Þjálfaramál Breiðabliks skýrist á allra næstu dögum: „Ekki léttvæg skref að stíga“ Aron Guðmundsson skrifar 29. ágúst 2023 12:01 Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks (til vinstri) og Ásmundur Arnarsson, fráfarandi þjálfari Breiðabliks (til hægri) Vísir/Samsett mynd Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir ákvörðunina um að binda endi á samstarfs félagsins við þjálfarann Ásmund Arnarsson, sem hafði stýrt kvennaliði félagsins frá því um haustið 2021, vera afar erfiða. Þjálfaramál liðsins skýrist á allra næstu dögum. Seinni partinn í gær birtist yfirlýsing frá knattspyrnudeild Breiðabliks þar sem greint var frá því að félagið hefði komist að samkomulagi við Ásmund Arnarsson um að hann myndi láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs félagsins í fótbolta. Er árangur liðsins að undanförnu sagður liggja að baki þessari ákvörðun. 4-2 tap gegn Þrótti Reykjavík um nýliðna helgi reyndist síðan vera dropinn sem fyllti mælinn. „Þessi ákvörðun var okkur erfið,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Ásmundur er afar góður þjálfari og fær, það hefur hann sýnt á sínum tíma hjá okkur. Þá er hann góður félagi en við töldum okkur þurfa að gera breytingar á þessum tímapunkti miðað við stöðuna en þetta eru ekki léttvæg skref að stíga.“ Er það Breiðablik sem á frumkvæðið að þessari ákvörðun? „Við komumst að þessu samkomulagi,“ var svar Flosa við þessari spurningu. En hvað tekur þá við hjá Breiðabliki núna hvað varðar þjálfaramál? Fram undan er úrslitakeppni Bestu deildarinnar en liðið er sem stendur í 2.sæti, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í 3.sæti. En leit ykkar að nýjum þjálfara. Búist þið við að ganga frá ráðningu fyrir lok tímabils eða er það eitthvað sem bíður þar til eftir tímabil? „Þetta er nú bara eitthvað sem er í vinnslu. Þetta eru tvær aðskildar ákvarðanir sem við erum að taka, þar er annars vegar að klára þetta tímabil og hins vegar hvernig við högum þjálfaramálum liðsins til framtíðar. Þetta skýrist á allra næstu dögum.“ Leitað var eftir viðbrögðum hjá Ásmundi Arnarssyni, fráfarandi þjálfara Breiðabliks, en hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Seinni partinn í gær birtist yfirlýsing frá knattspyrnudeild Breiðabliks þar sem greint var frá því að félagið hefði komist að samkomulagi við Ásmund Arnarsson um að hann myndi láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs félagsins í fótbolta. Er árangur liðsins að undanförnu sagður liggja að baki þessari ákvörðun. 4-2 tap gegn Þrótti Reykjavík um nýliðna helgi reyndist síðan vera dropinn sem fyllti mælinn. „Þessi ákvörðun var okkur erfið,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Ásmundur er afar góður þjálfari og fær, það hefur hann sýnt á sínum tíma hjá okkur. Þá er hann góður félagi en við töldum okkur þurfa að gera breytingar á þessum tímapunkti miðað við stöðuna en þetta eru ekki léttvæg skref að stíga.“ Er það Breiðablik sem á frumkvæðið að þessari ákvörðun? „Við komumst að þessu samkomulagi,“ var svar Flosa við þessari spurningu. En hvað tekur þá við hjá Breiðabliki núna hvað varðar þjálfaramál? Fram undan er úrslitakeppni Bestu deildarinnar en liðið er sem stendur í 2.sæti, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í 3.sæti. En leit ykkar að nýjum þjálfara. Búist þið við að ganga frá ráðningu fyrir lok tímabils eða er það eitthvað sem bíður þar til eftir tímabil? „Þetta er nú bara eitthvað sem er í vinnslu. Þetta eru tvær aðskildar ákvarðanir sem við erum að taka, þar er annars vegar að klára þetta tímabil og hins vegar hvernig við högum þjálfaramálum liðsins til framtíðar. Þetta skýrist á allra næstu dögum.“ Leitað var eftir viðbrögðum hjá Ásmundi Arnarssyni, fráfarandi þjálfara Breiðabliks, en hann vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki