„Lífið leiðir mann á þann veg sem maður þarf að ganga“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2023 07:00 Leikkonan Eygló Hilmarsdóttir ræddi við blaðamann um lífið, leiklistina og hlutverk sitt í leikritinu Sund sem er frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld. Vísir/Vilhelm „Maður þarf bara að halda sér á tánum, vinna hart, halda alltaf áfram og reyna að skapa sér tækifæri sjálfur. Ekki sitja bara og bíða eftir símtali,“ segir leikkonan Eygló Hilmarsdóttir en hún fer með hlutverk í sýningunni Sund sem er frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld. Eygló ræddi við blaðamann um marglaga samband sitt við sundið, sjokkið við að útskrifast úr LHÍ og óhefðbundnar leiðir í leiklistinni. „Djúpur partur af þjóðarsálinni“ „Það er svo gaman að skoða hvernig samband manns við sund breytist í gegnum tíðina. Mér finnst sund svo djúpur partur af þjóðarsálinni og þegar maður er barn þá er maður með ákveðið samband við sund,“ segir Eygló en sund hefur sannarlega verið henni ofarlega í huga undanfarið í tengslum við sýninguna. Leikritið Sund er svokallað samsköpunarverk þar sem sýningin er unnin í æfingarferlinu og hópurinn er höfundur að sýningunni. Birnir Jón Sigurðsson leikstýrir og tónlist er í höndum Friðriks Margrétar-Guðmundssonar. „Við erum að vinna með útgangspunktinn sund og leikmyndin er inspereruð af hefðbundinni sundlaug á höfuðborgarsvæðinu, sem er okkar leikvöllur.“ Ásamt Eygló fara Andrean Sigurgeirsson, Erna Guðrún Fritzdóttir, Friðrik Margrétar-Guðmundsson, Kjartan Darri Kristjánsson og Þórey Birgisdóttir með hlutverk í Sund. Owen Fiene Uppljómun í sundi Eygló segist hafa farið í gegnum ýmis tímabil tengd sundinu. „Á unglingsárunum fór ég ekki í sund, það eru þessi ár þar sem líkamsmeðvitundin kemur inn og maður verður eitthvað meðvitaður um líkamann sinn. Ég endurnýjaði samband mitt við sund svo þegar ég byrjaði í háskóla, þá varð ég algjörlega háð því. Það má eiginlega segja að ég hafi uppljómast gagnvart sundi og ég held að margir eigi þessa upplifun sameiginlega.“ Hún segir að sundið hafi í kjölfarið orðið griðastaður sinn. „Þetta er staður þar sem maður er ekki með síma og maður neyðist hálfgert til að vera annað hvort í nú-inu með sjálfum sér eða vera í rými með öðru fólki.“ Sund spilar veigamikið hlutverk í daglegu lífi Eyglóar. Owen Fiene Árið 2019 varð Eygló ólétt af tvíburum og segir hún að sundið hafi þá orðið nauðsynlegur partur af daglegri tilveru. „Það var svo mikill léttir að fara í vatnið þegar maður var óléttur, og þá sérstaklega af tvíburum,“ segir Eygló og hlær. Í dag er sundið svo orðin mikil fjölskyldustund hjá henni. „Dætur mínar elska að fara í sund og þær eru eins og selir, þær eru algjörlega frjálsar í sundi þó þær séu ósyndar og allt það en þetta er alveg ofboðslega góður fjölskyldutími fyrir okkur. Síðan auðvitað reynir maður að komast í sund inn á milli einn og eiga þessa heilögu stund með sjálfum sér.“ Fyndnast að tengja persónulega við grínið Eygló er óhrædd við að spegla eigin raunveruleika í sinni listsköpun og segist sérstaklega gera það í þessu umrædda verki. „Maður fær að vera svo ótrúlega mikill partur af sköpunarferlinu og það er algjörlega háð því að við leikararnir í hópnum séum til í að gefa af okkar eigin upplifun og reynslu. Svo setjum við í bankann hvað eru sameiginlegar reynslur og hvernig upplifum við hlutina á ólíkan hátt.“ Eygló hefur meðal annars vakið athygli fyrir hlutverk sitt í grínþáttunum Kanarí þar sem lífsreynsla hennar getur oft endað sem grín. „Það sem er oft fyndnast er það sem maður tengir persónulega við og maður reynir svolítið að finna litla núansa í daglegu lífi sem margir geta tengt við. Eða stóra hluti, eins og að eignast barn. „Ég var að fæða barn“ sketsinn okkar varð náttúrulega ótrúlega vinsæll því það eru bara svo ótrúlega mikið af konum sem hafa átt barn, hafa farið í gegnum þessa reynslu og tengdu persónulega við þessa geðveiki.“ Öðruvísi berskjöldun og bein umbun Hún segir grínið þó geta verið góður skjöldur og að berskjöldunin sem fylgi því sé svolítið einstök. „Þegar maður er að gera grín þá er maður alveg með risa skjöld fyrir framan sig því grín er þannig að maður fær strax viðbrögð. Ég held að það sé erfiðara og hættulegra að gera hluti sem eiga ekki að vera fyndnir því fólk kannski tekur það meira inn á við og maður fær ekki þessa sömu viðurkenningu. Þegar við í Kanarí höfum verið með sýningu þá vitum við ef okkur er að takast ætlunarverkið. Ef að fólk hlær þá vitum við strax að okkur er að ganga vel. Það er ekki þannig í drama verkum eða þegar fólk er meira að taka inn, fer svo út að sýningu lokinni og maður veit ekki endilega hvernig það upplifir það. Þannig að það er kannski að einhverju leyti meira berskjaldandi. Grín er allavega þannig að maður fær svona strax umbun sem listamaður, nema auðvitað ef fólk hlær ekki. Það er náttúrulega hræðilegt og alveg súper berskjaldandi og getur verið niðurlægjandi, en maður lærir auðvitað að taka því. En það er mjög áhugavert að hugsa um grínið og hvernig maður veit strax hver viðbrögðin eru.“ Eygló segir fyndnustu mómentin koma frá reynslu sem auðvelt er að tengja við.Owen Fiene Hún segir þó berskjöldunina órjúfanlegan hluta af leiklistinni. „Ég held að sem listamaður þurfi maður alltaf að berskjalda sig á einhvern hátt, til þess að ná að stinga sér í samband við fólk, hvort sem það er í drama eða með hlátri. Því það er þá sem spegilfrumurnar einhvern veginn fara af stað og við byrjum að tengja, það er það sem þetta gengur allt út á. Þannig að það er algjörlega nauðsynlegt að berskjalda sig eitthvað, án þess að maður þurfi eitthvað að leggja hjarta sitt á borð í hvert skipti sem maður gerir verk.“ Alin upp í leikhúsinu Leiklistaráhuginn hefur fylgt Eygló frá blautu barnsbeini en hún er alin upp í kringum leikhús. Foreldrar hennar, Sóley Elíasdóttir og Hilmar Jónsson, eru bæði menntuð sem leikarar og segist Eygló hafa fengið að kynnast tveimur ólíkum heimum leikhússins í gegnum þau. „Mamma var í Borgarleikhúsinu sem er náttúrulega svona stofunarleikhús á meðan að pabbi var með Hafnarfjarðarleikhúsið sem var meiri grasrótarstarfsemi og sjálfstæðari sena. Mér fannst því alltaf sjálfsagt að leiklistin væri starfsvettvangur því þetta var stöðugt í umhverfinu mínu. Maður upplifir að maður geti gert það sem maður elst upp í kringum. Auðvitað kviknaði þessi hugmynd um að verða leikkona mjög snemma, því mamma var leikkona.“ Einn stærsti áhrifavaldurinn í vegferð Eyglóar var þó dansinn. „Ég æfði dans frá því ég var um fjögurra ára gömul. Ég var hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar lengi og þá var alltaf verið að setja upp sýningar. Ég fékk oft svolítið skemmtileg og bitastæð hlutverk, eins og að túlka nornina í Þyrnirós, og náði þar að fara svolítið inn í karakterana.“ Eygló Hilmarsdóttir er alin upp í kringum leikhús og byrjaði ung að aldri að stunda dansnám.Vísir/Vilhelm Heltekin eftir Herranótt Eftir grunnskóla fer Eygló í MR og kynnist þar Herranótt, leikfélagi skólans. Hún var ein af örfáum busum sem fékk hlutverk í sýningunni og þá var ekki aftur snúið. Hún hætti þá í dansinum og lagði allan sinn tíma í leiklistina. „Þá byrjar þetta fyrir alvöru að heltaka mann og ég fann svo sterkt fyrir því að þetta var eitthvað sem ég get og elska. Í menntaskóla var ég ekkert að sinna náminu, ég var bara að taka þátt í einhverjum leikritum og söngkeppnum, ég var að gera allt sem var skapandi þar,“ segir Eygló og hlær. Fyrsta Herranætursýningin á þá sérstaklega stóran hlut í hjarta Eyglóar. „Þá vorum við að setja upp Meistarinn og Margaríta með Karli Ágústi Þorbergssyni sem var þá nýútskrifaður úr LHÍ. Þetta var mjög óhefðbundið æfingarferli og við vorum ekki bara að æfa línur beint úr leikriti. Við gerðum alls konar hluti sem ég fór svo aftur að gera í Listaháskólanum og það var ótrúlega skapandi ferli. Við bjuggum til leikhús í gamla Heimilistækjahúsinu sem var tómt húsnæði, breyttum rýminu í leikhús og þetta var ótrúlega mikið ævintýri. Maður var í svo mikilli sköpunargleði og það þurfti svo mikið að gera.“ Eygló Hilmarsdóttir fer með hlutverk í samsköpunarverkinu Sund en sundið spilar veigamikið hlutverk í hennar daglega lífi.Vísir/Vilhelm Valdeflandi að svitna við þetta Ári síðar fer Eygló í Herranæturstjórn og er þar með Steiney Skúladóttur og Guðmundi Felixsyni, sem eru nú með henni í Kanarí og Kjartani Darra, sem er með henni í Sund sýningunni. „Ég er að vinna með öllum þessum krökkum í dag og það er svo verðmætt. Í MR var eins og ég hafi algjörlega náð að fara inn í leiklistina og þá sá ég þetta svo skýrt fyrir mér. Maður veit ekkert hvað er í þessu fólgið fyrr en maður fær svona upplifun.“ Eygló segist búa vel að þessari reynslu. „Í dag er ég í raun að gera svipaða hluti. Ég er að lifa þennan draum núna sem er að fá að skapa eitthvað alveg frá grunni og vera í þessari sjálfstæðu vinnu. Það er svo gaman því maður þarf að gera allt sjálfur. Það eru engir sviðsmenn, það er engin að sjá um mann. Við erum að setja saman leikmyndina, við erum að græja allt og þetta er einhvern veginn okkar partý. Það er svo valdeflandi að svitna við þetta á meðan maður er að skapa þetta.“ Endalaus nei Blaðamaður spyr Eygló hvort það hafi einhvern tíma verið erfitt að hafa trú á sér og hvort efasemdir í eigin garð hafi á einhverjum tímapunkti bankað upp á. „Ég hef klárlega farið í gegnum það að efast um mig. Listaháskólinn er náttúrulega bara einhver búbbla þar sem maður fær endalaust að prófa, skapa og þroskast og síðan útskrifast maður og þá er allt í einu eiginlega ekkert að frétta. Maður byrjar að leita sér að tækifærum og vinnu og það er endalaust af höfnunum. Maður fer í prufur og það er endalaust verið að segja nei við mann. Ég held að það geti verið áfall fyrir marga að útskrifast úr Listaháskólanum og byrja að vinna sem leikari. Auðvitað dreymir mann um að fá fastráðningu í öðru hvoru af stóru leikhúsunum, fá verkefni eftir verkefni og halda áfram að þroskast þar og blómstra, en það er bara alls ekki þannig fyrir langflesta. Það eru örfáir sem fá þá upplifun.“ Eygló segir mikilvægt að halda sér á tánum og vera dugleg að skapa sér tækifæri. Vísir/Vilhelm Þýðir ekki að sitja og bíða eftir símtali Hún segist þó upplifa lífið sem svo að allt fari nákvæmlega eins og það á að fara. „Ég held að það hafi verið svoleiðis hjá mér og síðastliðin ár hafa mótað mig mjög mikið sem listakonu. Ég held líka að ég hafi þurft á því að halda að fara svolítið óhefðbundnar leiðir í leiklistinni eftir útskrift, komandi inn í þennan heim sem leikarabarn eða kúltúr barn. Þess vegna var kannski líka svolítið mikið sjokk fyrir mig að útskrifast og fatta að þetta er ekkert gefið. Maður þarf bara að halda sér á tánum, vinna hart og halda áfram og reyna að skapa sér tækifæri sjálfur. Ekki sitja bara og bíða eftir símtali, eins þægilegt og það væri ef maður fengi allt upp í hendurnar. En ég held að lífið leiði mann á þann veg sem maður þarf að ganga,“ segir Eygló að lokum. Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá þessari leikkonu en ásamt sýningunni Sund fer Eygló með hlutverk í sjónvarpsseríunni Kennarastofan sem verður sýnt síðar í vetur á Sjónvarpi Símans. Þá ætlar Kanaríhópurinn að frumsýna nýja sýningu í Tjarnarbíói í vetur og segir Eygló að áhugasamir megi búast við allsherjar grínkvöldi. Leikhús Menning Ástin og lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
