Gengi Brims fellur um fimm prósent eftir svartsýnan tón í yfirlýsingu forstjórans
![Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og aðaleigandi Brims með nærri helmingshlut.](https://www.visir.is/i/29690FEBE7210B6C6A4BE91A8CD4FA37B4317F220745375096F8A0C1D855FBC7_713x0.jpg)
Forstjóri og aðaleigandi Brims segir að félagið þurfi að vera „vel vakandi“ í rekstrinum en framundan séu tímar sem kalli á aðgát og aukið aðhald. Eftir metafkomu í fyrra helmingaðist rekstrarhagnaður Brims á öðrum ársfjórðungi sem litaðist einkum af minni botnfisksölu og ýmsum kostnaðarhækkunum.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/2CB3EE495A1C66A0F4C1A5DD3533219C4B1C35E4DA7167D0551809995C6BF22C_308x200.jpg)
Lokar fiskvinnslu í Hafnarfirði og segir upp þorra starfsfólks
Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. áforma að sameina botnfiskvinnslu Fiskvinnslunnar Kambs ehf. í Hafnarfirði við botnfiskvinnslu Brims hf. í Norðurgarði í Reykjavík. Áætlað er að hætta fiskvinnslu í Hafnarfirði í síðasta lagi 30. október næstkomandi og verður því flestum eða 31 starfsmanni Fiskvinnslunnar Kambs sagt upp störfum með samningsbundnum fyrirvara, frá og með 27. júlí.