Orri og félagar leiða eftir fyrri leikinn í baráttunni um Meistaradeildarsæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. ágúst 2023 20:57 Orri Steinn Óskarsson og félagar eru í góðri stöðu fyrir seinni leikinn. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images Það lið sem hefur betur í rimmunni tryggir sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og því er mikið undir. Danska liðið tók forystuna strax á níundu mínútu þegar Bogdan Racovitan varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá Mohamed Elyounoussi. Heimamenn í Rakow héldu svo að þeir hefðu jafnað metin þegar Giannis Papanikolaou kom boltanum í netið á 39. mínútu, en markið hins vegar dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun myndbandsdómara. Orri kom svo inn af varamannabekknum á 64. mínútu leiksins, en fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan því mikilvægur 0-1 útisigur FCK. Kaupmannahafnarliðið fer því með forystu í seinni leik liðanna sem fram fer í Danmörku á miðvikudaginn eftir rúma viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Það lið sem hefur betur í rimmunni tryggir sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og því er mikið undir. Danska liðið tók forystuna strax á níundu mínútu þegar Bogdan Racovitan varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá Mohamed Elyounoussi. Heimamenn í Rakow héldu svo að þeir hefðu jafnað metin þegar Giannis Papanikolaou kom boltanum í netið á 39. mínútu, en markið hins vegar dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun myndbandsdómara. Orri kom svo inn af varamannabekknum á 64. mínútu leiksins, en fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan því mikilvægur 0-1 útisigur FCK. Kaupmannahafnarliðið fer því með forystu í seinni leik liðanna sem fram fer í Danmörku á miðvikudaginn eftir rúma viku.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti