Arnór Ingvi byrjaði á miðjunni hjá Norrköping og átti frábæran leik. Kom hann heimamönnum 2-1 yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Í þeim síðari kláraði Norrköping svo dæmið og vann 3-1 sigur.
Arnór Ingvi spilaði allan leikinn fyrir Norrköping á meðan Ísak Andri Sigurgeirsson kom inn af bekknum á 67. mínútu. Ari Freyr Skúlason sat svo á varamannabekknum frá upphafi til enda leiks. Norrköping er í 4. sæti deildarinnar með 34 stig að loknum 20 umferðum.
Í Hollandi var Kristian Nökkvi í byrjunarliði Jong Ajax sem mátti þola tap annan leikinn í röð. Markið skoraði Kristian Nökkvi á 79. mínútu en þá var staðan orðin 2-0 De Graafschap í vil.
Jong Ajax er á botni B-deildarinnar en liðið er án stiga að loknum tveimur umferðum.