Stungu tekjum kvenna í eigin vasa og töluðu um að hneppa þær í þrældóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2023 12:22 Andrew Tate, fyrir utan dómshúsið í Búkarest. AP/Andreea Alexandru BBC hefur undir höndum afrit af samskiptum bræðranna Andrew og Tristan Tate, þar sem þeir kalla konur hórur, hafa í hótunum við þær og tala um að „hneppa tíkur í þrældóm“. Um er að ræða gögn í máli ákæruvaldsins í Rúmeníu gegn bræðrunum, sem hafa verið ákærðir fyrir mansal og önnur brot. Andrew Tate hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun. Meðal gagna málsins er meðal annars vitnisburður kvenna sem saksóknarar segja hafa búið saman í húsi nærri heimili Tate-bræðra í Búkarest. Konurnar segja bræðurna hafa haldið utan um aðganga á Only Fans og Tik Tok, þar sem þær voru neyddar til að koma fram en ágóðinn er sagður hafa runnið í vasa bræðranna. Georgiana Naghel, sem einnig er ákærð í málinu, er sögð hafa séð um fjármál í tengslum við rekstur síðanna og hafa greitt konunum ákveðna uppæð án þess að upplýsa þær um heildartekjur rekstursins. Konurnar segja bræðurna hafa eignað sér helming teknanna. Naghel er sögð hafa haft í hótunum við konurnar, hótað þeim ofbeldi og jafnvel lífláti. Bæði hún og bræðurnir neita sök. Konurnar eru sagðar hafa verið neyddar til að greiða sektir fyrir ýmis „brot“, til að mynda að gráta í beinni eða þurrka sér um nefnið. Þannig hafi þær jafnvel endað í skuld við bræðurna. „Ég vil ekki að þær séu með aðgangsorðin. Ég vil ekki að þær séu með neitt,“ segir Tristan í einum skilaboðum. „Ég vil ekki segja þeim að þær séu með OnlyFans, ég vil að ég og þú fáum þennan pening...,“ í öðrum. „Aðallega ætla ég að hneppa þessar tíkur í þrældóm. [...] Ég ætla að láta þær vinna fleiri og fleiri tíma. [...] ÞRÆLA vinnu. Lágmark 10 eða 12 tíma á dag.“ Sjálfur segir Andrew í skilaboðum að Tristan og Georgiana sjái um reksturinn en hann sé sá sem stjórnar. Þá er í gögnunum að finna samtal milli hans og konu sem neitar því í fyrstu að verða við kröfum um hópkynlíf. Síðar segir hún: Elskan, ég verð að drekka. Ég get ekki gert þetta án þess að drekka.“ „Ekki vera leiðinleg,“ svarar Andrew. „Ég vil sjá þig undirgefna mér. [...] Haltu kjafti hóran þín og gerðu eins og ég segi.“ Þess ber að geta að svörin hafa mögulega verið þýdd úr ensku yfir á rúmensku og svo aftur yfir á ensku. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Mál Andrew Tate Jafnréttismál Rúmenía Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Um er að ræða gögn í máli ákæruvaldsins í Rúmeníu gegn bræðrunum, sem hafa verið ákærðir fyrir mansal og önnur brot. Andrew Tate hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun. Meðal gagna málsins er meðal annars vitnisburður kvenna sem saksóknarar segja hafa búið saman í húsi nærri heimili Tate-bræðra í Búkarest. Konurnar segja bræðurna hafa haldið utan um aðganga á Only Fans og Tik Tok, þar sem þær voru neyddar til að koma fram en ágóðinn er sagður hafa runnið í vasa bræðranna. Georgiana Naghel, sem einnig er ákærð í málinu, er sögð hafa séð um fjármál í tengslum við rekstur síðanna og hafa greitt konunum ákveðna uppæð án þess að upplýsa þær um heildartekjur rekstursins. Konurnar segja bræðurna hafa eignað sér helming teknanna. Naghel er sögð hafa haft í hótunum við konurnar, hótað þeim ofbeldi og jafnvel lífláti. Bæði hún og bræðurnir neita sök. Konurnar eru sagðar hafa verið neyddar til að greiða sektir fyrir ýmis „brot“, til að mynda að gráta í beinni eða þurrka sér um nefnið. Þannig hafi þær jafnvel endað í skuld við bræðurna. „Ég vil ekki að þær séu með aðgangsorðin. Ég vil ekki að þær séu með neitt,“ segir Tristan í einum skilaboðum. „Ég vil ekki segja þeim að þær séu með OnlyFans, ég vil að ég og þú fáum þennan pening...,“ í öðrum. „Aðallega ætla ég að hneppa þessar tíkur í þrældóm. [...] Ég ætla að láta þær vinna fleiri og fleiri tíma. [...] ÞRÆLA vinnu. Lágmark 10 eða 12 tíma á dag.“ Sjálfur segir Andrew í skilaboðum að Tristan og Georgiana sjái um reksturinn en hann sé sá sem stjórnar. Þá er í gögnunum að finna samtal milli hans og konu sem neitar því í fyrstu að verða við kröfum um hópkynlíf. Síðar segir hún: Elskan, ég verð að drekka. Ég get ekki gert þetta án þess að drekka.“ „Ekki vera leiðinleg,“ svarar Andrew. „Ég vil sjá þig undirgefna mér. [...] Haltu kjafti hóran þín og gerðu eins og ég segi.“ Þess ber að geta að svörin hafa mögulega verið þýdd úr ensku yfir á rúmensku og svo aftur yfir á ensku. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Mál Andrew Tate Jafnréttismál Rúmenía Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira