Keppa um bikar sem hefur farið oftar en einu sinni til Asíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 15:31 Ragnhildur Kristinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrra en hér má sjá þessa glæsilegu bikara. Keilir Keppnin um Hvaleyrarbikarinn í golfi hófst í dag og klárast um helgina en mótið er það næstsíðasta á stigamótaröð GSÍ á þessu ári og því er mikil spenna um stigameistaratitlana. Kylfingarnir leika samtals 54 holur í dag, á morgun og sunnudag eða átján holur á dag. Keppnin um Hvaleyrarbikarinn var endurvakin árið 2017 en undanfarin ár hefur mótið verið haldið í júlí eða áður en Íslandsmótið fer fram. Mótið er sterkt þótt nokkrir íslenskir afrekskylfingar séu erlendis við störf ef þannig má að orði komast. Nýbakaður Íslandsmeistari Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja er til að mynda á meðal keppenda. Íslandsmeistari kvenna Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er erlendis en hún kann vel við sig á Hvaleyrinni og hefur unnið bikarinn þrívegis á síðustu fjórum árum. Hún sigraði í fyrra og Guðmundur Ágúst Kristjánsson sigraði í karlaflokki. Mótshaldarar hjá Golfklúbbnum Keili leggja mikla áherslu á að umgjörð Hvaleyrarbikarsins sé eins og best verður á kostið og aðbúnaður keppenda sé góður. Öllum keppendum er boðið í morgunmat fyrir alla keppnisdagana sem dæmi og að mótinu loknu verður einnig boðið upp á veitingar. Keppt er um Hvaleyrarbikarinn og á verðlaunagripurinn sér nokkra sögu. Hann er einn af elstu bikurunum í safninu hjá golfklúbbnum Keili. Toyota umboðið gaf bikarinn árið 1979 eða tólf árum eftir að klúbburinn var stofnaður. Þá var keppt um bikarinn á opnu móti hjá Keili sem var haldið var í nokkur ár. Bikarinn er veglegur og fremur óvenjulegur í útliti. Var hann hannaður og sérsmíðaður í listgallerí í Japan á sínum tíma. Þegar stigamótinu Hvaleyrarbikarnum var komið á fót árið 2016 þurfti að búa til annað eintak enda keppt í tveimur flokkum í Hvaleyrarbikarnum. Keilisfólk sendi þá bikarinn til Kína með það fyrir augum að búa til eftirlíkingu en Kínverjarnir, sem ætluðu að taka verkið að sér, treystu sér ekki til þess. Höfðu Keilismenn þá upp á listagalleríinu í Japan og var þar smíðaður annar bikar sem gefinn var af Icewear. Þá þurfti raunar einnig að gera lítillega við bikarinn sem hafði skemmst á heimleiðinni frá Japan. Bikarinn hefur því farið nokkrar ferðir á milli Íslands og Asíu. Golf Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira
Kylfingarnir leika samtals 54 holur í dag, á morgun og sunnudag eða átján holur á dag. Keppnin um Hvaleyrarbikarinn var endurvakin árið 2017 en undanfarin ár hefur mótið verið haldið í júlí eða áður en Íslandsmótið fer fram. Mótið er sterkt þótt nokkrir íslenskir afrekskylfingar séu erlendis við störf ef þannig má að orði komast. Nýbakaður Íslandsmeistari Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja er til að mynda á meðal keppenda. Íslandsmeistari kvenna Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er erlendis en hún kann vel við sig á Hvaleyrinni og hefur unnið bikarinn þrívegis á síðustu fjórum árum. Hún sigraði í fyrra og Guðmundur Ágúst Kristjánsson sigraði í karlaflokki. Mótshaldarar hjá Golfklúbbnum Keili leggja mikla áherslu á að umgjörð Hvaleyrarbikarsins sé eins og best verður á kostið og aðbúnaður keppenda sé góður. Öllum keppendum er boðið í morgunmat fyrir alla keppnisdagana sem dæmi og að mótinu loknu verður einnig boðið upp á veitingar. Keppt er um Hvaleyrarbikarinn og á verðlaunagripurinn sér nokkra sögu. Hann er einn af elstu bikurunum í safninu hjá golfklúbbnum Keili. Toyota umboðið gaf bikarinn árið 1979 eða tólf árum eftir að klúbburinn var stofnaður. Þá var keppt um bikarinn á opnu móti hjá Keili sem var haldið var í nokkur ár. Bikarinn er veglegur og fremur óvenjulegur í útliti. Var hann hannaður og sérsmíðaður í listgallerí í Japan á sínum tíma. Þegar stigamótinu Hvaleyrarbikarnum var komið á fót árið 2016 þurfti að búa til annað eintak enda keppt í tveimur flokkum í Hvaleyrarbikarnum. Keilisfólk sendi þá bikarinn til Kína með það fyrir augum að búa til eftirlíkingu en Kínverjarnir, sem ætluðu að taka verkið að sér, treystu sér ekki til þess. Höfðu Keilismenn þá upp á listagalleríinu í Japan og var þar smíðaður annar bikar sem gefinn var af Icewear. Þá þurfti raunar einnig að gera lítillega við bikarinn sem hafði skemmst á heimleiðinni frá Japan. Bikarinn hefur því farið nokkrar ferðir á milli Íslands og Asíu.
Golf Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sjá meira