Fótbolti

Messi lyfti Inter af botninum

Siggeir Ævarsson skrifar
Messi fagnar með liðsfélögum sínum í nótt eftir að hafa skorað seinna mark leiksins
Messi fagnar með liðsfélögum sínum í nótt eftir að hafa skorað seinna mark leiksins Vísir/Getty

Lionel Messi heldur áfram að gera það gott hjá Inter Miami en liðið vann í nótt sinn fyrsta deildarleik í háa herrans tíð og lyfti sér af botni deildarinnar. Messi innsiglaði sigur liðsins með laglegu marki undir lok leiks.

Messi byrjaði á bekknum í nótt en það kom ekki að sök. Áhrifa hans gætir þó hann sé ekki á vellinum en lið Inter Miami hefur verið óstöðvandi síðan hann gekk til liðs við það. Deildarbikarinn kom í hús á dögunum og nú liggur leiðin bara upp á við í deildinni. 0-2 sigur gegn New York Red Bulls bættist í sarpinn í nótt.

Þá var Íslendingaslagur á dagskrá í nótt þegar Orlando City tók á móti St. Louis City. Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliði Orlando og lagði upp fyrra mark liðsins en Orlando fór að lokum með sigur af hólmi, 2-1. Nökkvi Þeyr Þórisson byrjaði á bekknum hjá St. Louis en lék allan seinni hálfleikinn.


Tengdar fréttir

Messi orðinn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar

Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er orðinn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar. Hann vann sinn 44. titil á ferlinum í nótt er Inter Miami lagði Nashville SC í vítaspyrnukeppni í úrslitum deildabikarsins í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×