Konur fara í þungunarrof vegna fátæktar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. ágúst 2023 11:42 Guðný Helena segir að ríki, sveitarfélög, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður þurfi að koma saman og tryggja að konur geti átt börn sín. Hjálparstarf Kirkjunnar. Borið hefur á umræðu um að konur fari í þungunarrof vegna þess að þær telji sig ekki geta séð fyrir barni, sem þær þó langar í. Formaður EAPN á Íslandi segir þetta ekki nýtt vandamál. „Það hafa alltaf komið upp svona tilfelli,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður EAPN á Íslandi. EAPN eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt. Guðný Helena segir þetta mjög þungbært skref fyrir konur að taka. „Það er rosalega erfitt að taka þessi skref að þurfa að enda meðgöngu vegna þess að þú hefur fjárhagsáhyggjur. Oft eru börn á heimilinu fyrir og það er til lítill peningur til að sjá fyrir þeim börnum,“ segir hún. Ýmsar ástæður eru fyrir því að konur telji sig þurfa að taka þetta skref. Fyrir utan hátt almennt verðlag og háa húsaleigu eru ýmsir þættir fjandsamlegir barnafólki, hlutir eins og skerðingar á tekjum í fæðingarorlofi. „Ef þú nærð ekki að láta enda ná saman á laununum þá nærðu því sannarlega ekki á 80 prósent af þeim,“ segir Guðný Helena. En það er það hlutfall sem Fæðingarorlofssjóður greiðir að hámarki. Hægt er að lengja fæðingarorlofið en þá skerðast greiðslurnar enn frekar. Annað er dagvistun sem verður dýrari því lengur barnið er í vistun og erfitt getur verið að brúa bilið með orlofsdögum á almennum vinnumarkaði. „Ef þú ert með langveikt barn eða barn sem grípur allar pestir á leikskóla þá eru orlofsdagarnir fljótir að fara,“ segir Guðný Helena. Leigjendur í verstri stöðu Frjósemi fer nú sífellt lækkandi á Íslandi og þjóðarbúið treystir á innflutning fólks til að viðhalda íbúafjöldanum. Aðspurð um hvað sé til ráða fyrir lítt efnaðar konur til þess að þær treysti sér til þess að eiga börnin segir Guðný Helena ekkert eitt svar við því. Margir aðilar þurfi að koma saman, svo sem sveitarfélögin, ríkið, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður. „Allir þurfa að taka höndum saman til þess að tryggja að allir geti átt mannsæmandi líf,“ segir hún. Í verstri stöðu séu leigjendur. Mikilvægt sé að húsaleigubætur hækki, ekki aðeins hjá Reykjavíkurborg sem hækkaði sérstakar húsaleigubætur í sumar. Önnur sveitarfélög þurfi að gera þetta líka. „Leiguverð á aldrei vera hærra en það sem fólk fær útborgað,“ segir Guðný Helena. Aðstæður hjá fólki verði að vera þannig að konur geti tekið ákvörðun um að eiga barn sem þær ganga með undir belti. Einnig að fólk geti tekið veikindadaga eða frí án áhyggja. Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Þungunarrof Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira
„Það hafa alltaf komið upp svona tilfelli,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður EAPN á Íslandi. EAPN eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt. Guðný Helena segir þetta mjög þungbært skref fyrir konur að taka. „Það er rosalega erfitt að taka þessi skref að þurfa að enda meðgöngu vegna þess að þú hefur fjárhagsáhyggjur. Oft eru börn á heimilinu fyrir og það er til lítill peningur til að sjá fyrir þeim börnum,“ segir hún. Ýmsar ástæður eru fyrir því að konur telji sig þurfa að taka þetta skref. Fyrir utan hátt almennt verðlag og háa húsaleigu eru ýmsir þættir fjandsamlegir barnafólki, hlutir eins og skerðingar á tekjum í fæðingarorlofi. „Ef þú nærð ekki að láta enda ná saman á laununum þá nærðu því sannarlega ekki á 80 prósent af þeim,“ segir Guðný Helena. En það er það hlutfall sem Fæðingarorlofssjóður greiðir að hámarki. Hægt er að lengja fæðingarorlofið en þá skerðast greiðslurnar enn frekar. Annað er dagvistun sem verður dýrari því lengur barnið er í vistun og erfitt getur verið að brúa bilið með orlofsdögum á almennum vinnumarkaði. „Ef þú ert með langveikt barn eða barn sem grípur allar pestir á leikskóla þá eru orlofsdagarnir fljótir að fara,“ segir Guðný Helena. Leigjendur í verstri stöðu Frjósemi fer nú sífellt lækkandi á Íslandi og þjóðarbúið treystir á innflutning fólks til að viðhalda íbúafjöldanum. Aðspurð um hvað sé til ráða fyrir lítt efnaðar konur til þess að þær treysti sér til þess að eiga börnin segir Guðný Helena ekkert eitt svar við því. Margir aðilar þurfi að koma saman, svo sem sveitarfélögin, ríkið, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður. „Allir þurfa að taka höndum saman til þess að tryggja að allir geti átt mannsæmandi líf,“ segir hún. Í verstri stöðu séu leigjendur. Mikilvægt sé að húsaleigubætur hækki, ekki aðeins hjá Reykjavíkurborg sem hækkaði sérstakar húsaleigubætur í sumar. Önnur sveitarfélög þurfi að gera þetta líka. „Leiguverð á aldrei vera hærra en það sem fólk fær útborgað,“ segir Guðný Helena. Aðstæður hjá fólki verði að vera þannig að konur geti tekið ákvörðun um að eiga barn sem þær ganga með undir belti. Einnig að fólk geti tekið veikindadaga eða frí án áhyggja.
Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Þungunarrof Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira