Telur Greenwood ekki hafa brotið af sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2023 07:01 Framkvæmdastjóri Man United hefur tjáð sig um mál Mason Greenwood. Ash Donelon/Getty Images Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, trúir ekki að enski framherjinn Mason Greenwood hafi framið þá glæpi sem hann var ákærður fyrir. Arnold skrifaði í dag opið bréf til stuðningsfólks Man United eftir að tilkynnt var að Mason Greenwood yrði ekki áfram hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. An open letter from our Chief Executive Officer, Richard Arnold.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 21, 2023 Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli Greenwoods en henni er nú lokið. Samkvæmt fyrstu fregnum ætlaði United að gefa Greenwood grænt ljós á að snúa aftur en það mæltist illa fyrir, bæði innan félagsins og í bresku samfélagi. Svo virðist því sem United hafi snúist hugur. Greenwood sjálfur hefur tjáð sig um málið og segist ekki sekur um þá glæpi sem hann var ásakaður um og ákærður fyrir. Hann samþykkti þó ákvörðun Man United að það væri best fyrir alla aðila að hann myndi halda knattspyrnuferli sínum áfram annarsstaðar en hjá Man Utd. Í bréfi sínu fer Arnold yfir það sem gekk á eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Man United hugðist taka Greenwood inn í leikmannahóp félagsins á nýjan leik. Hann segist hafa tekið tillit til ýmissa þátta áður en hann tók lokaákvörðun en eins og hefur áður komið fram var það Arnold sem tók lokaákvörðun fyrir hönd Manchester United. Jafnframt segir Arnold að Man Unitef hafi ekki fengið aðgang að öllum þeim gögnum sem lögreglan hafði en að lokinni innanbúðar rannsókn félagsins hafi niðurstaðan verið sú að Greenwood hafi ekki framið þá glæpi sem hann var sakaður um. Arnold segir þó að Greenwood hafi gert mistök sem hann beri ábyrgð á. Að öllu þessu sögðu þá hafi það verið ákvörðun Arnold að best væri fyrir Greenwood að reyna endurvekja feril sinn hjá öðru félagi heldur en Man United. Hvar sem það svo verður þá mun félagið styðja við bakið á leikmanninum, kærustu og ófæddu barni þeirra. Bréf Richard Arnold í heild sinni má finna á vef Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira
Arnold skrifaði í dag opið bréf til stuðningsfólks Man United eftir að tilkynnt var að Mason Greenwood yrði ekki áfram hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. An open letter from our Chief Executive Officer, Richard Arnold.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 21, 2023 Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli Greenwoods en henni er nú lokið. Samkvæmt fyrstu fregnum ætlaði United að gefa Greenwood grænt ljós á að snúa aftur en það mæltist illa fyrir, bæði innan félagsins og í bresku samfélagi. Svo virðist því sem United hafi snúist hugur. Greenwood sjálfur hefur tjáð sig um málið og segist ekki sekur um þá glæpi sem hann var ásakaður um og ákærður fyrir. Hann samþykkti þó ákvörðun Man United að það væri best fyrir alla aðila að hann myndi halda knattspyrnuferli sínum áfram annarsstaðar en hjá Man Utd. Í bréfi sínu fer Arnold yfir það sem gekk á eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Man United hugðist taka Greenwood inn í leikmannahóp félagsins á nýjan leik. Hann segist hafa tekið tillit til ýmissa þátta áður en hann tók lokaákvörðun en eins og hefur áður komið fram var það Arnold sem tók lokaákvörðun fyrir hönd Manchester United. Jafnframt segir Arnold að Man Unitef hafi ekki fengið aðgang að öllum þeim gögnum sem lögreglan hafði en að lokinni innanbúðar rannsókn félagsins hafi niðurstaðan verið sú að Greenwood hafi ekki framið þá glæpi sem hann var sakaður um. Arnold segir þó að Greenwood hafi gert mistök sem hann beri ábyrgð á. Að öllu þessu sögðu þá hafi það verið ákvörðun Arnold að best væri fyrir Greenwood að reyna endurvekja feril sinn hjá öðru félagi heldur en Man United. Hvar sem það svo verður þá mun félagið styðja við bakið á leikmanninum, kærustu og ófæddu barni þeirra. Bréf Richard Arnold í heild sinni má finna á vef Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira