Handbolti

Ómar Ingi sneri aftur í stór­sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon er að ná sér af meiðslum.
Ómar Ingi Magnússon er að ná sér af meiðslum. Getty/Tom Weller

Hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon sneri aftur í lið Magdeburg þegar liðið hóf leik í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson verður fjarverandi fram að áramótum vegna meiðsla sem hann varð fyrir undir lok síðustu leiktíðar.

Ómar Ingi hafði verið frá í þónokkra mánuði vegna meiðsla en kom við sögu í kvöld þegar Magdeburg heimsótti Wetzlar. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið spennandi en Magdeburg vann öruggan 16 marka sigur, lokatölur 15-31.

Ómar Ingi skoraði eitt mark í leiknum en hinn danski Michael Damgaard var markahæstur með sjö mörk.

Þá lék Sveinn Jóhannsson með Minden sem vann sex marka sigur á Hildesheim í þýska bikarnum, lokatölur 29-23 Minden í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×