Umfjöllun: Struga - Breiðablik 0-1 | Blikar með yfirhöndina eftir fyrri leikinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. ágúst 2023 17:06 Breiðablik Zrinjski Mostar. Forkeppni Evrópudeildar UEFA. Karlar sumar 2023 fótbolti KSÍ. Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu. Markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson á 35. mínútu. Liðin mætast svo í seinni viðureign umspilsins á Kópavogsvelli eftir eina viku. Veður- og vallaraðstæður settu mikinn svip á þennan leik. Breiðablik átti mjög erfitt með að láta boltann rúlla á þurru og misjöfnu grasinu. Heimamenn virtust vanari þessu og voru hættulegri aðilinn framan af leik. Fyrirliðinn Bunjamin Shabani og framherjinn Besart Ibraimi voru þeirra hættulegustu menn. Shabani var lygilega lunkinn með knöttinn og tókst oft að sóla sig í gegnum hægfara varnarleik Blika. Hann fann liðsfélaga sinn Besart Ibraimi oft í góðri stöðu inni á teignum og framherjinn átti nokkur fín skot, þar af eitt í stöngina. Það var svo Bunjamin Shabani sem kom boltanum fyrstur í netið eftir fyrirgjöf frá vinstri kanti, Anton Ari reyndi að hreinsa boltann burt en skaut honum í hönd Shabani og þaðan í netið. Markið var réttilega dæmt af. Mikilvægt mark fyrirliðans Aðeins nokkrum mínútum síðar svaraði svo fyrirliði Blikanna, Höskuldur Gunnlaugsson, með glæsilegu einstaklingsframtaki. Fékk boltann úr innkasti og tók á rás, komst framhjá þremur varnarmönnum áður en hann lét vaða í fjærhornið og skoraði eina mark leiksins. Í síðari hálfleik bætti allhressilega í vindinn, allt í einu var komið hávaðarok. Fánar flugu af stöngum sínum og varamenn og þjálfarar Breiðabliks urðu undir skýli sínu þegar það hrundi í rokinu. Þetta setti mikinn svip á leikinn, það var nógu erfitt fyrir að spila boltanum á þurru grasinu, leikmenn neyddust til að leita í háa bolta upp völlinn en vindurinn gerði það mun erfiðara. Liðin skiptust því helst á að tapa boltanum og taka innköst, en tókst þó að skapa sér einhver hættuleg færi. Varamennirnir Ágúst Eðvald og Viktor Karl áttu hættulegustu færi Breiðabliks í seinni hálfleik en tókst hvorugum að nýta þau. Besart Ibraimi hélt áfram að ógna fyrir heimamenn, átti skot af stuttu færi framhjá markinu og tvær góðar aukaspyrnur. En erfiðið skilaði þeim engu í dag og niðurstaða leiksins varð 0-1 tap gegn Breiðablik. Afhverju vann Breiðablik? Blikarnir voru langt frá því að spila sinn besta leik í dag og jafntefli hefði alveg verið sanngjörn niðurstaða. En þeir geta þakkað fyrirliða sínum fyrir frábært einstaklingsframlag sem skilaði markinu. Hverjir stóðu upp úr? Höskuldur Gunnlaugsson heldur áfram að sýna snilli sína í Evrópuleikjum, skoraði glæsilegt mark og stóð sína vakt vel í vörninni. Anton Ari átti sömuleiðis fínan leik í dag, vissulega klaufalegt mark sem hann fékk á sig en það var svo dæmt af. Stóð sig mjög vel í seinni hálfleiknum að halda markinu hreinu við erfiðar aðstæður. Hvað gekk illa? Blikunum gekk illa að halda boltanum og spila honum á milli sín í öftustu línu, en það skrifast kannski helst á aðstæðurnar. Þrátt fyrir það var varnarleikur liðsins óöruggur á köflum og þeir gáfu heimamönnum of mörg færi. Hvað gerist næst? Seinni viðureign umspilsins fer fram á Kópavogsvelli, fimmtudaginn 31. ágúst. Sigurvegari þessarar viðureignar verður svo þátttakandi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í vetur, en dregið verður í riðla þann 1. september. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu. Markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson á 35. mínútu. Liðin mætast svo í seinni viðureign umspilsins á Kópavogsvelli eftir eina viku. Veður- og vallaraðstæður settu mikinn svip á þennan leik. Breiðablik átti mjög erfitt með að láta boltann rúlla á þurru og misjöfnu grasinu. Heimamenn virtust vanari þessu og voru hættulegri aðilinn framan af leik. Fyrirliðinn Bunjamin Shabani og framherjinn Besart Ibraimi voru þeirra hættulegustu menn. Shabani var lygilega lunkinn með knöttinn og tókst oft að sóla sig í gegnum hægfara varnarleik Blika. Hann fann liðsfélaga sinn Besart Ibraimi oft í góðri stöðu inni á teignum og framherjinn átti nokkur fín skot, þar af eitt í stöngina. Það var svo Bunjamin Shabani sem kom boltanum fyrstur í netið eftir fyrirgjöf frá vinstri kanti, Anton Ari reyndi að hreinsa boltann burt en skaut honum í hönd Shabani og þaðan í netið. Markið var réttilega dæmt af. Mikilvægt mark fyrirliðans Aðeins nokkrum mínútum síðar svaraði svo fyrirliði Blikanna, Höskuldur Gunnlaugsson, með glæsilegu einstaklingsframtaki. Fékk boltann úr innkasti og tók á rás, komst framhjá þremur varnarmönnum áður en hann lét vaða í fjærhornið og skoraði eina mark leiksins. Í síðari hálfleik bætti allhressilega í vindinn, allt í einu var komið hávaðarok. Fánar flugu af stöngum sínum og varamenn og þjálfarar Breiðabliks urðu undir skýli sínu þegar það hrundi í rokinu. Þetta setti mikinn svip á leikinn, það var nógu erfitt fyrir að spila boltanum á þurru grasinu, leikmenn neyddust til að leita í háa bolta upp völlinn en vindurinn gerði það mun erfiðara. Liðin skiptust því helst á að tapa boltanum og taka innköst, en tókst þó að skapa sér einhver hættuleg færi. Varamennirnir Ágúst Eðvald og Viktor Karl áttu hættulegustu færi Breiðabliks í seinni hálfleik en tókst hvorugum að nýta þau. Besart Ibraimi hélt áfram að ógna fyrir heimamenn, átti skot af stuttu færi framhjá markinu og tvær góðar aukaspyrnur. En erfiðið skilaði þeim engu í dag og niðurstaða leiksins varð 0-1 tap gegn Breiðablik. Afhverju vann Breiðablik? Blikarnir voru langt frá því að spila sinn besta leik í dag og jafntefli hefði alveg verið sanngjörn niðurstaða. En þeir geta þakkað fyrirliða sínum fyrir frábært einstaklingsframlag sem skilaði markinu. Hverjir stóðu upp úr? Höskuldur Gunnlaugsson heldur áfram að sýna snilli sína í Evrópuleikjum, skoraði glæsilegt mark og stóð sína vakt vel í vörninni. Anton Ari átti sömuleiðis fínan leik í dag, vissulega klaufalegt mark sem hann fékk á sig en það var svo dæmt af. Stóð sig mjög vel í seinni hálfleiknum að halda markinu hreinu við erfiðar aðstæður. Hvað gekk illa? Blikunum gekk illa að halda boltanum og spila honum á milli sín í öftustu línu, en það skrifast kannski helst á aðstæðurnar. Þrátt fyrir það var varnarleikur liðsins óöruggur á köflum og þeir gáfu heimamönnum of mörg færi. Hvað gerist næst? Seinni viðureign umspilsins fer fram á Kópavogsvelli, fimmtudaginn 31. ágúst. Sigurvegari þessarar viðureignar verður svo þátttakandi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í vetur, en dregið verður í riðla þann 1. september.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti