ Er skaðinn skeður núna? „Þetta er náttúrulega mjög alvarleg staða og þessi skaði er vissulega skeður. En villti stofninn þolir kannski smávægilegan ágang í smá tíma en svona viðvarandi ágang, hann þolir það ekki.“
Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Landeldi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira