Hleypa geislavirku vatni út í sjó Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2023 06:58 Fumio Kishida tilkynnti í morgun að áætlunin hefjist á fimmtudag. Rodrigo Reyes Marin/AP Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun. Þar sagði hann að hann hefði skipað Tepco, fyrirtækinu sem rak kjarnorkuverið, að hefja undibúning til þess að hleypa vatninu út í sjó sem fyrst. Áætlun um það var samþykktar fyrir tveimur árum en var afar umdeild, sér í lagi meðal fiskveiðimanna í Japan. Í frétt Reuters um málið segir að yfirvöld í Japan hafi tilkynnt í gær að þau hefðu náð samkomulagi við sjávarútveginn í landinu um að gera áætlunina að veruleika. „Hleypið ekki menguðu vatni út í sjó.“ Japanir mótmæltu nokkuð margir fyrir framan ráðherrabústaðinn í Tókýó í morgun. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON „Ég lofa að við munum taka á okkur alla ábyrgð á því að tryggja framtíð sjávarútvegsins, jafnvel þó það muni taka okkur áratugi,“ sagði Kishida í gær. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin samþykkir Ákvörðun um að hleypa vatninu út í sjó var tekin fyrir meira en tveimur árum en unnið hefur verið að því að hreinsa mestu mengunina úr vatninu. Það mun þó enn innihalda þrívetni, sem er geislavirkt en tæknilega erfitt að aðskilja frá vatni. Japanir hafa sagt öruggt að hleypa vatninu út í sjó þrátt fyrir að það sé enn geislavirkt. Alþjóðakjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna samþykkti áætlun Japana, sem talin er munu taka allt að fjóra áratugi, í júlí síðastliðnum. Þá sagði stofnunin hún samræmdist alþjóðlegum stöðlum um magn þrívetnis sem má hleypa út í sjó og að áhrif hennar á umhverfi og fólk yrðu smávægileg. Kjarnorka Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. 4. júlí 2023 15:51 Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun. Þar sagði hann að hann hefði skipað Tepco, fyrirtækinu sem rak kjarnorkuverið, að hefja undibúning til þess að hleypa vatninu út í sjó sem fyrst. Áætlun um það var samþykktar fyrir tveimur árum en var afar umdeild, sér í lagi meðal fiskveiðimanna í Japan. Í frétt Reuters um málið segir að yfirvöld í Japan hafi tilkynnt í gær að þau hefðu náð samkomulagi við sjávarútveginn í landinu um að gera áætlunina að veruleika. „Hleypið ekki menguðu vatni út í sjó.“ Japanir mótmæltu nokkuð margir fyrir framan ráðherrabústaðinn í Tókýó í morgun. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON „Ég lofa að við munum taka á okkur alla ábyrgð á því að tryggja framtíð sjávarútvegsins, jafnvel þó það muni taka okkur áratugi,“ sagði Kishida í gær. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin samþykkir Ákvörðun um að hleypa vatninu út í sjó var tekin fyrir meira en tveimur árum en unnið hefur verið að því að hreinsa mestu mengunina úr vatninu. Það mun þó enn innihalda þrívetni, sem er geislavirkt en tæknilega erfitt að aðskilja frá vatni. Japanir hafa sagt öruggt að hleypa vatninu út í sjó þrátt fyrir að það sé enn geislavirkt. Alþjóðakjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna samþykkti áætlun Japana, sem talin er munu taka allt að fjóra áratugi, í júlí síðastliðnum. Þá sagði stofnunin hún samræmdist alþjóðlegum stöðlum um magn þrívetnis sem má hleypa út í sjó og að áhrif hennar á umhverfi og fólk yrðu smávægileg.
Kjarnorka Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. 4. júlí 2023 15:51 Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. 4. júlí 2023 15:51
Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03
Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. 13. apríl 2021 08:35
Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44