Fundu Kodda mjög hræddan á þaki brunarústanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 11:27 Sandra ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hæðin sem hann bjó á hefur verið rifin. Dýrfinna Sjálfboðaliðar frá dýrabjörgunarsamtökunum Dýrfinnu fundu ungan innikött sem týndist eftir stórbrunann við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Eigandinn bjóst ekki við að finna hann enda er Koddi inniköttur. „Við sáum allt í einu appelsínugul augu ofan á brunarústunum og vissum að þetta væri einn kötturinn sem við vorum að leita að,“ segir Sandra Jóhannsdóttir, ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Samtökin hafa leitað að týndum köttum sem áttu heima í húsinu sem brann á sunnudaginn, 20. ágúst. Fjölmargir bjuggu í húsinu sem er ósamþykkt sem íbúðarhúsnæði og er gjörónýtt eftir brunann. Enginn lést eða slasaðist en fjórir kettir íbúanna týndust. Sandra segir að Dýrfinna hefði fengið það staðfest að slökkvilið hefði bjargað tveimur köttum af þaki hússins á meðan á slökkvistarfi stóð. Þriðji kötturinn hafði sést á svæðinu kvöldið eftir brunann, mjög hræddur. En Dýrfinnu og eiganda tókst ekki að ná honum. Síðan þá hafa sjálfboðaliðar gengið um svæðið á kvöldin með vasaljós og komið fyrir fellibúrum til að reyna að ná týndu köttunum. Bjóst ekki við að fá hann aftur Á þriðjudagskvöld, 22. ágúst, fannst Koddi, hálfs árs köttur, þegar sjálfboðaliðarnir voru að ganga eftir Hvaleyrarbrautinni ofan við húsið. „Við kölluðum til hans og hann byrjaði strax að spjalla við okkur. En hann var augljóslega mjög hræddur,“ segir Sandra. „Við hringdum strax í eigandann og við gátum ekki farið inn á svæðið. Um leið og hann heyrði röddina í henni byrjaði hann að mjálma enn hærra og að lokum tókst að koma honum niður og í fangið á henni.“ Sandra segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hann sé inniköttur og heimili hans sé í raun horfið. „Hæðin sem hann bjó á er ekki lengur til. Það er búið að rífa hana alla. Hann var á þakinu sem næst íbúðinni sinni,“ segir Sandra. Það hafi verið átakanlegt að sjá hann þarna en núna sé hann öruggur og á leiðinni í skoðun hjá dýralækni í dag. Sandra segir að þetta hafi verið ómetanlegt fyrir eigandann. „Hún bjóst ekki við því að sjá hann aftur,“ segir Sandra. Leitin heldur áfram Aðspurð um stöðuna hjá eigendunum, sem eru núna orðnir heimilislausir, segir Sandra að þeir séu að reyna sitt besta. Allir séu núna á heimilum þar sem þeir geta verið með ketti. Þrír kettir eru ófundnir, Stormie, Ogis og Sæti, einn þeirra sást kvöldið eftir brunann og Dýrfinnu hafa borist ábendingar um kött sem líkist Ogis nálægt verslun Krónunnar á Hvaleyrarbraut. Dýrfinna mun því halda áfram að vakta svæðið og leita að köttunum þremur. Bruni á Hvaleyrarbraut Dýr Dýraheilbrigði Kettir Hafnarfjörður Gæludýr Tengdar fréttir Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55 Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Við sáum allt í einu appelsínugul augu ofan á brunarústunum og vissum að þetta væri einn kötturinn sem við vorum að leita að,“ segir Sandra Jóhannsdóttir, ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Samtökin hafa leitað að týndum köttum sem áttu heima í húsinu sem brann á sunnudaginn, 20. ágúst. Fjölmargir bjuggu í húsinu sem er ósamþykkt sem íbúðarhúsnæði og er gjörónýtt eftir brunann. Enginn lést eða slasaðist en fjórir kettir íbúanna týndust. Sandra segir að Dýrfinna hefði fengið það staðfest að slökkvilið hefði bjargað tveimur köttum af þaki hússins á meðan á slökkvistarfi stóð. Þriðji kötturinn hafði sést á svæðinu kvöldið eftir brunann, mjög hræddur. En Dýrfinnu og eiganda tókst ekki að ná honum. Síðan þá hafa sjálfboðaliðar gengið um svæðið á kvöldin með vasaljós og komið fyrir fellibúrum til að reyna að ná týndu köttunum. Bjóst ekki við að fá hann aftur Á þriðjudagskvöld, 22. ágúst, fannst Koddi, hálfs árs köttur, þegar sjálfboðaliðarnir voru að ganga eftir Hvaleyrarbrautinni ofan við húsið. „Við kölluðum til hans og hann byrjaði strax að spjalla við okkur. En hann var augljóslega mjög hræddur,“ segir Sandra. „Við hringdum strax í eigandann og við gátum ekki farið inn á svæðið. Um leið og hann heyrði röddina í henni byrjaði hann að mjálma enn hærra og að lokum tókst að koma honum niður og í fangið á henni.“ Sandra segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hann sé inniköttur og heimili hans sé í raun horfið. „Hæðin sem hann bjó á er ekki lengur til. Það er búið að rífa hana alla. Hann var á þakinu sem næst íbúðinni sinni,“ segir Sandra. Það hafi verið átakanlegt að sjá hann þarna en núna sé hann öruggur og á leiðinni í skoðun hjá dýralækni í dag. Sandra segir að þetta hafi verið ómetanlegt fyrir eigandann. „Hún bjóst ekki við því að sjá hann aftur,“ segir Sandra. Leitin heldur áfram Aðspurð um stöðuna hjá eigendunum, sem eru núna orðnir heimilislausir, segir Sandra að þeir séu að reyna sitt besta. Allir séu núna á heimilum þar sem þeir geta verið með ketti. Þrír kettir eru ófundnir, Stormie, Ogis og Sæti, einn þeirra sást kvöldið eftir brunann og Dýrfinnu hafa borist ábendingar um kött sem líkist Ogis nálægt verslun Krónunnar á Hvaleyrarbraut. Dýrfinna mun því halda áfram að vakta svæðið og leita að köttunum þremur.
Bruni á Hvaleyrarbraut Dýr Dýraheilbrigði Kettir Hafnarfjörður Gæludýr Tengdar fréttir Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55 Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55
Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels