Ætlar að tvöfalda uppbyggingu til að bregðast við niðursveiflu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. ágúst 2023 21:39 Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar að tvöfalda uppbyggingu á húsnæði fyrir tekjulága til að bregðast við samdrátt í uppbyggingu húsnæðis. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir brýnt að bregðast við svo málið þvælist ekki fyrir í næstu kjarasamningum. Vísir Framboð á nýjum íbúðum virðist vera að dragast saman þrátt fyrir að ríki og borg hafi gert með sér tímamótasamkomulag á síðasta ári um fjölgun þeirra. Innviðaráðherra segist ætla að tvöfalda uppbyggingu leiguíbúða á næstu þremur árum. Innviðaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og HMS kynntu það sem þau kölluðu tímamótasamning í fyrra um byggingu fjögur þúsund íbúða árlega næstu fimm ár. Á húsnæðisþingi ráðuneytisins og HMS á Hótel Hilton í dag kom hins vegar fram að það væru blikur á lofti með að þetta náist. Samband íslenskra sveitafélaga hafði bent á það strax í vor. Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði.Vísir/Einar Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði. „Við erum búin að sjá skýrar vísbendingar um það undanfarið að það hafi verulega hægt á sem leiðir til þess að það muni fækka í fullbúnum íbúðum á næstu árum. Út af efnahagsástandinu virðast byggingaraðilar vera að halda að sér höndum þar til aðstæður breytast,“ segir Elmar. Ætlar að tvöfalda uppbyggingu Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti nýja húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar á þinginu og segir að þegar hafi verið ákveðið að bregðast við núverandi stöðu með ýmsu móti. „Við ætlum að meira en tvöfalda almennar íbúðir á leigumarkaði fyrir hina tekjulágu í ár og næstu tvö ár með stofnframlögum. Þetta eru í heild 2.800 íbúðir á þessum þremur árum. Þá breyttum við markmiðum í kringum hlutdeildarlánin í sumar sem er stuðningur fyrir þá sem kaupa húsnæði í fyrsta skipti með stuðningi hins opinbera. Sá markaður tók verulega við sér í sumar,“ segir Sigurður. Brýnt að allir taki þátt „ Byggingarverktakar eru held ég alveg í stakk búnir að bæta í og byggja en við þurfum að ná þessu efnahagsjafnvægi. Það er ekki bara Seðlabankinn og ríkisvaldið sem þurfa að koma að því, þar þurfa aðilar vinnumarkaðarins líka að koma að. Ef við leggjumst öll á plóginn þá náum við verðbólgunni niður og komumst inn í betra vaxtaumhverfi,“ segir Sigurður. Ekki er enn útlit fyrir lækkun verðbólgu en í dag kom fram að hún er aftur á uppleið eftir lækkanir síðustu mánaða. Hún mældist 7,7 prósent í ágúst og hækkaði um 0,34 prósent milli mánaða. Brýnt að bregðast við Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir að brýnt að bregðast við of lítilli uppbyggingu fyrir næstu kjarasamningalotu. „Við höfum lagt höfuðáherslu á félagslega kerfið og munum gera það inn í komandi kjarasamningum. Þetta útspil innviðaráðherra er ágætis innlegg inn í það. Það verður hins vegar að gera þetta mjög hratt,“ segir Finnbjörn. Aðspurður um hvort hann sé vongóður um að það verði gert svarar Finnbjörn: „Ég veit það ekki, við sáum þessa kynningu 2019, svo aftur 2021 og svo 2022 og svo aftur núna og kannski fylgir hugur máli núna það verður bara að koma í ljós,“ segir Finnbjörn að lokum. Húsnæðismál Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna. 24. ágúst 2023 10:23 Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008 Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá. 23. ágúst 2023 11:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Innviðaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og HMS kynntu það sem þau kölluðu tímamótasamning í fyrra um byggingu fjögur þúsund íbúða árlega næstu fimm ár. Á húsnæðisþingi ráðuneytisins og HMS á Hótel Hilton í dag kom hins vegar fram að það væru blikur á lofti með að þetta náist. Samband íslenskra sveitafélaga hafði bent á það strax í vor. Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði.Vísir/Einar Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS segir hátt vaxtarstig og verðbólgu draga úr uppbyggingu á húsnæði. „Við erum búin að sjá skýrar vísbendingar um það undanfarið að það hafi verulega hægt á sem leiðir til þess að það muni fækka í fullbúnum íbúðum á næstu árum. Út af efnahagsástandinu virðast byggingaraðilar vera að halda að sér höndum þar til aðstæður breytast,“ segir Elmar. Ætlar að tvöfalda uppbyggingu Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti nýja húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar á þinginu og segir að þegar hafi verið ákveðið að bregðast við núverandi stöðu með ýmsu móti. „Við ætlum að meira en tvöfalda almennar íbúðir á leigumarkaði fyrir hina tekjulágu í ár og næstu tvö ár með stofnframlögum. Þetta eru í heild 2.800 íbúðir á þessum þremur árum. Þá breyttum við markmiðum í kringum hlutdeildarlánin í sumar sem er stuðningur fyrir þá sem kaupa húsnæði í fyrsta skipti með stuðningi hins opinbera. Sá markaður tók verulega við sér í sumar,“ segir Sigurður. Brýnt að allir taki þátt „ Byggingarverktakar eru held ég alveg í stakk búnir að bæta í og byggja en við þurfum að ná þessu efnahagsjafnvægi. Það er ekki bara Seðlabankinn og ríkisvaldið sem þurfa að koma að því, þar þurfa aðilar vinnumarkaðarins líka að koma að. Ef við leggjumst öll á plóginn þá náum við verðbólgunni niður og komumst inn í betra vaxtaumhverfi,“ segir Sigurður. Ekki er enn útlit fyrir lækkun verðbólgu en í dag kom fram að hún er aftur á uppleið eftir lækkanir síðustu mánaða. Hún mældist 7,7 prósent í ágúst og hækkaði um 0,34 prósent milli mánaða. Brýnt að bregðast við Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir að brýnt að bregðast við of lítilli uppbyggingu fyrir næstu kjarasamningalotu. „Við höfum lagt höfuðáherslu á félagslega kerfið og munum gera það inn í komandi kjarasamningum. Þetta útspil innviðaráðherra er ágætis innlegg inn í það. Það verður hins vegar að gera þetta mjög hratt,“ segir Finnbjörn. Aðspurður um hvort hann sé vongóður um að það verði gert svarar Finnbjörn: „Ég veit það ekki, við sáum þessa kynningu 2019, svo aftur 2021 og svo 2022 og svo aftur núna og kannski fylgir hugur máli núna það verður bara að koma í ljós,“ segir Finnbjörn að lokum.
Húsnæðismál Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna. 24. ágúst 2023 10:23 Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008 Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá. 23. ágúst 2023 11:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna. 24. ágúst 2023 10:23
Mesti samdráttur í íbúðafjárfestingu frá fjármálakreppunni 2008 Íbúðafjárfesting dróst saman um 14 prósent á milli ára á fyrsta ársfjórðungi. Það er mesti samdráttur frá fjármálakreppunni 2008, segir aðalhagfræðingur Seðlabankans. Íbúðafjárfesting reyndist töluvert minni en Seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í spá. 23. ágúst 2023 11:20
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?