Innlent

Vaktin: Mál­efni fólks á flótta sem er synjað um al­þjóð­lega vernd

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd tekin utan fundarins, sem haldinn er í húsi Hjálpræðishersins.
Mynd tekin utan fundarins, sem haldinn er í húsi Hjálpræðishersins. Vísir/Vilhelm

Alls bjóða 23 félagasamtök til fundar í húsakynnum Hjálpræðishersins í Mörkinni í Reykjavík klukkan 17. Til umræðu er málefni flóttafólks sem svipt hefur verið rétti á þjónustu eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra hefur staðfest komu sína á fundinn en ekki dómsmálaráðherra. Allir þingmenn fengu boð á fundinn.

„Ég vona að það fólk sem sér um þennan málaflokk finni hjá sér vilja til að mæta,“ sagði Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum, í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Vísir verður með beina textalýsingu frá fundinum í Vaktinni hér að neðan. Til stóð að streyma fundinum en skipuleggjendur samþykktu það ekki.

Ef vaktin birtist ekki að neðan gæti þurft að endurhlaða síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×