„Kominn með nóg af því að vera meiddur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2023 09:02 Ómar Ingi Magnússon hefur leikið með Magdeburg frá 2020. getty/Gregor Fischer Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins 2021 og 2022, sneri aftur á handboltavöllinn í síðustu viku eftir sjö mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann fer sér í engu óðslega í endurkomunni en segir að það hafi tekið á að fylgjast með seinni hluta síðasta tímabils af hliðarlínunni. Ómar Ingi skoraði eitt mark þegar Magdeburg rústaði Wetzlar, 15-31, í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar á föstudaginn. Það var hans fyrsti leikur síðan Ísland vann Grænhöfðaeyjar á HM 18. janúar. Síðan þá hefur Selfyssingurinn verið frá vegna meiðsla á hæl og gekkst undir aðgerð vegna þeirra í byrjun febrúar. „Tilfinningin var frábær. Ég var kominn með nóg af því að vera meiddur. Líkaminn fékk góða pásu og ég er glaður með að vera kominn aftur,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Vísi í gær. Hann segist enn eiga töluvert í land til að ná fyrri styrk. „Ég þarf bara að æfa. Mig vantar aðeins kraft í fæturna og styrkja löppina í kringum sinina. Ég er enn smá aumur ennþá en það er hluti af þessu. Þetta kemur með æfingu og meiri tíma inni á vellinum.“ Fer hægt í sakirnar Ómar Ingi er til þess að gera nýbyrjaður að æfa með Magdeburg og spilaði aðeins í um tíu mínútur í leiknum gegn Wetzlar á föstudaginn. Hann ítrekar að hann ætli að fara rólega af stað. „Þetta er allt gert mjög markvisst og það mun taka mig einhvern tíma fyrir mig að verða hundrað prósent aftur. Ég þarf bara að æfa og æfa almennilega.“ Að sögn Ómars Inga gekk endurhæfingin vel. „Ég fékk að vita að þetta væru svona 5-8 mánuðir og núna eru komnir sjö mánuðir. Það er misjafnt hversu langan tíma þetta tekur. Það var hundfúlt að geta ekki spilað og verið með,“ sagði Ómar Ingi. Ætlar ekki að vera aftur í stúkunni Sem fyrr sagði fylgdist Selfyssingurinn með seinni hluta síðasta tímabils af hliðarlínunni. Hann segir að það hafi verið sérstaklega erfitt að horfa á úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu úr stúkunni. Magdeburg, leiddir áfram af Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, stóð þar uppi sem sigurvegari. „Það var mjög leiðinlegt að þurfa að horfa á úrslitahelgina og það er eitthvað sem mig langar ekki að gera aftur. En ég var mjög glaður fyrir hönd liðsins, hvernig þeir spiluðu og hvað þeir afrekuðu. Vonandi verð ég með næst,“ sagði Ómar Ingi. Leikmenn Magdeburg fagna Evrópumeistaratitlinum.getty/Ronny Hartmann Auk þess að verða Evrópumeistari varð Magdeburg heimsmeistari félagsliða á síðasta tímabili og endaði í 2. sæti í þýsku úrvalsdeildinni og þýsku bikarkeppninni. Liðið setur áfram stefnuna á að vinna alla þá titla sem það keppir um. „Það er akkúrat það sem við ætlum að gera, reyna við alla titla og bæta okkur. Við erum með hörkulið og búnir að fá nokkra nýja og flotta leikmenn. Gísli er reyndar úr leik í einhvern tíma en við erum helvíti öflugir. En við þurfum að sýna það í hverjum leik. Það er kúnstin í þessu,“ sagði Ómar Ingi. Góður liðsstyrkur Eftir að hafa spilað stöðu hægri skyttu hjá Magdeburg með Hollendingnum Kay Smits fékk Ómar Ingi nýjan félaga í sumar, Svíann Albin Lagergren. Hann ber honum vel söguna. „Hann er mjög flottur, mjög öflugur, traustur í vörn og sókn. Hann á eftir að hjálpa okkur,“ sagði Ómar Ingi. Ómar Ingi fer sér engu óðslega í endurkomunni.getty/Gregor Fischer Þeir Gísli hafa myndað eitt besta tvíeyki handboltans undanfarin ár en sá síðarnefndi missir af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla sem hann varð fyrir í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Til að fylla skarð Gísla fékk Magdeburg Janus Daða Smárason frá Kolstad í Noregi. „Hann hefur komið vel inn í þetta. Ég er spenntur að sjá hann. Hann passar vel inn í okkar leikstíl, fer mikið maður á mann og það er mikið tempó í honum. Ég held hann verði glæsilegur með okkur. Hann er flottur leikmaður og mjög gott að spila með honum,“ sagði Ómar Ingi að endingu. Þýski handboltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ómar Ingi skoraði eitt mark þegar Magdeburg rústaði Wetzlar, 15-31, í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar á föstudaginn. Það var hans fyrsti leikur síðan Ísland vann Grænhöfðaeyjar á HM 18. janúar. Síðan þá hefur Selfyssingurinn verið frá vegna meiðsla á hæl og gekkst undir aðgerð vegna þeirra í byrjun febrúar. „Tilfinningin var frábær. Ég var kominn með nóg af því að vera meiddur. Líkaminn fékk góða pásu og ég er glaður með að vera kominn aftur,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Vísi í gær. Hann segist enn eiga töluvert í land til að ná fyrri styrk. „Ég þarf bara að æfa. Mig vantar aðeins kraft í fæturna og styrkja löppina í kringum sinina. Ég er enn smá aumur ennþá en það er hluti af þessu. Þetta kemur með æfingu og meiri tíma inni á vellinum.“ Fer hægt í sakirnar Ómar Ingi er til þess að gera nýbyrjaður að æfa með Magdeburg og spilaði aðeins í um tíu mínútur í leiknum gegn Wetzlar á föstudaginn. Hann ítrekar að hann ætli að fara rólega af stað. „Þetta er allt gert mjög markvisst og það mun taka mig einhvern tíma fyrir mig að verða hundrað prósent aftur. Ég þarf bara að æfa og æfa almennilega.“ Að sögn Ómars Inga gekk endurhæfingin vel. „Ég fékk að vita að þetta væru svona 5-8 mánuðir og núna eru komnir sjö mánuðir. Það er misjafnt hversu langan tíma þetta tekur. Það var hundfúlt að geta ekki spilað og verið með,“ sagði Ómar Ingi. Ætlar ekki að vera aftur í stúkunni Sem fyrr sagði fylgdist Selfyssingurinn með seinni hluta síðasta tímabils af hliðarlínunni. Hann segir að það hafi verið sérstaklega erfitt að horfa á úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu úr stúkunni. Magdeburg, leiddir áfram af Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, stóð þar uppi sem sigurvegari. „Það var mjög leiðinlegt að þurfa að horfa á úrslitahelgina og það er eitthvað sem mig langar ekki að gera aftur. En ég var mjög glaður fyrir hönd liðsins, hvernig þeir spiluðu og hvað þeir afrekuðu. Vonandi verð ég með næst,“ sagði Ómar Ingi. Leikmenn Magdeburg fagna Evrópumeistaratitlinum.getty/Ronny Hartmann Auk þess að verða Evrópumeistari varð Magdeburg heimsmeistari félagsliða á síðasta tímabili og endaði í 2. sæti í þýsku úrvalsdeildinni og þýsku bikarkeppninni. Liðið setur áfram stefnuna á að vinna alla þá titla sem það keppir um. „Það er akkúrat það sem við ætlum að gera, reyna við alla titla og bæta okkur. Við erum með hörkulið og búnir að fá nokkra nýja og flotta leikmenn. Gísli er reyndar úr leik í einhvern tíma en við erum helvíti öflugir. En við þurfum að sýna það í hverjum leik. Það er kúnstin í þessu,“ sagði Ómar Ingi. Góður liðsstyrkur Eftir að hafa spilað stöðu hægri skyttu hjá Magdeburg með Hollendingnum Kay Smits fékk Ómar Ingi nýjan félaga í sumar, Svíann Albin Lagergren. Hann ber honum vel söguna. „Hann er mjög flottur, mjög öflugur, traustur í vörn og sókn. Hann á eftir að hjálpa okkur,“ sagði Ómar Ingi. Ómar Ingi fer sér engu óðslega í endurkomunni.getty/Gregor Fischer Þeir Gísli hafa myndað eitt besta tvíeyki handboltans undanfarin ár en sá síðarnefndi missir af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla sem hann varð fyrir í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Til að fylla skarð Gísla fékk Magdeburg Janus Daða Smárason frá Kolstad í Noregi. „Hann hefur komið vel inn í þetta. Ég er spenntur að sjá hann. Hann passar vel inn í okkar leikstíl, fer mikið maður á mann og það er mikið tempó í honum. Ég held hann verði glæsilegur með okkur. Hann er flottur leikmaður og mjög gott að spila með honum,“ sagði Ómar Ingi að endingu.
Þýski handboltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira