Hagnaður Sýnar á fyrri hluta árs eykst Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2023 12:02 Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, segir að rekstrarhagnaður haldi áfram að vaxa í takt við áætlanir. Sýn Rekstrarhagnaður Sýnar hf nam 1.002 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 39 prósent á milli ára. Rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi var 574 milljónir króna samanborið við 322 milljónir á fyrra ári. Þá nam hagnaður eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 483 milljónum króna samanborið við 273 milljónir króna á sama tímabili árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar en árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023 var samþykktur á stjórnarfundi í gær. Niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins beðið Í tilkynningunni kemur fram að vænta megi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar ekki síðar en 28. september, en umsamið kaupverð er þrír milljarðar króna. „Sölutorgið Bland.is var nýverið keypt. Í október má búast við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa á öllu hlutafé Eignarhaldsfélagsins Njálu, móðurfélagi Já hf., sem rekur vefsíðuna ja.is. Með kaupunum á Já og Bland verður til ný tekjustoð í rekstri Sýnar, verslun og vöruleit, auk þess sem auglýsingaplássum á vefmiðlum Sýnar fjölgar til muna. Afkomuspá vegna ársins 2023 er óbreytt, EBIT 2.200 m.kr. til 2.500 m.kr. án einskiptishagnaðar vegna sölu stofnnets,“ segir í tilkynningunni. Vex í takt við áætlanir Haft eftir Yngva Halldórssyni, forstjóra Sýnar, að rekstrarhagnaður haldi áfram að vaxa í takt við áætlanir. „Við sjáum líka ágætan takt í tekjum í kjarnastarfsemi þótt beinn samanburður sé erfiður við fyrra ár vegna óreglulegra tekna. Einkar ánægjulegt er að sjá sterkan tekjuvöxt og framlegðaraukningu í auglýsingatekjum og reiki, auk þess að áfram er góður gangur í fjarskiptum fyrirtækja. Við höfum undanfarið gert mjög góða samninga sem munu styrkja félagið þegar fram líða stundir. Í fyrirtækjakaupum þá keyptum við Já en sá samruni er í meðhöndlun hjá SKE. Einnig keyptum við sölutorgið Bland.is sem við höfum nú þegar fengið afhent. Við sjáum mikil tækifæri í auglýsingum og annarri þjónustu á vefmiðlum og eru þessi kaup liður í því. Við gerðum tímamótasamning við Viaplay og með þeim samningi er Vodafone með einkarétt á sölu á Viaplay vörunum í vöndli við aðrar vörur. Með þessu erum við meðal annars að einfalda líf sport áhugamanna með lækkun á heildarkostnaði heimila. Nú í ágúst setti Vodafone í loftið fjölbreytta fjarskipta- og afþreyingarpakka sem henta öllum gerðum af heimilum. Viðtökur viðskiptavina hafa verið mjög góðar og er stefnan sett á aukningu í markaðshlutdeild í kjarnastarfsemi á næstu mánuðum,“ er haft eftir Yngva. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Þá nam hagnaður eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 483 milljónum króna samanborið við 273 milljónir króna á sama tímabili árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar en árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023 var samþykktur á stjórnarfundi í gær. Niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins beðið Í tilkynningunni kemur fram að vænta megi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar ekki síðar en 28. september, en umsamið kaupverð er þrír milljarðar króna. „Sölutorgið Bland.is var nýverið keypt. Í október má búast við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa á öllu hlutafé Eignarhaldsfélagsins Njálu, móðurfélagi Já hf., sem rekur vefsíðuna ja.is. Með kaupunum á Já og Bland verður til ný tekjustoð í rekstri Sýnar, verslun og vöruleit, auk þess sem auglýsingaplássum á vefmiðlum Sýnar fjölgar til muna. Afkomuspá vegna ársins 2023 er óbreytt, EBIT 2.200 m.kr. til 2.500 m.kr. án einskiptishagnaðar vegna sölu stofnnets,“ segir í tilkynningunni. Vex í takt við áætlanir Haft eftir Yngva Halldórssyni, forstjóra Sýnar, að rekstrarhagnaður haldi áfram að vaxa í takt við áætlanir. „Við sjáum líka ágætan takt í tekjum í kjarnastarfsemi þótt beinn samanburður sé erfiður við fyrra ár vegna óreglulegra tekna. Einkar ánægjulegt er að sjá sterkan tekjuvöxt og framlegðaraukningu í auglýsingatekjum og reiki, auk þess að áfram er góður gangur í fjarskiptum fyrirtækja. Við höfum undanfarið gert mjög góða samninga sem munu styrkja félagið þegar fram líða stundir. Í fyrirtækjakaupum þá keyptum við Já en sá samruni er í meðhöndlun hjá SKE. Einnig keyptum við sölutorgið Bland.is sem við höfum nú þegar fengið afhent. Við sjáum mikil tækifæri í auglýsingum og annarri þjónustu á vefmiðlum og eru þessi kaup liður í því. Við gerðum tímamótasamning við Viaplay og með þeim samningi er Vodafone með einkarétt á sölu á Viaplay vörunum í vöndli við aðrar vörur. Með þessu erum við meðal annars að einfalda líf sport áhugamanna með lækkun á heildarkostnaði heimila. Nú í ágúst setti Vodafone í loftið fjölbreytta fjarskipta- og afþreyingarpakka sem henta öllum gerðum af heimilum. Viðtökur viðskiptavina hafa verið mjög góðar og er stefnan sett á aukningu í markaðshlutdeild í kjarnastarfsemi á næstu mánuðum,“ er haft eftir Yngva. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira