„Ekki ljóst að svo stöddu hvenær þetta kemst í lag“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. ágúst 2023 13:35 Bæði Play og Icelandair hafa fundið fyrir biluninni í Bretlandi. Vísir/Vilhelm Íslenskar flugvélar sitja nú fastar í Bretlandi vegna bilunar í flugstjórn. Play og Icelandair hafa bæði fundið fyrir þessu vandamáli, sem nú er unnið að því að leysa. Tvær vélar Play voru fastar á Bretlandseyjum. Önnur þeirra er nú komin í loftið frá London, en hin situr enn Glasgow og fer i loftið klukkan tvö. Þetta segir Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, í samtali við Vísi. „Afgreiðsla á flugum eru í algjöru lágmarki þessa stundina,“ segir Birgir, sem bendir á að um sé að ræða bilun hjá Bretunum sem þau geti haft lítil áhrif á. Hann á ekki von á því að þessi bilun í Bretlandi muni hafa mikil frekari áhrif á flug Play, nema þá að hún ílengist til morgundagsins. Þess má þó geta að flug til Evrópu geta ekki flogið yfir Bretland vegna málsins þessa stundina. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið eiga fjórar vélar á fjórum flugvöllum í Bretlandi þessa stundina og tekur hann fram að staðan sé óljós. Nú sé þó unnið að því að koma vélunum á áfangastað. „Það er ekki alveg vitað enn þá hvaða áhrif þetta mun hafa. Allir eru auðvitað að reyna að komast að og þetta hefur á margar ferðir hjá mörgum flugfélögum,“ segir hann í samtali við Vísi. „Það er ekki ljóst að svo stöddu hvenær þetta kemst í lag. En þegar þetta kemst í lag hjá þeim í Bretlandi þá mun þurfa að vinda af þeim röskunum sem hafa þegar orðið,“ bætir hann við og útskýrir að það gæti komið til seinkana á vélum Icelandair. Bretland Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Tvær vélar Play voru fastar á Bretlandseyjum. Önnur þeirra er nú komin í loftið frá London, en hin situr enn Glasgow og fer i loftið klukkan tvö. Þetta segir Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, í samtali við Vísi. „Afgreiðsla á flugum eru í algjöru lágmarki þessa stundina,“ segir Birgir, sem bendir á að um sé að ræða bilun hjá Bretunum sem þau geti haft lítil áhrif á. Hann á ekki von á því að þessi bilun í Bretlandi muni hafa mikil frekari áhrif á flug Play, nema þá að hún ílengist til morgundagsins. Þess má þó geta að flug til Evrópu geta ekki flogið yfir Bretland vegna málsins þessa stundina. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið eiga fjórar vélar á fjórum flugvöllum í Bretlandi þessa stundina og tekur hann fram að staðan sé óljós. Nú sé þó unnið að því að koma vélunum á áfangastað. „Það er ekki alveg vitað enn þá hvaða áhrif þetta mun hafa. Allir eru auðvitað að reyna að komast að og þetta hefur á margar ferðir hjá mörgum flugfélögum,“ segir hann í samtali við Vísi. „Það er ekki ljóst að svo stöddu hvenær þetta kemst í lag. En þegar þetta kemst í lag hjá þeim í Bretlandi þá mun þurfa að vinda af þeim röskunum sem hafa þegar orðið,“ bætir hann við og útskýrir að það gæti komið til seinkana á vélum Icelandair.
Bretland Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira