Nachevski hefur verið sakaður um að vera viðriðinn í hagræðingu úrslita í myndinni Grunsamlegur leikur sem sýnd var á TV2 í Danmörku.
Hann var um árabil formaður dómaranefndar EHF, en evrópska sambandið setti Nachevski til hliðar í maí á þessu ári vegna uppljóstrana TV2.
IHF hefur nú ákveðið að fylgja fordæmi evrópska sambandsins. Þetta staðfestir sambandið við TV2 og kemur fram að Nachevski verði ekki kallaður til starfa á vegum IHF, hvorki á mótum sambandsins, né fundum.