„Djúpur partur af þjóðarsálinni“ „Það er svo gaman að skoða hvernig samband manns við sund breytist í gegnum tíðina. Mér finnst sund svo djúpur partur af þjóðarsálinni og þegar maður er barn þá er maður með ákveðið samband við sund,“ segir Eygló en sund hefur sannarlega verið henni ofarlega í huga undanfarið í tengslum við sýninguna. Leikritið Sund er svokallað samsköpunarverk þar sem sýningin er unnin í æfingarferlinu og hópurinn er höfundur að sýningunni. Birnir Jón Sigurðsson leikstýrir og tónlist er í höndum Friðriks Margrétar-Guðmundssonar. „Við erum að vinna með útgangspunktinn sund og leikmyndin er inspereruð af hefðbundinni sundlaug á höfuðborgarsvæðinu, sem er okkar leikvöllur.“ Ásamt Eygló fara Andrean Sigurgeirsson, Erna Guðrún Fritzdóttir, Friðrik Margrétar-Guðmundsson, Kjartan Darri Kristjánsson og Þórey Birgisdóttir með hlutverk í Sund. Owen Fiene Uppljómun í sundi Eygló segist hafa farið í gegnum ýmis tímabil tengd sundinu. „Á unglingsárunum fór ég ekki í sund, það eru þessi ár þar sem líkamsmeðvitundin kemur inn og maður verður eitthvað meðvitaður um líkamann sinn. Ég endurnýjaði samband mitt við sund svo þegar ég byrjaði í háskóla, þá varð ég algjörlega háð því. Það má eiginlega segja að ég hafi uppljómast gagnvart sundi og ég held að margir eigi þessa upplifun sameiginlega.“ Hún segir að sundið hafi í kjölfarið orðið griðastaður sinn. „Þetta er staður þar sem maður er ekki með síma og maður neyðist hálfgert til að vera annað hvort í nú-inu með sjálfum sér eða vera í rými með öðru fólki.“ Sund spilar veigamikið hlutverk í daglegu lífi Eyglóar. Owen Fiene Árið 2019 varð Eygló ólétt af tvíburum og segir hún að sundið hafi þá orðið nauðsynlegur partur af daglegri tilveru. „Það var svo mikill léttir að fara í vatnið þegar maður var óléttur, og þá sérstaklega af tvíburum,“ segir Eygló og hlær. Í dag er sundið svo orðin mikil fjölskyldustund hjá henni. „Dætur mínar elska að fara í sund og þær eru eins og selir, þær eru algjörlega frjálsar í sundi þó þær séu ósyndar og allt það en þetta er alveg ofboðslega góður fjölskyldutími fyrir okkur. Síðan auðvitað reynir maður að komast í sund inn á milli einn og eiga þessa heilögu stund með sjálfum sér.“ Fyndnast að tengja persónulega við grínið Eygló er óhrædd við að spegla eigin raunveruleika í sinni listsköpun og segist sérstaklega gera það í þessu umrædda verki. „Maður fær að vera svo ótrúlega mikill partur af sköpunarferlinu og það er algjörlega háð því að við leikararnir í hópnum séum til í að gefa af okkar eigin upplifun og reynslu. Svo setjum við í bankann hvað eru sameiginlegar reynslur og hvernig upplifum við hlutina á ólíkan hátt.“ Eygló hefur meðal annars vakið athygli fyrir hlutverk sitt í grínþáttunum Kanarí þar sem lífsreynsla hennar getur oft endað sem grín. „Það sem er oft fyndnast er það sem maður tengir persónulega við og maður reynir svolítið að finna litla núansa í daglegu lífi sem margir geta tengt við. Eða stóra hluti, eins og að eignast barn. „Ég var að fæða barn“ sketsinn okkar varð náttúrulega ótrúlega vinsæll því það eru bara svo ótrúlega mikið af konum sem hafa átt barn, hafa farið í gegnum þessa reynslu og tengdu persónulega við þessa geðveiki.“ Öðruvísi berskjöldun og bein umbun Hún segir grínið þó geta verið góður skjöldur og að berskjöldunin sem fylgi því sé svolítið einstök. „Þegar maður er að gera grín þá er maður alveg með risa skjöld fyrir framan sig því grín er þannig að maður fær strax viðbrögð. Ég held að það sé erfiðara og hættulegra að gera hluti sem eiga ekki að vera fyndnir því fólk kannski tekur það meira inn á við og maður fær ekki þessa sömu viðurkenningu. Þegar við í Kanarí höfum verið með sýningu þá vitum við ef okkur er að takast ætlunarverkið. Ef að fólk hlær þá vitum við strax að okkur er að ganga vel. Það er ekki þannig í drama verkum eða þegar fólk er meira að taka inn, fer svo út að sýningu lokinni og maður veit ekki endilega hvernig það upplifir það. Þannig að það er kannski að einhverju leyti meira berskjaldandi. Grín er allavega þannig að maður fær svona strax umbun sem listamaður, nema auðvitað ef fólk hlær ekki. Það er náttúrulega hræðilegt og alveg súper berskjaldandi og getur verið niðurlægjandi, en maður lærir auðvitað að taka því. En það er mjög áhugavert að hugsa um grínið og hvernig maður veit strax hver viðbrögðin eru.“ Eygló segir fyndnustu mómentin koma frá reynslu sem auðvelt er að tengja við.Owen Fiene Hún segir þó berskjöldunina órjúfanlegan hluta af leiklistinni. „Ég held að sem listamaður þurfi maður alltaf að berskjalda sig á einhvern hátt, til þess að ná að stinga sér í samband við fólk, hvort sem það er í drama eða með hlátri. Því það er þá sem spegilfrumurnar einhvern veginn fara af stað og við byrjum að tengja, það er það sem þetta gengur allt út á. Þannig að það er algjörlega nauðsynlegt að berskjalda sig eitthvað, án þess að maður þurfi eitthvað að leggja hjarta sitt á borð í hvert skipti sem maður gerir verk.“ Alin upp í leikhúsinu Leiklistaráhuginn hefur fylgt Eygló frá blautu barnsbeini en hún er alin upp í kringum leikhús. Foreldrar hennar, Sóley Elíasdóttir og Hilmar Jónsson, eru bæði menntuð sem leikarar og segist Eygló hafa fengið að kynnast tveimur ólíkum heimum leikhússins í gegnum þau. „Mamma var í Borgarleikhúsinu sem er náttúrulega svona stofunarleikhús á meðan að pabbi var með Hafnarfjarðarleikhúsið sem var meiri grasrótarstarfsemi og sjálfstæðari sena. Mér fannst því alltaf sjálfsagt að leiklistin væri starfsvettvangur því þetta var stöðugt í umhverfinu mínu. Maður upplifir að maður geti gert það sem maður elst upp í kringum. Auðvitað kviknaði þessi hugmynd um að verða leikkona mjög snemma, því mamma var leikkona.“ Einn stærsti áhrifavaldurinn í vegferð Eyglóar var þó dansinn. „Ég æfði dans frá því ég var um fjögurra ára gömul. Ég var hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar lengi og þá var alltaf verið að setja upp sýningar. Ég fékk oft svolítið skemmtileg og bitastæð hlutverk, eins og að túlka nornina í Þyrnirós, og náði þar að fara svolítið inn í karakterana.“ Eygló Hilmarsdóttir er alin upp í kringum leikhús og byrjaði ung að aldri að stunda dansnám.Vísir/Vilhelm Heltekin eftir Herranótt Eftir grunnskóla fer Eygló í MR og kynnist þar Herranótt, leikfélagi skólans. Hún var ein af örfáum busum sem fékk hlutverk í sýningunni og þá var ekki aftur snúið. Hún hætti þá í dansinum og lagði allan sinn tíma í leiklistina. „Þá byrjar þetta fyrir alvöru að heltaka mann og ég fann svo sterkt fyrir því að þetta var eitthvað sem ég get og elska. Í menntaskóla var ég ekkert að sinna náminu, ég var bara að taka þátt í einhverjum leikritum og söngkeppnum, ég var að gera allt sem var skapandi þar,“ segir Eygló og hlær. Fyrsta Herranætursýningin á þá sérstaklega stóran hlut í hjarta Eyglóar. „Þá vorum við að setja upp Meistarinn og Margaríta með Karli Ágústi Þorbergssyni sem var þá nýútskrifaður úr LHÍ. Þetta var mjög óhefðbundið æfingarferli og við vorum ekki bara að æfa línur beint úr leikriti. Við gerðum alls konar hluti sem ég fór svo aftur að gera í Listaháskólanum og það var ótrúlega skapandi ferli. Við bjuggum til leikhús í gamla Heimilistækjahúsinu sem var tómt húsnæði, breyttum rýminu í leikhús og þetta var ótrúlega mikið ævintýri. Maður var í svo mikilli sköpunargleði og það þurfti svo mikið að gera.“ Eygló Hilmarsdóttir fer með hlutverk í samsköpunarverkinu Sund en sundið spilar veigamikið hlutverk í hennar daglega lífi.Vísir/Vilhelm Valdeflandi að svitna við þetta Ári síðar fer Eygló í Herranæturstjórn og er þar með Steiney Skúladóttur og Guðmundi Felixsyni, sem eru nú með henni í Kanarí og Kjartani Darra, sem er með henni í Sund sýningunni. „Ég er að vinna með öllum þessum krökkum í dag og það er svo verðmætt. Í MR var eins og ég hafi algjörlega náð að fara inn í leiklistina og þá sá ég þetta svo skýrt fyrir mér. Maður veit ekkert hvað er í þessu fólgið fyrr en maður fær svona upplifun.“ Eygló segist búa vel að þessari reynslu. „Í dag er ég í raun að gera svipaða hluti. Ég er að lifa þennan draum núna sem er að fá að skapa eitthvað alveg frá grunni og vera í þessari sjálfstæðu vinnu. Það er svo gaman því maður þarf að gera allt sjálfur. Það eru engir sviðsmenn, það er engin að sjá um mann. Við erum að setja saman leikmyndina, við erum að græja allt og þetta er einhvern veginn okkar partý. Það er svo valdeflandi að svitna við þetta á meðan maður er að skapa þetta.“ Endalaus nei Blaðamaður spyr Eygló hvort það hafi einhvern tíma verið erfitt að hafa trú á sér og hvort efasemdir í eigin garð hafi á einhverjum tímapunkti bankað upp á. „Ég hef klárlega farið í gegnum það að efast um mig. Listaháskólinn er náttúrulega bara einhver búbbla þar sem maður fær endalaust að prófa, skapa og þroskast og síðan útskrifast maður og þá er allt í einu eiginlega ekkert að frétta. Maður byrjar að leita sér að tækifærum og vinnu og það er endalaust af höfnunum. Maður fer í prufur og það er endalaust verið að segja nei við mann. Ég held að það geti verið áfall fyrir marga að útskrifast úr Listaháskólanum og byrja að vinna sem leikari. Auðvitað dreymir mann um að fá fastráðningu í öðru hvoru af stóru leikhúsunum, fá verkefni eftir verkefni og halda áfram að þroskast þar og blómstra, en það er bara alls ekki þannig fyrir langflesta. Það eru örfáir sem fá þá upplifun.“ Eygló segir mikilvægt að halda sér á tánum og vera dugleg að skapa sér tækifæri. Vísir/Vilhelm Þýðir ekki að sitja og bíða eftir símtali Hún segist þó upplifa lífið sem svo að allt fari nákvæmlega eins og það á að fara. „Ég held að það hafi verið svoleiðis hjá mér og síðastliðin ár hafa mótað mig mjög mikið sem listakonu. Ég held líka að ég hafi þurft á því að halda að fara svolítið óhefðbundnar leiðir í leiklistinni eftir útskrift, komandi inn í þennan heim sem leikarabarn eða kúltúr barn. Þess vegna var kannski líka svolítið mikið sjokk fyrir mig að útskrifast og fatta að þetta er ekkert gefið. Maður þarf bara að halda sér á tánum, vinna hart og halda áfram og reyna að skapa sér tækifæri sjálfur. Ekki sitja bara og bíða eftir símtali, eins þægilegt og það væri ef maður fengi allt upp í hendurnar. En ég held að lífið leiði mann á þann veg sem maður þarf að ganga,“ segir Eygló að lokum. Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá þessari leikkonu en ásamt sýningunni Sund fer Eygló með hlutverk í sjónvarpsseríunni Kennarastofan sem verður sýnt síðar í vetur á Sjónvarpi Símans. Þá ætlar Kanaríhópurinn að frumsýna nýja sýningu í Tjarnarbíói í vetur og segir Eygló að áhugasamir megi búast við allsherjar grínkvöldi.
Leikhús Menning Ástin og lífið Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira