Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu tíu til fimmtán stig.
„Á morgun verður suðaustan 8-13 sunnan- og suðvestanlands en annars hægari. Sums staðar dálítil rigning eða súld en þurrt og bjart að mestu norðaustantil. Hiti 12 til 17 stig.

Á fimmtudag verður sunnan og suðaustan 5-10. Bjart með köflum og lengst af þurrt. Hiti breytist lítið.
Á föstudag breytist veðrið verulega. Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna eftir hádegi. Suðaustan hvassviðri jafnvel stormur um kvöldið með talsverðri rigningu sunnan- og vestantil aðfaranótt laugardags. Það gæti verið gott að ganga frá lausamunum í garðinum og hreinsa niðurföllum til að forðast vatnstjón. Hiti 12 til 17 stig.
Það snýst í suðvestan hvassviðri á laugardag og dregur úr úrkomu síðdegis. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á sunnudag verður suðlæg átt og víða skúrir en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig. Á mánudag er útlit fyrir fremur hæga vestlæga átt og bjart með köflum. Hiti breytist lítið,“ segir á vef Veðurstofunnar.