Eurovision-sigurvegarinn Toto Cutugno látinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 15:38 Cutugno á tónleikum í Ungverjalandi árið 2016. EPA Salvatore „Toto“ Cutugno, sem vann Eurovision söngvakeppnina árið 1990, er látinn áttræður að aldri. Hann söng lagið „Insieme: 1992“ sem fjallar um sameinaða Evrópu. Cutugno lést á þriðjudag á San Raffaele spítalanum í Mílanó. Banamein hans var krabbamein í blöðruhálskirtli sem hann hafði barist við um langt skeið. Hann var fæddur í bænum Fosdinovo í Toskana héraði árið 1943 og byrjaði sinn tónlistarferil 19 ára gamall, sem trymbill í hljómsveitinni Toto e i Tati. Seinna stofnaði hann diskóbandið Albatros. Með Albatros tók Cutugno fyrst þátt í Sanremo, tónlistarkeppninni þekktu, árið 1976 og hafnaði í þriðja sæti. En Sanremo hefur margsinnis verið notuð sem forkeppni Ítala í Eurovision. Árið 1978 hóf Cutugno sólóferil sem gekk vel og árið 1980 vann hann Sanremo keppnina með laginu „Solo noi“. Hann náði hins vegar fyrst frægð út fyrir landsteinana árið 1983 með laginu „L´Italiano.“ Cutugno var raðkeppandi í Sanremo og söng alls 15 sinnum, síðast árið 2010. Tapaði Sanremo en vann Eurovision Árið 1990 bauðst Cutugno að taka þátt í Eurovision keppninni, sem haldin var í júgóslavnesku borginni Zagreb, eftir að sigurvegarar Sanremo neituðu að taka þátt. Cutugno hafði þá hafnað í öðru sæti með lagið „Insieme: 1992“ sem er óður til Evrópusamstarfsins. Maastricht sáttmáli Evrópusambandsins var undirritaður árið 1992 sem titill lagsins vísar til. Skemmst er frá því að segja að Cutugno vann keppnina fyrir Ítalíu með 149 stigum á meðan Frakkland og Írland höfnuðu í öðru sæti með 132 og Ísland í fjórða sæti með 124. En það var Stjórnin sem söng „Eitt lag enn“ þetta ár. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, minntist Cutugno á samfélagsmiðlum eftir að andlátið var tilkynnt. „Far vel Toto Cutugno, sannur Ítali,“ sagði hún. Eurovision Ítalía Andlát Evrópusambandið Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Cutugno lést á þriðjudag á San Raffaele spítalanum í Mílanó. Banamein hans var krabbamein í blöðruhálskirtli sem hann hafði barist við um langt skeið. Hann var fæddur í bænum Fosdinovo í Toskana héraði árið 1943 og byrjaði sinn tónlistarferil 19 ára gamall, sem trymbill í hljómsveitinni Toto e i Tati. Seinna stofnaði hann diskóbandið Albatros. Með Albatros tók Cutugno fyrst þátt í Sanremo, tónlistarkeppninni þekktu, árið 1976 og hafnaði í þriðja sæti. En Sanremo hefur margsinnis verið notuð sem forkeppni Ítala í Eurovision. Árið 1978 hóf Cutugno sólóferil sem gekk vel og árið 1980 vann hann Sanremo keppnina með laginu „Solo noi“. Hann náði hins vegar fyrst frægð út fyrir landsteinana árið 1983 með laginu „L´Italiano.“ Cutugno var raðkeppandi í Sanremo og söng alls 15 sinnum, síðast árið 2010. Tapaði Sanremo en vann Eurovision Árið 1990 bauðst Cutugno að taka þátt í Eurovision keppninni, sem haldin var í júgóslavnesku borginni Zagreb, eftir að sigurvegarar Sanremo neituðu að taka þátt. Cutugno hafði þá hafnað í öðru sæti með lagið „Insieme: 1992“ sem er óður til Evrópusamstarfsins. Maastricht sáttmáli Evrópusambandsins var undirritaður árið 1992 sem titill lagsins vísar til. Skemmst er frá því að segja að Cutugno vann keppnina fyrir Ítalíu með 149 stigum á meðan Frakkland og Írland höfnuðu í öðru sæti með 132 og Ísland í fjórða sæti með 124. En það var Stjórnin sem söng „Eitt lag enn“ þetta ár. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, minntist Cutugno á samfélagsmiðlum eftir að andlátið var tilkynnt. „Far vel Toto Cutugno, sannur Ítali,“ sagði hún.
Eurovision Ítalía Andlát Evrópusambandið Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira