Hovland hafði sex högga forystu fyrir lokadaginn, en Xander Schauffele lék sinn lokahring á 62 höggum og var því búinn að minnka muninn niður í tvö högg þegar Norðmaðurinn átti enn sex holu eftir.
Hovland hélt þó ró sinni, náði þrem fuglum á síðustu sex holunum og tryggði sér sigur með fimm högga forystu og um leið sigur í FedEx-bikarnum. Sigurinn skilaði Hovland 18 milljónum bandaríkjadala sem samsvarar tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna.
Þetta var sjötti sigur Noðrmannsins á PGA-móti á ferlinum og sá annar á aðeins tveimur vikur eftir að hann vann tveggja högga sigur á BMW Championship fyrir rúmri viku.
Hovland endaði á samtals 27 höggum undir pari, fimm höggum á undan Xander Schauffele sem hafnaði annar. Wyndham Clark hafnaði þriðji á 16 höggum undir pari og Rory McIlroy fjórði á 14 höggum undir pari.