Eurovision-sigurvegarinn Toto Cutugno látinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 15:38 Cutugno á tónleikum í Ungverjalandi árið 2016. EPA Salvatore „Toto“ Cutugno, sem vann Eurovision söngvakeppnina árið 1990, er látinn áttræður að aldri. Hann söng lagið „Insieme: 1992“ sem fjallar um sameinaða Evrópu. Cutugno lést á þriðjudag á San Raffaele spítalanum í Mílanó. Banamein hans var krabbamein í blöðruhálskirtli sem hann hafði barist við um langt skeið. Hann var fæddur í bænum Fosdinovo í Toskana héraði árið 1943 og byrjaði sinn tónlistarferil 19 ára gamall, sem trymbill í hljómsveitinni Toto e i Tati. Seinna stofnaði hann diskóbandið Albatros. Með Albatros tók Cutugno fyrst þátt í Sanremo, tónlistarkeppninni þekktu, árið 1976 og hafnaði í þriðja sæti. En Sanremo hefur margsinnis verið notuð sem forkeppni Ítala í Eurovision. Árið 1978 hóf Cutugno sólóferil sem gekk vel og árið 1980 vann hann Sanremo keppnina með laginu „Solo noi“. Hann náði hins vegar fyrst frægð út fyrir landsteinana árið 1983 með laginu „L´Italiano.“ Cutugno var raðkeppandi í Sanremo og söng alls 15 sinnum, síðast árið 2010. Tapaði Sanremo en vann Eurovision Árið 1990 bauðst Cutugno að taka þátt í Eurovision keppninni, sem haldin var í júgóslavnesku borginni Zagreb, eftir að sigurvegarar Sanremo neituðu að taka þátt. Cutugno hafði þá hafnað í öðru sæti með lagið „Insieme: 1992“ sem er óður til Evrópusamstarfsins. Maastricht sáttmáli Evrópusambandsins var undirritaður árið 1992 sem titill lagsins vísar til. Skemmst er frá því að segja að Cutugno vann keppnina fyrir Ítalíu með 149 stigum á meðan Frakkland og Írland höfnuðu í öðru sæti með 132 og Ísland í fjórða sæti með 124. En það var Stjórnin sem söng „Eitt lag enn“ þetta ár. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, minntist Cutugno á samfélagsmiðlum eftir að andlátið var tilkynnt. „Far vel Toto Cutugno, sannur Ítali,“ sagði hún. Eurovision Ítalía Andlát Evrópusambandið Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Cutugno lést á þriðjudag á San Raffaele spítalanum í Mílanó. Banamein hans var krabbamein í blöðruhálskirtli sem hann hafði barist við um langt skeið. Hann var fæddur í bænum Fosdinovo í Toskana héraði árið 1943 og byrjaði sinn tónlistarferil 19 ára gamall, sem trymbill í hljómsveitinni Toto e i Tati. Seinna stofnaði hann diskóbandið Albatros. Með Albatros tók Cutugno fyrst þátt í Sanremo, tónlistarkeppninni þekktu, árið 1976 og hafnaði í þriðja sæti. En Sanremo hefur margsinnis verið notuð sem forkeppni Ítala í Eurovision. Árið 1978 hóf Cutugno sólóferil sem gekk vel og árið 1980 vann hann Sanremo keppnina með laginu „Solo noi“. Hann náði hins vegar fyrst frægð út fyrir landsteinana árið 1983 með laginu „L´Italiano.“ Cutugno var raðkeppandi í Sanremo og söng alls 15 sinnum, síðast árið 2010. Tapaði Sanremo en vann Eurovision Árið 1990 bauðst Cutugno að taka þátt í Eurovision keppninni, sem haldin var í júgóslavnesku borginni Zagreb, eftir að sigurvegarar Sanremo neituðu að taka þátt. Cutugno hafði þá hafnað í öðru sæti með lagið „Insieme: 1992“ sem er óður til Evrópusamstarfsins. Maastricht sáttmáli Evrópusambandsins var undirritaður árið 1992 sem titill lagsins vísar til. Skemmst er frá því að segja að Cutugno vann keppnina fyrir Ítalíu með 149 stigum á meðan Frakkland og Írland höfnuðu í öðru sæti með 132 og Ísland í fjórða sæti með 124. En það var Stjórnin sem söng „Eitt lag enn“ þetta ár. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, minntist Cutugno á samfélagsmiðlum eftir að andlátið var tilkynnt. „Far vel Toto Cutugno, sannur Ítali,“ sagði hún.
Eurovision Ítalía Andlát Evrópusambandið Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira