Karabatic lætur gott heita eftir tímabilið Aron Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 14:52 Karabatic í baráttunni við íslenska landsliðið á EM 2022 Franska handboltagoðsögnin Nikola Karabatic leggur skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Frá þessu greinir Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna Paris Saint-Germain í dag. Hinn 40 ára gamli Karabatic er einn sá besti, ef ekki besti handboltamaður sem hefur nokkru sinni stigið fæti inn á handboltavöllinn og hefur hann á sínum ferli reynst afar sigursæll. Með franska landsliðinu hefur hann þrisvar sinnum unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, fjórum sinnum orðið heimsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari. Karabatic hefur átt ótrúlegan feril með franska landsliðinu.vísir/getty Í félagsliða boltanum hefur hann þrisvar sinnum verið í sigurliði í Meistaradeild Evrópu og getur á þessu tímabili bætt við sínum sextánda Frakklandsmeistaratitli. Þá hefur hann einnig unnið alla helstu titla í Þýskalandi og á Spáni og mun nú enda feril sinn þar sem að hann hófst, í heimalandi sínu Frakklandi. „Lífið gefur okkur stundum fallegar gjafir, eins og að geta klárað ákveðna vegferð þar sem að hún byrjaði,“ skrifar Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna PSG. „Í dag held ég inn í 22. og síðasta tímabil mitt sem atvinnumaður, í treyju Paris Saint-Germain. Félags sem á sérstakan stað í hjarta mínu.“ Hann segir að í gegnum sinn feril í atvinnumennsku hafi hann lagt allt sitt í vegferðina. „Hjarta og sál í þessa íþrótt sem ég ann svo mikið og meiri virðingu fyrir en allt annað.“ Karabatic hefur háð nokkrar rimmurnar við íslenska landsliðið. Meðal annars í úrslitaleik Ólympíuleikanna 2008 í Peking. Þá hafi hann á þessum árum kynnst yndislegu fólki sem hefur haft mikil áhrif á hans líf. „Og sú sem stendur þar fremri öðrum er er Géraldine, maki minn, og þökk sé henni hef ég notið þess að geta spilað fyrir framan börnin okkar undanfarin ár. Þau eru mitt stærsta afrek.“ Fólk geti treyst á að það sem eftir lifi af hans atvinnumannaferli mun Karabatic leggja sig 200% fram. Það geri hann í þakklætisskyni fyrir stuðninginn. „Nostalgían kemur seinna.“ Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Hinn 40 ára gamli Karabatic er einn sá besti, ef ekki besti handboltamaður sem hefur nokkru sinni stigið fæti inn á handboltavöllinn og hefur hann á sínum ferli reynst afar sigursæll. Með franska landsliðinu hefur hann þrisvar sinnum unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, fjórum sinnum orðið heimsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari. Karabatic hefur átt ótrúlegan feril með franska landsliðinu.vísir/getty Í félagsliða boltanum hefur hann þrisvar sinnum verið í sigurliði í Meistaradeild Evrópu og getur á þessu tímabili bætt við sínum sextánda Frakklandsmeistaratitli. Þá hefur hann einnig unnið alla helstu titla í Þýskalandi og á Spáni og mun nú enda feril sinn þar sem að hann hófst, í heimalandi sínu Frakklandi. „Lífið gefur okkur stundum fallegar gjafir, eins og að geta klárað ákveðna vegferð þar sem að hún byrjaði,“ skrifar Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna PSG. „Í dag held ég inn í 22. og síðasta tímabil mitt sem atvinnumaður, í treyju Paris Saint-Germain. Félags sem á sérstakan stað í hjarta mínu.“ Hann segir að í gegnum sinn feril í atvinnumennsku hafi hann lagt allt sitt í vegferðina. „Hjarta og sál í þessa íþrótt sem ég ann svo mikið og meiri virðingu fyrir en allt annað.“ Karabatic hefur háð nokkrar rimmurnar við íslenska landsliðið. Meðal annars í úrslitaleik Ólympíuleikanna 2008 í Peking. Þá hafi hann á þessum árum kynnst yndislegu fólki sem hefur haft mikil áhrif á hans líf. „Og sú sem stendur þar fremri öðrum er er Géraldine, maki minn, og þökk sé henni hef ég notið þess að geta spilað fyrir framan börnin okkar undanfarin ár. Þau eru mitt stærsta afrek.“ Fólk geti treyst á að það sem eftir lifi af hans atvinnumannaferli mun Karabatic leggja sig 200% fram. Það geri hann í þakklætisskyni fyrir stuðninginn. „Nostalgían kemur seinna.“
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira