Innlent

Fjör­utíu og tveir frá Venesúela fengið hæli en 435 verið synjað

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjölskylda frá Venesúela reynir að skýla sér fyrir sandstormi við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.
Fjölskylda frá Venesúela reynir að skýla sér fyrir sandstormi við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Getty/John Moore

Á tímabilinu frá og með janúar og til og með júlí barst Útlendingastofnun 2.751 umsókn um vernd. Stærsti hlutinn var vegna einstaklinga frá Venesúela, 1.208 umsóknir, en 980 vegna einstaklinga frá Úkraínu.

Afgreiddar umsóknir voru 2.062, þar af 867 sem fengu efnismeðferð en 159 höfðu hlotið vernd í öðru landi og 120 voru endursendir á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.

Ef umsóknir vegna fjöldaflótta eru undanskildar var 864 synjað en 284 veitt vernd. 

Af þeim sem var synjað við efnislega meðferð voru 435 frá Venesúela, 34 frá Kólumbíu, 20 frá Sómalíu og tíu frá Albaníu, Írak og Jórdaníu. Af þeim sem fengu hæli var 91 frá Palestínu, 43 frá Sýrlandi, 42 frá Venesúela, 26 frá Afganistan og 17 frá Írak.

Það sem af er ári hefur 914 verið veitt mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu en fjöldi umsókna hefur sveiflast nokkuð milli mánaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×